Skógarfang 2017

Fundur sýrihóps,​​ 1 fundur

Fundur stýrihóps um afurðir og markaðsmál skógræktar

haldinn í Hallormsstað 9. febrúar 2017 klukkan 9:30

Fundargerð

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Hrönn Guðmundsdóttir og Gunnar Sverrisson frá LSE og Björn B Jónsson, Bergrún Anna Þorsteinsdóttir og Gunnlaugur Guðjónsson frá Skógræktinni.

1. Setning. Jóhann Gísli Jóhannsson setti fundinn og bauð fundargesti velkomna og gekk til dagskrár.

2. Stefna LSE í afurða- og markaðsmálum. Hrönn Guðmundsdóttir fór yfir stefnu LSE í afurðar og markaðsmálum. Stefna LSE fylgir með sem viðauki.

3. Stefna Skógræktarinnar í afurða- og markaðsmálum. Björn B Jónsson fór yfir stefnu Skógræktarinnar í markaðs og afurðarmálum. Hann er nýtekin við starfi sem verkefnastjóri í afurða og markaðsmálum Skógræktarinnar. Hans fyrsta verk var að lista upp alla þá aðila um land allt sem eru að vinna á einhvern hátt úr efni úr skógi bæði viði og aðrar nytjar. Alla þessa aðila kemur hann til með að heimsækja og kynna sér þá starfssemi sem er í gangi svo hægt verið að miðla þessum upplýsingum áfram.

4. Verkáætlun. Björn lagði fram þriggja ára verkáætlun verkefnastjóra Skógræktarinnar í afurðar- og markaðsmálum skógræktar. Verkáætlunin miðar að því að móta vinnu í afurða og markaðsmálum, kortleggja þátttakendur og væntanlega þátttakendur í úrvinnslu, lista upp og funda með hagsmunaaðilum, skipuleggja fræðslu og kynningarmál, móta stefnu um nýtingu, vinna að stöðlum fyrir gæðamál og margt fleira.

5. Starf stýrihópsins. Markmið og leiðir. Rætt var um hugtakið teymi. Teymið er fámennur hópur einstaklinga sem sameinar krafta sína og þekkingu til að vinna að sameiginlegum markmiðum. Mikilvægt er að einn haldi utan um vinnu hópsins og verið skipaður teymisstjóri. Hrönn Guðmundsdóttir er skipaður teymisstjóri.

Hópurinn þarf að marka sér stefnu til næstu ára um störf stýrihópsins, markmið og leiðir. Mikilvægt er að setja sér tímaramma.

Þröstur lagði áherslu við skipan teymisins að fundið yrði gott nafn á teymið, hugmynd um nafnið „Skógarfang“ kom upp og ákveðið var að á næsta fundi komi teymið með hugmyndir og veldi nafn.

Gunnlaugur nefndi að teymið horfi á hvað er verið að gera í úrvinnslu í dag. Hann nefndi að hjá Skógræktinni er verið að vinna kurl til Elkem, arinvið og jólatré og svo sérverkefni sem er bolviður og fl. ca 20 m3. Skoða þarf hvað er hægt að auka þetta mikið á ári og fá þá fleiri að borðinu og hvetja skógarbændur til að vinna t.d arinvið til að selja.

Gæðamálin þurfa að vera í lagi. Við framleiðslu á eldivið þarf að þurrka hann niður fyrir 20% og gæta þess að hann sé ekki fúinn. Fyrirtæki þurfa að gera samninga til lengri tíma svo það verði samfella í sölunni. Ef það er framleitt fram í tímann geymt í grindum úti undir skýli svo hann blotni ekki þá næst að þurrka viðinn niður fyrir 20% á nokkrum mánuðum. Þarf ekki að þurrka í þurrklefa.

Nú er vöntun á arinvið. Er hægt að þróa þann markað áfram.

Farið var yfir ýmis mál er varðar grisjun og útkeyrslu. Einnig um ýmis tæki og verkefni varðandi úrvinnslu og fl.

Gunnlaugur upplýsti að viðræður hafa verið í gangi við PCC Kísilmálmverksmiðjuna á Bakka. Þeir vilja kaupa bolina og kurla sjálfir. Hægt er að semja um víkjandi fragt sem er helmingi ódýrari en önnur fragt.

Í gildi er 10 ára samningur við Elkem upp á 530 milljónir króna.

Farið var yfir grisjun og efnissölu til Elkem. Rætt var um að dregin verði 200 km radíus til hráefnisöflunar en ekki keyra landshornanna á milli með efni. Kostnaður við flutning er frá 350 til 500 kr. pr. km. Jóhann Gísli nefndi hvort efni sem færi annars í Elkem hvort hægt væri að nýta einhvern hluta af betri við í verðmætari verkefni. Upplýst var að Skógræktin hefur getað tekið ca 10 % af grisjunarefni í flettivið en það fer að vísu eftir því hvað er verið að grisja. Rætt var um mikilvægi þess að nýta alla möguleika sem eru í dag en vera tilbúin í önnur verðmætari verkefni.

