„Skógarfang“
Þriggja ára stefna og verkáætlun teymishóps um afurða- og markaðsmál skógræktar.
Samþykkt í stýrishópnum 4. maí 2017. Stýrihópinn skipa:
Hrönn Guðmundsdóttir teymisstjóri Gunnar Sverrisson Jóhann Gísli Jóhannsson Bergrún Anna Þorsteinsdóttir Björn Bjarndal Jónsson Gunnlaugur Guðjónsson
Landssamtök skógareigenda
Forgangsröðun í uppbyggingu markaðs- og afurðarmálum
➢ Byggja upp verðmæta auðlind og tryggja nægt framboð á hráefni. Til að það nái fram að ganga þurfa gróðursetningar að aukast svo ekki komi gat í virðiskeðjuna. ➢ Vinna nákvæma viðarmagnsgreiningu á landsvísu og fá raunhæfar niðurstöður um nýtanlegt magn viðar, bæði iðn og bolviðar. ➢ Skapa grundvöll fyrir grisjun skóga og hvetja skógarbændur til nýtingar á skógum sínum. (jafnvel kaupa standandi efni og vinna það á markað) ➢ Miðla upplýsingum um afurði á milli aðila, landssvæða og væntanlegra kaupenda. ➢ Hvetja skógarbændur að nýta allt efni sem skógurinn gefur til að skapa verðmæti. ➢ Auka skógarmenningu ➢ Byggja upp úrvinnslu skógarafurða, vöruþróun og markaðssetningu á skógarafurðum, viðarmiðlun og umboðssölu jólatrjáa og fl. ➢ Skapa skilyrði fyrir aðildarfélögin til að reka afurðarmiðstöð og viðamiðlun í sem flestum landshlutum. ➢ Stuðla að aukinni jólatrjáaræktun meðal skógarbænda. Óskað verður eftir að sú mikla fagþekking sem er innan Skógræktarinnar verði nýtt til ráðgjafar og fræðslu til þeirra sem stunda jólatrjáaræktun. Komið verði á formlegu sambandi jólatrjáaræktenda sem nýst getur m.a. í sameiginlegri markaðssetningu. ➢ Tryggja fræðslu um ýmsa þætti skógræktar eins og t.d umhirðu og grisjun. ➢ Sinna kynningarmálum m.a með virkri heima- og fésbókarsíðu með kynningarefni, stuttu fræðsluefni og örnámskeiðum (myndböndum). Auk þess að hafa upplýsingar um afurði og fl. ➢ Vinna með skógarbændum, sérfræðingum og hönnuðum að vöru og framleiðsluþróun til að skapa sölu og samkeppnishæfa vöru. Skógræktin: Markmið Skógræktarinnar í afurða- og markaðsmálum:
a. Að byggja upp samstarf innan skógargeirans til að samhæfa getu á sviði markaðs- og sölumála með áherslu á að tryggja að markaðshlutdeild íslenskrar framleiðslu haldist í takti við aukna innlenda framleiðslu timburs og annarra skógarafurða. Skógræktin gegni fyrst og síðast frumkvæðis- og samræmingarhlutverki á þessu sviði og dragi sig hvorki of snemma né of seint til hlés þegar markaður hefur myndast.
b. Að efla þekkingu, þróa tækni og aðferðir á allri virðiskeðju skógarafurða, þ.e. frá skógi til neytenda.
c. Að nýta reynslu annarra þjóða og fylgjast með þróun markaðs- og sölumála meðal samstarfsþjóða.
Til að ofangreind markmið náist leggur Skógræktin áherslu á að:
• leiða saman skógargeirann til að vinna sameiginlega að markaðs- og sölumálum, • skógargeirinn vinni a.m.k. að eftirfarandi verkefnum: ➢ móta stefnu um nýtingu afurða og helstu markaðsáherslna, ➢ þróa og kynna nýtingarmöguleika timburs úr íslenskum skógum s.s. ýmiss konar notkun á lífmassa, timbri til bygginga, úrvinnslu ýmissa efna o.s.frv., ➢ þróa annars konar nýtingu skóga en viðarnytja, t.d. á sviði útivistar eða sem áningarstaða í ferðaþjónustu.
