top of page

Skógarfang 2017

Fundur sýrihóps,​​ 1 fundur

Fundur stýrihóps um afurðir og markaðsmál skógræktar

haldinn í Hallormsstað 9. febrúar 2017 klukkan 9:30

Fundargerð

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Hrönn Guðmundsdóttir og Gunnar Sverrisson frá LSE og Björn B Jónsson, Bergrún Anna Þorsteinsdóttir og Gunnlaugur Guðjónsson frá Skógræktinni.

1. Setning. Jóhann Gísli Jóhannsson setti fundinn og bauð fundargesti velkomna og gekk til dagskrár.

2. Stefna LSE í afurða- og markaðsmálum. Hrönn Guðmundsdóttir fór yfir stefnu LSE í afurðar og markaðsmálum. Stefna LSE fylgir með sem viðauki.

3. Stefna Skógræktarinnar í afurða- og markaðsmálum. Björn B Jónsson fór yfir stefnu Skógræktarinnar í markaðs og afurðarmálum. Hann er nýtekin við starfi sem verkefnastjóri í afurða og markaðsmálum Skógræktarinnar. Hans fyrsta verk var að lista upp alla þá aðila um land allt sem eru að vinna á einhvern hátt úr efni úr skógi bæði viði og aðrar nytjar. Alla þessa aðila kemur hann til með að heimsækja og kynna sér þá starfssemi sem er í gangi svo hægt verið að miðla þessum upplýsingum áfram.

4. Verkáætlun. Björn lagði fram þriggja ára verkáætlun verkefnastjóra Skógræktarinnar í afurðar- og markaðsmálum skógræktar. Verkáætlunin miðar að því að móta vinnu í afurða og markaðsmálum, kortleggja þátttakendur og væntanlega þátttakendur í úrvinnslu, lista upp og funda með hagsmunaaðilum, skipuleggja fræðslu og kynningarmál, móta stefnu um nýtingu, vinna að stöðlum fyrir gæðamál og margt fleira.

5. Starf stýrihópsins. Markmið og leiðir. Rætt var um hugtakið teymi. Teymið er fámennur hópur einstaklinga sem sameinar krafta sína og þekkingu til að vinna að sameiginlegum markmiðum. Mikilvægt er að einn haldi utan um vinnu hópsins og verið skipaður teymisstjóri. Hrönn Guðmundsdóttir er skipaður teymisstjóri.

Hópurinn þarf að marka sér stefnu til næstu ára um störf stýrihópsins, markmið og leiðir. Mikilvægt er að setja sér tímaramma.

Þröstur lagði áherslu við skipan teymisins að fundið yrði gott nafn á teymið, hugmynd um nafnið „Skógarfang“ kom upp og ákveðið var að á næsta fundi komi teymið með hugmyndir og veldi nafn.

Gunnlaugur nefndi að teymið horfi á hvað er verið að gera í úrvinnslu í dag. Hann nefndi að hjá Skógræktinni er verið að vinna kurl til Elkem, arinvið og jólatré og svo sérverkefni sem er bolviður og fl. ca 20 m3. Skoða þarf hvað er hægt að auka þetta mikið á ári og fá þá fleiri að borðinu og hvetja skógarbændur til að vinna t.d arinvið til að selja.

Gæðamálin þurfa að vera í lagi. Við framleiðslu á eldivið þarf að þurrka hann niður fyrir 20% og gæta þess að hann sé ekki fúinn. Fyrirtæki þurfa að gera samninga til lengri tíma svo það verði samfella í sölunni. Ef það er framleitt fram í tímann geymt í grindum úti undir skýli svo hann blotni ekki þá næst að þurrka viðinn niður fyrir 20% á nokkrum mánuðum. Þarf ekki að þurrka í þurrklefa.

Nú er vöntun á arinvið. Er hægt að þróa þann markað áfram.

Farið var yfir ýmis mál er varðar grisjun og útkeyrslu. Einnig um ýmis tæki og verkefni varðandi úrvinnslu og fl.