Mikið af við sem til fellur er vaxin upp úr þeirri stærð sem passar fyrir kurlarann en ef er horft til þess að reyna að selja það efni í brennslu þarf stærri kurlara.

Umræða skapaðist um ýmsa aðila sem er að vinna úr við meðal annars fyrirtæki á Eskifirði sem býr til flís úr brettum og selur sem undirburð undir hross, Skógarafurðir ehf í Fljótsdal sem vinnur panel, borðvið, smíðavið, arinvið, undirburð undir dýr og margt fleira, aðila sem býr til girðingastaura úr lerki og ýmsa fleiri. Ljóst er að margir eru að vinna skógarafurðir og mikilvægt er að afla upplýsingar um hvað er að gerast í raun og hverjir eru að vinna afurði úr skógum.

6. Úrvinnsla í Hallormsstað skoðuð

Þór Þorfinnsson skógarvörður og Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður gengu um með teyminu og kynnti þá úrvinnslu sem er í gangi hjá Skógræktinni í Hallormsstað. Margt áhugavert var að sjá og spennandi.

7. Næsti fundur og fundarslit

Rætt var um að hægt væri að setja upp fund með stuttum fyrirvara í „StarLeaf“ á skjáfundi. Lagt var til stofna grúppu á facebook. Hrönn stofnar grúppuna og býður teyminu.

Björn lagði til að yfirlit LSE yrði sent á teymið og valið úr því efni til að vinna áfram.

Gulli nefndi að kynna verkefnið varðandi kyndistöðina og segja frá að verið er að kaupa efni frá skógarbændum úr fyrstu grisjun og selja í kyndistöðina. Styrkurinn notaður til að koma þessu á. Gott væri að fá mælingar á verkefninu.

Skoða hvort ætti að bæta við fulltrúa frá Skógræktarfélaginu þá frá öðrum landshluta. LSE ræðir það á stjórnarfundi.

Hugmynd að á næsta fundi í Reykjavík að við heimsækjum Skógræktarfélag Reykjavíkur.

Hugmynd að heyrast á starlíf eftir hálfan mánuð. Gunnlaugur ætlar að taka saman tölur varðandi vörur og sölu.

Hrönn og Björn taka úr áherslum LSE í úrvinnslu og afurðarmálum og leggja fyrir næsta fund teymisins til að vinna áfram. Bergrún tekur saman upplýsingar um hönnun og handverk.

Lagt til að kalla eftir upplýsingum um magn afurða frá þeim sem eru að vinna úr skógi.

Næsti fundur 22. mars klukka 10,30.

Fundur sýrihóps,​​​​ 2 fundur

Fundur stýrihóps um afurðir og markaðsmál skógræktar haldinn í

Betri stofunni í Bændahöllinni

miðvikudaginn 22. mars 2017 klukkan 10,30

Dagskrá fundarins:

 1. Hugmyndir að forgangsröðun í uppbyggingu markaðs- og afurðarmálum skógarbænda HG/BBJ. Lagt var fram skjal með hugmyndum um forgangsröðun á verkefnum í afurðarmálum. Skjalið var unnið upp úr áherslum LSE í afurðar og markaðsmálum. Skjalið fyrlgir með sem viðauki við fundargerðina.

 1. Stefna teymisins vegna afurðar- og markaðsmála skógræktar og tímarammi. BBJ

Björn lagið fram tilllögu að stefnu og verkáætlun teymishópsins um afurðar- og markaðsmál skógræktar. Tillagan var unnin að hluta til upp úr skjalu um forgangsröðun í uppbyggingu markaðs- og afurðarmálum skógræktar. Farið var yfir tillöguna lið fyrir lið og þeir ræddir.

Samþykkt var að vinna áfram að tillögunni og leggja fram kostnaðaráætlun á næsta fundi. Tillagan fylgir með í viðauka við fundargerðina.

Umræður sköpuðust um tillöguna. M.a var rætt var um að gott væri að fá stjórnir aðildarfélaganna á fund með teyminu til að upplýsa þau um þessi mál og fá þeirra sjónarmið. Einnig var rætt um að setja efni á félsbókarsíðnuna og adda sem flestum þar inn.

Á skógur.is er vefsjá með kortum sem veita upplýsingur um skóga bæði ræktaða og náttúrulega. Auka má aðgengi að upplýsingum er varðar viðarvöxt og kolefnisbindingu, allir eru að tala um loftlagsmálin en það vantar að setja hendina á þetta og gera þetta skiljanlegt fyrir alla.

