Skógarfang 2018


Skógarfang, 8 fundur, Hvanneyri

8 fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar,

Hvanneyri fimmtudaginn 8.mars 2018

Mætt voru:

Bergrún Anna Þorsteinsdóttir,

Björn B. Jónsson,

Jóhann Gísli Jóhannsson,

Gunnar Sverrisson,

Hrönn Guðmundsdóttir, fundarstjóri og

Hlynur Gauti Sigurðsson skráði fundinn.

Benjamín Örn Davíðsson tilkynnti forföll.

Dagskrá:

Dagskrá fyrir hádegi.................................................................................. 2

Ársyfirlit 2017............................................................................................ 2

Gæðamál og staðar.................................................................................. 2

Nýsköpun.................................................................................................. 2

Landbúnaðarsýning.................................................................................. 2

Framleiðnisjóður....................................................................................... 2

Hádegishlé 12:30 – 13:10.......................................................................2

Dagskrá eftir hádegi................................................................................. 3

Jóatrjáaræktun, næstu skref?.................................................................. 3

Lækkun grisjunarkostnaðar...................................................................... 3

Afurðamiðstöð á Suðurlandi..................................................................... 3

Líf í lundi................................................................................................... 3

FSV mætir á fund (14:00)......................................................................... 4

Fundarslit (16:00)..................................................................................... 4

Dagskrá fyrir hádegi

Veður var með verra móti og hófst fundur því ekki fyrr en 11:48

Ársyfirlit 2017

Björn fór yfir mál Skógarfangs frá síðasta ári og skilaði samantekt inn á fundinn.

Hlynur ætlar að senda samantektina á formenn aðildarfélagana.

Samantektin verður lögð fram á Aðalfundi LSE 5. okt nk..

Gæðamál og staðar

Björn kynnir vinnu við staðla og gæðamál.

Eiríkur Þorsteinsson heldur utan um verkefnið, staðsettur í Nýsköpunarmiðstöð. Ætlunin er að búa til staðla fyrir úrvinnslu timburs og sameiginlegt fræðsluefni. Efnið verður svo kennslugögn í 4 daga námskeiði. Eiríkur langt kominn með það. Það sem helst vantar er:

- hvernig rækta skal gæða skóg

- staðla um ösp

- staðla um handverksefni.

Vinnuhópur er samansettur af: Björn B. Jónsson, Eiríkur Þorsteinsson, Björgvin Eggertsson, Ólafi Oddsson, Gústaf Jarl Viðarsson og Hlynur Gauti Sigurðsson . Fyrsti fundur hópsins er fyrirhugaður 19. feb nk.. Skógarvörðum og öðrum fagmönnum verður boðið að leggja mat á vinnuna þegar hún verður komin lengra á veg. Verið er að sækja styrki við framvindu verkefnisins.

Nýsköpun

Björn útskýrir og færir fundinum lesmál.

Ungur listamaður/iðnhönnuður og mikil áhugamaður um íslenska skóga, Björn Steinar Blumenstein, vill vinna með skógargeiranum við að þróa vöru/vörulínu úr íslensku timbri. Hönnuðurinn mun verða með kynningarbás í Hönnunarmars og flytur þar erindi við opnun um nýtingu íslensks viðar.

Björn Steinar hefur þegar fengið efni í þróunarvinnu frá Skógræktinni. Hann vill ólmur halda áfram vinnu af þessu tagi og stefnir á að skila vöru á markað innan árs. Enginn veit þó hver varan er.

Björn Steinar sækir um 200-300 þúsund króna styrk. Styrkurinn á að dekka laun umsækjanda fram yfir Hönnunarmars sem og útlagðan kostnað við sýninguna.

Tekið var vel í hugmyndir Björns Steinars. Styrkumsókn verður lögð fyrir stjórnarfundi LSE með tölvupósti á þriðjudaginn, 13.febrúar.

Mikilvægt að mynda hóp í kringum BSB til að fylgja verkefninu eftir og mynda tengslanet.

Landbúnaðarsýning

Björn minnir á Landbúnaðarsýningu sem fer fram 12. október í Laugardalshöllinni. Athuga hvernig vænlegt sé að koma skógarafurðum á framfæri á henni.

Framleiðnisjóður

Hrönn segir frá því að umsókn um styrk til viðarmagnsúttektar hefur verið tekin til afgreiðslu hjá Framleiðnisjóði. Ekki er búið að gera svör opinber.

Hádegishlé 12:30 – 13:10

Snæddur fiskur í mötuneyti Landbúnaðarháskóla Íslands.

Dagskrá eftir hádegi

Jóatrjáaræktun, næstu skref?