Gunnlaugur upplýsti að viðræður hafa verið í gangi við PCC Kísilmálmverksmiðjuna á Bakka. Þeir vilja kaupa bolina og kurla sjálfir. Hægt er að semja um víkjandi fragt sem er helmingi ódýrari en önnur fragt.

Í gildi er 10 ára samningur við Elkem upp á 530 milljónir króna.

Farið var yfir grisjun og efnissölu til Elkem. Rætt var um að dregin verði 200 km radíus til hráefnisöflunar en ekki keyra landshornanna á milli með efni. Kostnaður við flutning er frá 350 til 500 kr. pr. km. Jóhann Gísli nefndi hvort efni sem færi annars í Elkem hvort hægt væri að nýta einhvern hluta af betri við í verðmætari verkefni. Upplýst var að Skógræktin hefur getað tekið ca 10 % af grisjunarefni í flettivið en það fer að vísu eftir því hvað er verið að grisja. Rætt var um mikilvægi þess að nýta alla möguleika sem eru í dag en vera tilbúin í önnur verðmætari verkefni.

Mikið af við sem til fellur er vaxin upp úr þeirri stærð sem passar fyrir kurlarann en ef er horft til þess að reyna að selja það efni í brennslu þarf stærri kurlara.

Umræða skapaðist um ýmsa aðila sem er að vinna úr við meðal annars fyrirtæki á Eskifirði sem býr til flís úr brettum og selur sem undirburð undir hross, Skógarafurðir ehf í Fljótsdal sem vinnur panel, borðvið, smíðavið, arinvið, undirburð undir dýr og margt fleira, aðila sem býr til girðingastaura úr lerki og ýmsa fleiri. Ljóst er að margir eru að vinna skógarafurðir og mikilvægt er að afla upplýsingar um hvað er að gerast í raun og hverjir eru að vinna afurði úr skógum.

6. Úrvinnsla í Hallormsstað skoðuð

Þór Þorfinnsson skógarvörður og Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður gengu um með teyminu og kynnti þá úrvinnslu sem er í gangi hjá Skógræktinni í Hallormsstað. Margt áhugavert var að sjá og spennandi.

7. Næsti fundur og fundarslit

Rætt var um að hægt væri að setja upp fund með stuttum fyrirvara í „StarLeaf“ á skjáfundi. Lagt var til stofna grúppu á facebook. Hrönn stofnar grúppuna og býður teyminu.

Björn lagði til að yfirlit LSE yrði sent á teymið og valið úr því efni til að vinna áfram.

Gulli nefndi að kynna verkefnið varðandi kyndistöðina og segja frá að verið er að kaupa efni frá skógarbændum úr fyrstu grisjun og selja í kyndistöðina. Styrkurinn notaður til að koma þessu á. Gott væri að fá mælingar á verkefninu.

Skoða hvort ætti að bæta við fulltrúa frá Skógræktarfélaginu þá frá öðrum landshluta. LSE ræðir það á stjórnarfundi.

Hugmynd að á næsta fundi í Reykjavík að við heimsækjum Skógræktarfélag Reykjavíkur.

Hugmynd að heyrast á starlíf eftir hálfan mánuð. Gunnlaugur ætlar að taka saman tölur varðandi vörur og sölu.

Hrönn og Björn taka úr áherslum LSE í úrvinnslu og afurðarmálum og leggja fyrir næsta fund teymisins til að vinna áfram. Bergrún tekur saman upplýsingar um hönnun og handverk.

Lagt til að kalla eftir upplýsingum um magn afurða frá þeim sem eru að vinna úr skógi.

Næsti fundur 22. mars klukka 10,30.

Fundur sýrihóps,​​​​ 2 fundur

Fundur stýrihóps um afurðir og markaðsmál skógræktar haldinn í

Betri stofunni í Bændahöllinni

miðvikudaginn 22. mars 2017 klukkan 10,30

Dagskrá fundarins:

 1. Hugmyndir að forgangsröðun í uppbyggingu markaðs- og afurðarmálum skógarbænda HG/BBJ. Lagt var fram skjal með hugmyndum um forgangsröðun á verkefnum í afurðarmálum. Skjalið var unnið upp úr áherslum LSE í afurðar og markaðsmálum. Skjalið fyrlgir með sem viðauki við fundargerðina.