 1. Vörur og sala. Upplýsingar frá Skógræktinni GG

Gunnlaugur lagði fram skýrlsu með upplýsingum um vörur og sölu afurða hjá Skógræktinni. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.skogur.is . Hann sagið að alltaf er vrið að spyrja um efni í utanhúsklæðningar. Í gangi var vinna með Heiðingjunum um ásatrúahof á Austurlandi. Sú vinna stóð yfir í 2 ár og búið var að setja niðru efnismagn í hofið, en þegar til kom var efnislistinn þrefalt stærri og ekki hægt að skaffa svo mikið efni. Verkefnið er á bið þar til samningur liggur fyrir og þá er hægt að vinna efnið í hofið.

Í maí verður farið að afgreiða efni til Elkem.

PPC hefur fengið verð í efni til að kurla og eru ekki búin að svara. Stefnt er að því að kveikja á ofninum í desember. Efnið sem nýtt verður í hjá PPC þarf að vera 40% blautt og það gæti tekið allt að þrem mánuðum að afgreiða magnið sem þeir þurfa.

Mikil eftirspurn er eftir arinnvið. Allt selst sem framleitt er. Birki og fura er notað en efnið þarf að vera þurrt. Verð fyrir arinvið stendur undir grisjun og hækkar árlega samkvæmt vísitölu. Eftirspurnin er umfram sölu því er engin samkeppni og allir geta selt.

 1. Hönnun og handverk, samantekt BAÞ.

Bergrún Arna fór yfir upplýsingar úr ársskýrslum Skógræktainnar frá 1996 til 2016 sem sýndi magn efnis í fastrúmmetrum í Hallormsstað og sýndi niðurstöður í súlum hvar ár fyrir sig. Niðurstaðan er að ekki er um mikið efni að ræða og ef það kæmi stór pöntun í borðvið þá gæti Skógræktin í Hallormsstað ekki afgreitt það því efnið er ekki til. Og ef lengdir fara yfir 2 metra er erfitt að vinna það.

 1. Sala á efni úr fyrstu grisjun, verkefni með Kyndistöðinni á Austurlandi. JGJ/GG

Styrkur fékkst til að vinna með skógarbændum á Austurlandi að því að draga út efni úr fyrstu grisjun, kurla og selja í kyndistöðina. Fjármagnið fór í gengum Skógræktina og búið er að semja við skógarbændur á Strönd, Skógræktin greiðir skógarbóndanum fyrir efnið og fyrir vinnu við kurlun og akstur. Búið er að kurla 390 m3 af efni sem er einn þriðji af þörfinni á ári. Það er einhverjir lausir endar sem eftir er að ganga frá s.s greiða FSA fyrir vinnu sem félagið innti af hendi. Eitthvað er eftir að styrknum og enn er til efni Strönd sem hægt væri að kurla.

 1. Magn afurða frá aðilum sem eru að vinna úr skógi. LSE er að safna saman upplýsingum um sölu skógarafurða hjá skógarbændum. Endanlegar upplýsingar liggja ekki fyrir en töluvert magn af jólatrjám voru seld fyrir jóli 2016 úr framleiðslu skógarbænda. Einnig eru að berast upplýsingar um aðrar vörur eins og t.d girðingastaura og arinvið. Einhver aukning er á milli ára er varðar jólatrjáasölu og spennandi verður að sjá aukningu á sölu afurða hjá skógarbændum í næstu framtíð.

 1. Hugmyndir að nafni teymisins, „vinnuheitið er „Skógarfang“ málinu frestað til næsta fundar

 1. Önnur mál. Ákveðið var að haldnir verið fundir í teyminu fyrsta fimmtudag hvers mánaðar á starleaf eða að hittasts. Starleaffundir hefjast kl 10.00. Næstu fundur verður haldinn 6 apríl kl 10.00 í gegnum starleaf.

 1. Heimsókn til Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk. Gústaf Jarl Viðarsson tók á móti teyminu og sýndi framleiðslu á viðarafurðum hjá Skógræktarfélaginu. Helstu afurðir eru arinviður, kurl, borðviður og fl.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl 15,30

Fundur sýrihóps,​​​​ 3 fundur

3 fundur í teymi um afurða og markaðsmál skógræktar.

Haldinn 6. apríl 2017 kl. 10,00

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Gunnar Sverrisson, Gunnlaugur Guðjónsson, Bergrún Anna Þorsteinsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir. Björn B. Jónsson var fjarverandi.

 1. Tillaga að stefnu og verkáætlun teymishópsins. Farið vari yfir helstu marmið stefnunnar lið fyrir lið. Lagðar voru fram nokkrar breytingar á orðalagi auk þess sem samþykkt var að leggja til að sameina lið 8 og 10 og senda á teymið til yfirlestrar. Leggja svo stefnuna í heild sinni fyrir næsta fund.