Fyrir fundinn var nokkurt lesefni. Hlynur hafði sent út póst á hagsmunaaðila og nokkur viðbrögð fengust. Svörin voru frá: Björn B. Jónsson, Pétur Halldórsson, Sólveig Jónsdóttir, María E. Ingvadóttir, Brynjar Skúlason, Sævar Hreiðarsson, Anna Guðmundsdóttir, Jóhann Þórhallsson, Bjarki Jónsson, Guðmundur H. Guðmundsson og Benjamín Örn Davíðsson. Ekki var farið nákvæmlega yfir lesefnið á fundinum.

Aftur að fundi.

 • Björn vill hrósa jólatrjáamörkuðum á landsvísu s.s. flugbjörgunarsveitum, Barra, Kjarna og Heiðmörk.

 • Sólveig á Vesturlandi hefur forystu-áhuga á jólatrjáamálum.

 • Fjölmargir einstaklingar eru kunnugir jólatrjáarækt og má telja til sérfræðinga.

 • Gunnar bendir á að jólatrjáaræktun svipar meira til garðyrkju en skógræktar.

 • Jóhann og Þröstur hafa átt samtal. Ef þetta væri falið Skógrætinni þá þarf framlag ekki að ná 97%, það mætti t.d. vera 40%

 • Begga bendir á kvæmaval, Jólatré í sérræktun eru nýleg á markaðnum. Gæðastaðlar, eða því sem næst, gæti nýst söluaðilum/kaupendum.

 • Jóhann veltir upp hugmynd með að vænlegra sé að beina orku/peningum á færri hendur frekar of margar, þannig næst frekar viðunandi árangur.

 • Björn leggur til að skipuð verði 4 manna nefnd (NSAU) til að halda utan um ræktun meðal skógarbænda. Skógræktin mun áfram veita ráð og vera sérfræðingar.

 • Begga. Sambærilegar hreyfingar verði meðal annarra framleiðenda og mynda samráð milli landshluta.

 • Björn leggur til að Formaður og framkvæmdastjóri hitti skógræktarstjóra og útskýri hagsmuni og vinni saman að uppbyggilegri lausn.

Lækkun grisjunarkostnaðar

 • Hlynur lýsir reynslu sinni af bilun (sbr. Millibilsjöfnun, Snemmgrisjun og Gisjun (ath. ekki fyrsta grisjun)) á Héraði. Þar leggur hann til að fara fyrr inn í skóga og auðvelda vinnuna með lækkaðri greiðslu á hektara. Á sama tíma verður svigrúm við að framkvæma bilunina breikkað með það fyrir augum að hægt sé að nálgast jólatré þegar við á.

 • Björn tekur undir með Hlyni. Hann bætir við öðruvísi módeli við ösp. Þetta þarf frekari útfærslu.

 • „Digra-Sigga“ er félag sem hefur verið stofnað um kaup og rekstur á vél sem Gunnar segir frá. Á Suðurlandi er komin vél sem að afkvistar og bútar niður tré sem hentar t.d. í asparreiti. Hefur hug á að nýta efniviðinn fyrir afurðamiðstöðina á Suðurlandi.

Afurðamiðstöð á Suðurlandi

Gunnar segir frá vinnu sem gengur út á að stofnsetja afurðamiðstöð á Suðurlandi. Forsendur eru að 100 milljónir gangi í félagið og þá yrði miðstöðin ekki skuldsett. Skógarbændur munu fá greitt fyrir efni sem þeir leggja til en fyrirkomulag á þeim kaupum á hráefni er þó ekki klárt.

Hrönn bendir á að lægsti hlutur í afurðamiðstöðinni sé 500 þúsund krónur og verið er að safna fjárfestum sem stendur. Ingvar Pétur er framkvæmdastjóri verkefnisins.

Bent er á að þar sem skýrslan sé unni fyrir opinbert fé skuli hún vera opinber og því aðgengileg öllum sem þess óska.

Líf í lundi

Unnið hefur verið að því að á Jónsmessu sé fyrirhugað að gera sameiginlegan skógardag á landsvísu. Þessi vinna hefur verið leidd af Skógaræktarfélagi Íslands. Hljótt hefur farið fyrir þessari vinnu og kom það flatt upp á bæði Björn og Jóhann þegar bréfleiðis barst til LSE bréf um þetta samstarf þar sem hvatt var til þess að taka þátt. Óánægja var á fundinum. Hugmyndin þótti ekki slæm, að sameinast um hátíð í skógi á landsvísu, en hvernig staðið var að undirbúningsvinnunni þótti ámælisvert. Jóhann og Brynjólfur hjá Skógaræktarfélagi Íslands ætla að tala saman á mánudaginn kemur.

FSV mætir á fund (14:00)

Til fundar komu tveir meðlimir stjórnar Félags skógarbænda á Vesturlandi, þau Bergþóra Jónsdóttir formaður og Guðmundur Sigurðsson gjaldkeri (Halla Guðmundsdóttir komst ekki vegna veðurs).