 1. Stefna teymisins vegna afurðar- og markaðsmála skógræktar og tímarammi. BBJ

Björn lagið fram tilllögu að stefnu og verkáætlun teymishópsins um afurðar- og markaðsmál skógræktar. Tillagan var unnin að hluta til upp úr skjalu um forgangsröðun í uppbyggingu markaðs- og afurðarmálum skógræktar. Farið var yfir tillöguna lið fyrir lið og þeir ræddir.

Samþykkt var að vinna áfram að tillögunni og leggja fram kostnaðaráætlun á næsta fundi. Tillagan fylgir með í viðauka við fundargerðina.

Umræður sköpuðust um tillöguna. M.a var rætt var um að gott væri að fá stjórnir aðildarfélaganna á fund með teyminu til að upplýsa þau um þessi mál og fá þeirra sjónarmið. Einnig var rætt um að setja efni á félsbókarsíðnuna og adda sem flestum þar inn.

Á skógur.is er vefsjá með kortum sem veita upplýsingur um skóga bæði ræktaða og náttúrulega. Auka má aðgengi að upplýsingum er varðar viðarvöxt og kolefnisbindingu, allir eru að tala um loftlagsmálin en það vantar að setja hendina á þetta og gera þetta skiljanlegt fyrir alla.

 1. Vörur og sala. Upplýsingar frá Skógræktinni GG

Gunnlaugur lagði fram skýrlsu með upplýsingum um vörur og sölu afurða hjá Skógræktinni. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.skogur.is . Hann sagið að alltaf er vrið að spyrja um efni í utanhúsklæðningar. Í gangi var vinna með Heiðingjunum um ásatrúahof á Austurlandi. Sú vinna stóð yfir í 2 ár og búið var að setja niðru efnismagn í hofið, en þegar til kom var efnislistinn þrefalt stærri og ekki hægt að skaffa svo mikið efni. Verkefnið er á bið þar til samningur liggur fyrir og þá er hægt að vinna efnið í hofið.

Í maí verður farið að afgreiða efni til Elkem.

PPC hefur fengið verð í efni til að kurla og eru ekki búin að svara. Stefnt er að því að kveikja á ofninum í desember. Efnið sem nýtt verður í hjá PPC þarf að vera 40% blautt og það gæti tekið allt að þrem mánuðum að afgreiða magnið sem þeir þurfa.

Mikil eftirspurn er eftir arinnvið. Allt selst sem framleitt er. Birki og fura er notað en efnið þarf að vera þurrt. Verð fyrir arinvið stendur undir grisjun og hækkar árlega samkvæmt vísitölu. Eftirspurnin er umfram sölu því er engin samkeppni og allir geta selt.

 1. Hönnun og handverk, samantekt BAÞ.

Bergrún Arna fór yfir upplýsingar úr ársskýrslum Skógræktainnar frá 1996 til 2016 sem sýndi magn efnis í fastrúmmetrum í Hallormsstað og sýndi niðurstöður í súlum hvar ár fyrir sig. Niðurstaðan er að ekki er um mikið efni að ræða og ef það kæmi stór pöntun í borðvið þá gæti Skógræktin í Hallormsstað ekki afgreitt það því efnið er ekki til. Og ef lengdir fara yfir 2 metra er erfitt að vinna það.

 1. Sala á efni úr fyrstu grisjun, verkefni með Kyndistöðinni á Austurlandi. JGJ/GG

Styrkur fékkst til að vinna með skógarbændum á Austurlandi að því að draga út efni úr fyrstu grisjun, kurla og selja í kyndistöðina. Fjármagnið fór í gengum Skógræktina og búið er að semja við skógarbændur á Strönd, Skógræktin greiðir skógarbóndanum fyrir efnið og fyrir vinnu við kurlun og akstur. Búið er að kurla 390 m3 af efni sem er einn þriðji af þörfinni á ári. Það er einhverjir lausir endar sem eftir er að ganga frá s.s greiða FSA fyrir vinnu sem félagið innti af hendi. Eitthvað er eftir að styrknum og enn er til efni Strönd sem hægt væri að kurla.