 2. Leiðir að markmiðum. Umræða skapaðist um leiðri að markmiðum og nokkrar athugasendir gerðar. Samþykkt að breytingarnar verið settar inn í skjalið og það sent á teymið til skoðunar og afgreitt á næsta fundi.

 3. Greining á kosnaðarliðum, umræða. Einstök verkefni koma til með að vinnast af sérfræðingum og önnur sem nemendaverkefni. Ræða þarf við Skógræktina og Rannsóknarstöðina á Mógilsá um samvinnu við viðarmagnsúttek. Einnig þarf að gera samning við nemanda um verkefni varðandi gæðastaðal. Gunnlaugi var falið að ræða við Skógræktina um samstarf og kostnað við viðarmagnsúttekt á landsvísu. Hrönn var falið að afla upplýsingar hjá áðildarfélögunum viðarmagnsúttektir á þeim svæðum sem eru farin af stað. Hrönn var falið að kanna heimasíður háskólanna um möguleika á samstarfi um nemendaverkefni vegna gæðastaðla. Þessar upplýsingar verð lagðar fyrir næsta fund.

Í tillögunni um stefnu í afurðar og markaðsmálum er rætt um að grisjunarkostnaður veri skoðaður með lækkun að leiðarljósi. Gunnar kemur með á næsta fund kostnað vegna grisjunar í Hrosshaga fyrir tveimur árum og Gunnlaugurkemur með tölur um grisjun á vegum Skógræktarinnar fyrir næsta fund.

 1. Önnur mál.

Næsti fundur verður 4 maí og hugmynd að halda hann í Skagafirði og heimsækja skógarbændur á Silfrastöðum sem eru að vinna úr við.

Ekki fleyra gert og fundi slitið kl 12,10

Fundur sýrihóps,​​​​ 4 fundur​​

4. fundur í teymi um afurða og markaðsmál skógræktar.

Haldinn 4. maí 2017 kl. 12:00 – 15:30.

Heimsókn að Silfrastöðum og úrvinnsla á viðarafurðum skoðuð.

 1. Tillaga að stefnu og verkáætlun lögð fram til umræðu og samþykktar.

Björn fór yfir þær breytingar sem hefur orðið á tillögu að stefnu um afurða og markaðsmál skógræktar. Eftir síðustu yfirferð hefur bæst við stefna skógræktar inn í plaggið, þ.e.a.s. er ekki lengur tillaga að stefnu heldur þriggja ára stefna og verkáætlun teymishópsins. Farið var vel yfir verkáætlunina sem unnið verður eftir og þriggja ára ferli við undirbúning framtíðarstefnu í afurðar og markaðsmálum skógræktar. Um leið og búið er að samþykja stefnuna þá er hægt að vinna samkvæmt skemanu á síðu 6 í stefnu í afurðar og markaðsmálum skógræktar.

Ýmsir þættir stefnunnar ræddir meðal annars að teymisstjóri safnar saman upplýsingum og grunnvinnu fyrir hvern ramma í skemanu og geymir á tölvutæku formi til nota í áframhaldandi vinnu. Samþykkt var að Hrönn og Björn renndi yfir stefnuna og kanna hvort allar athugasemdir væru komnar inn. Senda síðan á hópinn og fá rafrænt samþykki fyrir stefnunni. Að lokum senda stefnuna á stjórn LSE og framkvæmdaráð Skógræktar. Teymið vinnur strax eftir verkáætluninni.

Upplýsingar á heimasíður þarf að vinnast í samvinnu við Pétur Halldórsson.

Kynningarátak „afurðir skógarins“ Björn vinnur þetta áfram og upplýsir teymið á næsta fundi.

Grisjunarkostnaður og leiðir til lækkunar. Búið er að fara í útboð á fjórum jörðum og í haust verður hægt að sjá raunhæfara tölur í grisjunarkostnað. Niðurstaðan verður kynnt teyminu.

Gunnar kynnti niðurstöður útboðs í grisjunar og útkeyrslukostnað í Hrosshaga.

Gulli sendi upplýsingar um kostnað á grisjun og útkeyrslu sem Skógræktin greiðir.

Fræðslumál eru ofarlega í huga teymisins og er stefnt að því að fá Ólaf Oddsson fræðslufulltrúaSkógræktarinnar inn á fund með teyminu til að ræða fræðslumál og forgangsröðun.

Rætt var um að mikilvægt sé að koma á samræmdu kynningarátaki á landsvísu í líkingu við skógardaginn mikla á Austurlandi. Uppi er hugmynd um að halda námskeið um hvernig slík kynning fer fram.

Teymið stefni að því að vera komin með langtímaáætlun í janúar 2020.

 1. Samstarf við Mógilsá um viðarmagnsúttekt á lan