Helstu markmið teymishóps um afurða- og markaðsmál skógræktar
1. Undirbúa þarf markvisst skipulag og framtíðastefnu afurða- og markaðsmála skógræktar til langs tíma. 2. Gerð verði viðarmagnsgreining á landsvísu um nýtanlegt magn viðar. 3. Upplýsingar um afurða- og markaðsmál skógræktar verða aðgengilegar á netmiðlum. 4. Skógarfang stefnir að stóraukinni fræðslu um umhirðu skóga, grisjun og úrvinnslu skógarafurða. 5. Auka samstarf aðila um kynningarátak "afurðir skógarins". 6. Unnið verði að gæðamálum og gæðastýringu. 7. Vöru- og framleiðsluþróun skógarnytja verði efld. 8. Grisjunarkostnaður verði skoðaður með lækkun að leiðarljósi. 9. Jólatrjáarækt - marka stefnu í ræktun og sölu á jólatrjám. 10. Stýrihópurinn leggur mikla áherslu á að funda reglulega með hagsmunaaðilum í skógrækt og þeim sem eru í úrvinnslu skógarafurða. 11. Fundir í teymishópnum verða haldnir reglulega. 12. Yfirlit teymishóps verði lagt fram árlega. Leiðir að markmiðum í stefnu og verkáætlun „Skógarfangs"
1. Teymishópur LSE og Skógræktar vinni markvisst að skipulagi og sameiginlegri framtíðastefnu afurða- og markaðsmála skógræktar til langs tíma. Teymishópurinn er skipaður þremur fulltrúum skógareigenda og þremur fulltrúum Skógræktar og hefur vinnuheitið „Skógarfang“.
2. Mjög brýnt er að gera viðarmagnsgreiningu á landsvísu um nýtanlegt magn viðar. Reynt verði að ljúka frumvinnu fyrir október n.k., (er það ekki of knappur tími) en lokaskýrsla verði lögð fram í október 2018. Sú leið verði skoðuð að fengnir verða nemendur til að vinna greiningarvinnu í samstarfi við Mógilsá og aðra þá sem búa yfir gagnlegum upplýsingum um nýtanlegt viðarmagn í skógum landsins. 3. Komið verði upp greinagóðum og samræmdum upplýsingum um afurða- og markaðsmál skógræktar á heima- og fésbókarsíðum LSE. Sömuleiðis verði heimasíðan www.skogur.is endurskoðuð með tilliti til kynningar og sölu á skógarafurðum. Lögð er áhersla á að innstreymi efnis á heimasíður verður stöðugt.
4. Lykillinn að því að nægt timbur fáist til úrvinnslu næstu árin er góð umhirða í skógum og þekking í grisjun og úrvinnslu. Mikilvægt er því að stórauka fræðslu um umhirðu skóga, grisjun og úrvinnslu skógarafurða. Stýrihópurinn setur sér það markmið að á hverju ári, vor og haust, verð boðið uppá námskeið með fyrrgreindu þema í samstarfi við Skógræktina, skógarbændur, LbhÍ o. fl.
5. Komið verður á víðtæku samstarfi margra aðila um kynningarátak "afurðir skógarins". Lagt er til að átakið verði sýnilegt í júnímánuði hvert ár og eins í desember sem verður tengt sölu á jólatrjám. Stefnt að myndun markaðsteyma í hverjum landshluta sem sér um skógaruppákomur og annað sem nýst getur í kynningu á skógarafurðum.
6. Gæðamál og gæðastýring / staðlar m.m. Skoðuð verðu sú leið að vinna þetta verkefni í samstarfi við háskóla, t.d. Bifröst, HR og LbhÍ. Skoðuð verði í október 2018, en endurskoðuð árlega.
7. Vöru- og framleiðsluþróun skógarnytja. Teymishópurinn leggur áherslu á að Skógræktin og LSE skipi sameiginlegan vinnuhóp um vöruþróun úr skógarafurðum og komi einnig með tillögu til teymishópsins um þróun í framleiðslu skógarnytja og fræðslu fyrir frumkvöðla.
8. Grisjunarkostnaður - leiðir til lækkunar. Síðustu ár hefur markaðsverð á timbri verið vel við unandi hér á landi. Kostnaður við grisjun hefur aftur á móti verið ofan við ásættanleg mörk. Stýrihópurinn leggur á það 6 Áherslu að unnið verði markvist að leiðum til að lækka þennan kostnað, ásamt lækkun á útkeyrslukostnaði á timbri úr skógum. Frumvinnu skal lokið fyrir október 2018 þar sem lagðar verða fram tillögur til úrbóta.
9. Jólatrjáarækt - marka stefnu í ræktun og sölu á jólatrjám. Komið verði á formlegu sambandi jólatrjáaræktenda sem nýst getur m.a. í sameiginlegri markaðssetningu. Vinnu við að marka stefnu í ræktun og sölu á jólatrjám verði lokið í október 2017.
10. Stýrihópurinn leggur mikla áherslu á að funda reglulega með hagsmunaaðilum í skógrækt og þeim sem eru í úrvinnslu skógarafurða. Það verður gert í tengslum við fundi stýrihópsins.
11. Fundir í teymishópnum verða haldnir reglulega, bæði á Starleaf tölvufundum og á hefðbundnum fundum sem verða dreifðir um landið eins og unnt er. Fundir verða haldnir fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði haust, vetur og vor (desember undanskilinn). StarLeaf fundir verða klukkan tíu að morgni.
12. Yfirlit teymishóps um afurða- og markaðsmál skógræktar verði unnið og lagt fram árlega á aðalfundi LSE og birt í ársriti Skógræktarinnar
“Skógarfang” Þriggja ára ferli við undirbúning framtíðarstefnu í afurða- og markaðsmálum skógræktar.