 1. Magn afurða frá aðilum sem eru að vinna úr skógi. LSE er að safna saman upplýsingum um sölu skógarafurða hjá skógarbændum. Endanlegar upplýsingar liggja ekki fyrir en töluvert magn af jólatrjám voru seld fyrir jóli 2016 úr framleiðslu skógarbænda. Einnig eru að berast upplýsingar um aðrar vörur eins og t.d girðingastaura og arinvið. Einhver aukning er á milli ára er varðar jólatrjáasölu og spennandi verður að sjá aukningu á sölu afurða hjá skógarbændum í næstu framtíð.

 1. Hugmyndir að nafni teymisins, „vinnuheitið er „Skógarfang“ málinu frestað til næsta fundar

 1. Önnur mál. Ákveðið var að haldnir verið fundir í teyminu fyrsta fimmtudag hvers mánaðar á starleaf eða að hittasts. Starleaffundir hefjast kl 10.00. Næstu fundur verður haldinn 6 apríl kl 10.00 í gegnum starleaf.

 1. Heimsókn til Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk. Gústaf Jarl Viðarsson tók á móti teyminu og sýndi framleiðslu á viðarafurðum hjá Skógræktarfélaginu. Helstu afurðir eru arinviður, kurl, borðviður og fl.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl 15,30

Fundur sýrihóps,​​​​ 3 fundur

3 fundur í teymi um afurða og markaðsmál skógræktar.

Haldinn 6. apríl 2017 kl. 10,00

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Gunnar Sverrisson, Gunnlaugur Guðjónsson, Bergrún Anna Þorsteinsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir. Björn B. Jónsson var fjarverandi.

 1. Tillaga að stefnu og verkáætlun teymishópsins. Farið vari yfir helstu marmið stefnunnar lið fyrir lið. Lagðar voru fram nokkrar breytingar á orðalagi auk þess sem samþykkt var að leggja til að sameina lið 8 og 10 og senda á teymið til yfirlestrar. Leggja svo stefnuna í heild sinni fyrir næsta fund.

 2. Leiðir að markmiðum. Umræða skapaðist um leiðri að markmiðum og nokkrar athugasendir gerðar. Samþykkt að breytingarnar verið settar inn í skjalið og það sent á teymið til skoðunar og afgreitt á næsta fundi.

 3. Greining á kosnaðarliðum, umræða. Einstök verkefni koma til með að vinnast af sérfræðingum og önnur sem nemendaverkefni. Ræða þarf við Skógræktina og Rannsóknarstöðina á Mógilsá um samvinnu við viðarmagnsúttek. Einnig þarf að gera samning við nemanda um verkefni varðandi gæðastaðal. Gunnlaugi var falið að ræða við Skógræktina um samstarf og kostnað við viðarmagnsúttekt á landsvísu. Hrönn var falið að afla upplýsingar hjá áðildarfélögunum viðarmagnsúttektir á þeim svæðum sem eru farin af stað. Hrönn var falið að kanna heimasíður háskólanna um möguleika á samstarfi um nemendaverkefni vegna gæðastaðla. Þessar upplýsingar verð lagðar fyrir næsta fund.

Í tillögunni um stefnu í afurðar og markaðsmálum er rætt um að grisjunarkostnaður veri skoðaður með lækkun að leiðarljósi. Gunnar kemur með á næsta fund kostnað vegna grisjunar í Hrosshaga fyrir tveimur árum og Gunnlaugurkemur með tölur um grisjun á vegum Skógræktarinnar fyrir næsta fund.

 1. Önnur mál.

Næsti fundur verður 4 maí og hugmynd að halda hann í Skagafirði og heimsækja skógarbændur á Silfrastöðum sem eru að vinna úr við.

Ekki fleyra gert og fundi slitið kl 12,10

Fundur sýrihóps,​​​​ 4 fundur​​

4. fundur í teymi um afurða og markaðsmál skógræktar.

Haldinn 4. maí 2017 kl. 12:00 – 15:30.

Heimsókn að Silfrastöðum og úrvinnsla á viðarafurðum skoðuð.