Margt var til umræðu en það sem bar helst á góma var helst þrennt.

 1. Afurða- og markaðsmál: Vonir eru bundnar við að niðurstöður úr viðarmangsmælingum gefi hugmynd um hvað koma skal. Hvar sé best að huga að afurðamiðstöð og í kjölfarið hvernig hátta á markaðsmálmum.

 2. Meðhöndlun jólatrjáa og utanumhald á sölu þeirra: Þörf er á stefnu og skipulagi við markaðsmál á jólatrjám, bæði á Vesturlandi sem annarsstaðar. Væntanlega getur framkvæmdarstjóri LSE haldið utan um þessi mál og upplýst stöðuna á heimasíðu skogarbondi.is .

 3. Umhirðunámskeið: Mikil þörf og há krafa er um nauðsyn þess að uppfræða skógarbændur á Vesturlandi um ungskógarumhirðu. Hlynur sér fyrir sér að koma að námskeiðshaldi í samvinnu við LBHI í apríl..

Fundarslit (16:00)

Fundarmenn héldu áleiðs til á flugvöllinn eða til síns heima. Á Hvanneyri hélt þó fundarsetan áfram.

Í kjölfar Skógarfangs-fundar var óformlegur stjórnarfundur FsV þar sem fundarmenn voru Bergþóra, Guðmundur og Hlynur. Þeim fundi lauk kl 18:00.

Skógarfang, 9 fundur, Símafundur​​

9 fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar,

Símafundur fimmtudaginn 22.mars 2018

Símanúmer á fundinn: 7557755, aðgöngunúmer 222 2222

Mætt voru: Benjamín Örn Davíðsson, Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, Björn B. Jónsson, Jóhann Gísli Jóhannsson, Gunnar Sverrisson og Hlynur Gauti Sigurðsson skráði fundinn.

Fundur hófst kl 11:10 og lauk 11:40

Dagskrá:

 • Gæðamál og staðar

 • Nýsköpun

 • Landbúnaðarsýning 2018

 • Styrkumsókn hafnað

 • Jólatrjáaræktun

 • Önnur mál, „Boðið heim í skóg“

Gæðamál og staðar

Björn og Hlynur hafa setið tvo fundi. Eiríkur Þorsteinsson leiðir vinnuna.

Mannvirkjastofnun: Fundarefni: Ösp sem byggingarefni. Fundarmenn frá Mannvirkjastofnun voru Björn, Jón og Benedikt. Aðrir fundarmenn voru: Eiríkur, Björn B. J. og Hlynur. Farið var yfir CC staðla og það sem fyrir er á Íslandi. Til eru staðar um burðarvið furu, lerki og greni. Óskað var eftir að vinna samskonar staðal fyrir ösp. Fundarmenn beina ósk til Staðlaráðs Íslands en lýsa ánægju með verkefnið. Björn og Hlynur eru búnir að senda bréf til Staðlaráðs.

IÐNÚ: Fundarefni: Kennsluefni fyrir nám í læsi á gæðatimbri. Fundarmenn frá IÐNÚ voru Heiðar Ingi og Völundur. Aðrir fundarmenn voru: Eiríkur, Björn B. J., Hlynur, Ólafur, Björgvin og Gústaf. Farið var inn á útgáfu á stöðlum og kennsluefnis. Von var á svörum frá Svíþjóð um hvort við mættum nota staðlana þeirra og íslenska þá. Ekki var farið nánar út í hvaða form kennsluefnis væri hentugt, en mögulega þarf að skoða aðra möguleika en bara bók.

Nýsköpun

Björn Steinar Blumenstein fékk 200.000 kr styrk frá LSE og samsvarandi frá Skógræktinni. Hann var með sýningu á HönnunarMars og erindi á setningunni í Hörpu sem hvorutveggja vakti mikla lukku. Sýningin sjálf var í Heiðmörk og stóð saman af verkum 23 innlendra sem erlendra hönnuða. Rúv sýndi verkefninu mikinn áhuga og fékk meðal annars góða umfjöllun hjá Gísla Marteini og í Menningarþættinum. Fjölmiðlar koma til með að fjalla meira um sýninguna og nú þegar hefur Björn fengið 6 blaðsíðna umfjöllun um síg í blaði HönnurnarMars.

Landbúnaðarsýning

LSE fær úthlutað 18 fermetra bás á Landbúnaðarýningunni og Skógræktin með 9 fm.

Styrkumsókn hafnað

Umsókn um styrk hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins vegna Viðarmagnsúttektar á landsvísu var hafnað. Sótt var eftir styrk að upphæð 22,5 milljónir og átti heildar fjármögnun verkefnisins að vera 49 milljónir. (frekari umfjöllun í fyrri fundargerðum.)