Vika 06 Kviður og tímaniður

February 10, 2018

Kolefnismál

Á Mógilsá átti ég mjög gott spjall við Arnór um kolefnismál og eignahald. Ég komst að því að sumt af þeirri vitneskju sem ég hafði þegar meðtekið var ekki alveg rétt... eins og ég segi, þetta er afar flókið. t.d. að árið 2026 er líklegt að mýrar veðri talin upp til "skatts" frá Brussel.

 

 

Utanumhald afurða á jörðum LSE

Á Mógilsá átti ég upplýsandi spjall við Siggu Júllu, Einari Gunn og Arnór þar sem umræðan var utanumhald yfir afurðir sem kæmu út úr skógum þeirra, seldra sem annara, vinnustundum eftir kynjum. Sigga sendi mér Excel skjal sem tekur á öllu þessu. Auk þess að senda þetta á bændu og biðja að fylla inn og færa svo í grunn svo Einar geti fært heildartölurnar í útgefið rit þá mun ég einnig senda út jólatrjáabón, þ.e.a.s. fá það nokkurnvegin hvað hver bóndi hyggst höggva mörg jólatré á markað á komnadi jólum. Þetta skjal þarf að vera komið í hendur fyrir lok mars. 

 

Sveitastjóarnmál

Á Mógilsá átti ég floott spjall við Siggu Júllu um sveitastjórnarmál. Það var ekki langt reyndar. verður vonandi rætt betur í næstu viku. 

 

KPMG-bókhald

María reddaði tilboði frá KPMG, flott. Hlynur leitaði þó ekki til annarra, en það þarf að leita annarsstaðar, síðar, ekki strax, nóg annað að hugsa um.

 

Viðamagnsúttekt

Boggi á Hvammi  hóf umræðuna. Átti löng ein innihaldsrík samtöl bæði við mig og mun fleiri. Mér finnst Boggi hafa helling til síns máls en að sama skapi vil ég alls ekki draga úr hvers lags uppgangi er varða skógrækt. 

 

Málið er: 

Á austurlandi höfðu Sherry og Hlynur ásamt fleirum, unnið yfirgripsmikla vinnu við umhirðumál á Héraðsskógasvæðinu. Þá var fjöli reita mældur í bak og fyrir. Þessir reiti á svo að nýta til að búa til meðhöndlunaráætlun, svipað eins og viðarmagnúttekt ætti að gera. Ekki bara það að vinna Héraðsskóga hafi veirð frábær (ekki bara að eigin sögn, HGS) heldur má vinna með nútíma tækni til að gera hlutina enn skilvirkari. LiDAR tækni. OG að endingu kemur framtíðin innan tíðar og það sem þarf að gera er að finna forritin til að vinna með fyrir framtíðina. Hlynur fór á Mógilsá á fund með Eddu og Arnóri um þetta. Haldið verður sama dampi en það er samt alltaf að svo mörgu að hyggja. Það eru nokkur mál varðandi þetta ósögð hér í þessum pistli, svo sem krónur og aurar. 

 

Skógarfang

Fimmtudagurinn var langur og biljóttur. Byrjaði hjá Atvinnuvegaráðuneyti og svo á Hvanneyri, sjá fundargerðir.

 

Skrifstofuaðstaða í höfn

Hlynur fékk skrifstofu á föstudaginn á Nýsköpunarmiðstöð, Keldnaholti. Endurgjaldslaust þar sem einungis er um tvær vikur að ræða. 

2. mars fæst aðstaða í Bændahöll, íha.

 

Fundargögn fyrir fyrirmannafund

Drjúg stund fór í að gera mikil fundargögn fyrir fundinn á bolludaginn kemur. nóg er að hugsa.

 

 

 

Ekki veit ég hvernig Hrönn komst yfir þetta djobb.

 

 

 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089