 1. Tillaga að stefnu og verkáætlun lögð fram til umræðu og samþykktar.

Björn fór yfir þær breytingar sem hefur orðið á tillögu að stefnu um afurða og markaðsmál skógræktar. Eftir síðustu yfirferð hefur bæst við stefna skógræktar inn í plaggið, þ.e.a.s. er ekki lengur tillaga að stefnu heldur þriggja ára stefna og verkáætlun teymishópsins. Farið var vel yfir verkáætlunina sem unnið verður eftir og þriggja ára ferli við undirbúning framtíðarstefnu í afurðar og markaðsmálum skógræktar. Um leið og búið er að samþykja stefnuna þá er hægt að vinna samkvæmt skemanu á síðu 6 í stefnu í afurðar og markaðsmálum skógræktar.

Ýmsir þættir stefnunnar ræddir meðal annars að teymisstjóri safnar saman upplýsingum og grunnvinnu fyrir hvern ramma í skemanu og geymir á tölvutæku formi til nota í áframhaldandi vinnu. Samþykkt var að Hrönn og Björn renndi yfir stefnuna og kanna hvort allar athugasemdir væru komnar inn. Senda síðan á hópinn og fá rafrænt samþykki fyrir stefnunni. Að lokum senda stefnuna á stjórn LSE og framkvæmdaráð Skógræktar. Teymið vinnur strax eftir verkáætluninni.

Upplýsingar á heimasíður þarf að vinnast í samvinnu við Pétur Halldórsson.

Kynningarátak „afurðir skógarins“ Björn vinnur þetta áfram og upplýsir teymið á næsta fundi.

Grisjunarkostnaður og leiðir til lækkunar. Búið er að fara í útboð á fjórum jörðum og í haust verður hægt að sjá raunhæfara tölur í grisjunarkostnað. Niðurstaðan verður kynnt teyminu.

Gunnar kynnti niðurstöður útboðs í grisjunar og útkeyrslukostnað í Hrosshaga.

Gulli sendi upplýsingar um kostnað á grisjun og útkeyrslu sem Skógræktin greiðir.

Fræðslumál eru ofarlega í huga teymisins og er stefnt að því að fá Ólaf Oddsson fræðslufulltrúaSkógræktarinnar inn á fund með teyminu til að ræða fræðslumál og forgangsröðun.

Rætt var um að mikilvægt sé að koma á samræmdu kynningarátaki á landsvísu í líkingu við skógardaginn mikla á Austurlandi. Uppi er hugmynd um að halda námskeið um hvernig slík kynning fer fram.

Teymið stefni að því að vera komin með langtímaáætlun í janúar 2020.

 1. Samstarf við Mógilsá um viðarmagnsúttekt á landsvísu. Rætt var um að gerð verði viðarmagnsúttekt á landsvísu. Teymisstjóra er falið ásamt Birni Jónssyni að fá fund með Eddu Oddsdóttir og Arnóri Snorrasyni á Mógilsá til að ræða möguleika á samstarfi við gerð viðarmagnsúttektar á landsvísu. Samkvæmt stefnu þarf sú vinna að vera búin 2019.

Fyrir þarf að liggja kostnaðaráætlun áður en farið verður í verkefnið og niðurstaða um kostnaðarhlutdeild samstarfsaðila teymisins. Einnig að skoða möguleika á að sækja um styrk til Framleiðnisjóð og hugsanlega fleiri aðila vegna verkefnisins.

 1. Nemendaverkefni vegna gæðastaðla og fl. Kanna með hvort Nýsköpunarmiðstöð væri til í að koma inn í vinnu um gæðastaðla á timbri og leiða þá vinnu. Næsta skref er að fá fund með Eiríki Þorsteinssyni hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fyrir þann fund þarf að ræða við Ólaf Eggertsson hjá skógræktinni um gæðamál viðarafurða. Skoða þarf að auka rannsóknir á hvað þarf að gera til að íslenskt efni passi inn í staðla sem til eru hjá staðlaráði.

Rætt var um hvað förum við langt í þessari vinnu. Vinna grunnvinnu á gæðastöðlum á efni úr skógum sem skógareigendur geta unnið eftir.

Mikilvægt að farið verið í gæðamálin, byrja á grunninum og fara síðan dýpra eftir því sem skógurinn vex upp. Uppsetning gæðastaðalsins þarf að vera einföld d og auðskiljanleg.

Rætt var um að ef hráefni fer á markað sem ekki standast neina staðla getur eyðilagt allan markað.

Upplýsingargjöf og kynning rætt var um að fá Pétur Halldórsson til að senda á okkur greinagerð fyrir hópinn um hvernig hann sér fyrir kynningar og upplýsingagjöf gæti þróast.

Vöruþróun og framleiðsla. Rætt var um hvort grundvöllur væri fyrir að kynna íslenskt efni út við (hrávöru) á Hönnunarmars og jafnvel vöru úr hráefni úr skógi.

Mikilvægt er að fara upp úr farinu með því að fá einhverja til að þróa og vinna hönnunarvöru úr íslensku efni. Fá 3-4 aðila til að skoða vöruþróun og framleiðslu Mynda hóp með Gísli B. Björnsson, Sigríður Heimis, og einn í viðbót og Begga leiddi hópinn. Hópurinn héldi hugarflugsfund og skili hugmyndum til teymisins. Teymisstjóra falið að koma á fundi með hópnum.

 1. Fjárráð teymis um afurðar og markaðsmál skógræktar. Umræðu frestað um þennan lið.

 2. Kostnaður vegna grisjunar og hugsanlegar leiðir til lækkunar. Aðalleiðin til að lækka grisjunarkostnað er að fara í útboð og gera könnun á kostnaði og hafa einhver miðmið. Mikilvægt er að útboðin séu þannig gerð að ekki leggist auka kostnaður á verkið.

 3. Önnur mál. Björn nefndi þann áhuga margra á að taka jólatrjáarækt fastari tökum og þau sett í ákveðinn farveg á víðum grunni.

Else Möller hefur sýnt mikinn áhuga á jólatrjáarækt. Brynjar Skúlason hefur mikinn áhuga og vill koma á hugarflugsfundi með teyminu um jólatrjáarækt um hvernig best er að vinna áfram að þessum málum. Björnnefndi að stóri markaðurinn er höfuðborgarsvæðið.

Hann nefndi markaðssetningu í kringum skógardaga þar sem fólk fær upplýsingar um skóg og skógarvörur á slíkum degi. Einnig var rætt um að bjóða upp á markaðsdag í kringum jólatré og aðrar vörur sem tengist jólum. Mikilvægt er að fara að vinna að kynningardegi fyrir jólatré. Leiða saman hóp af áhugasömu fólki til að vinna að uppbyggingu á markaðsdegi skógræktar fyrir bæði afurðir úr skóg og jólatrjáasölu.Þetta þarf að þróast áfram eins og önnur verkenfi teymisins.

Rætt var um að koma í heimsókn á skógardaginn mikla og sjá hvernig framkvæmdin er og vinna saman að slíkum degi á landsvísu. Hætta að tala um við og þið og venja okkur á að vinna saman.

Samþykkt var að Björn og Brynjar Skúlason ræddu þróun í jólatrjáarækt og markaðssetningu.

Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi er að setja af stað nám í leiðsögn og viðburðarstjórnun í skógi sem gæti hjálpað okkur í fratíðinni.

Ekki fleira gert og fundi slitið.

Farið í heimsókn að Silfrastöðum þar sem skoðuð var aðstaða fyrir vinnslu á viðarafurðum. Skógarbændurnir þar á bæ vinna eldivið fyrir viðarkyndingu á bænum. Einnig vinna þau girðingastaura í einhverju magni, höggva jólatré, kurla, og eru að setja af stað flettisög.

Fundur sýrihóps,​​​​ 5 fundur​​

5. fundur í teymi um afurða og markaðsmál skógræktar.

Haldinn 28. ágúst 2017 klukkan 10:00 – 15:00 í sal Skógræktarinnar Miðvangi 2. Egilsstöðum

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Gunnar Sverrisson, Björn B. Jónsson, Bergrún Arna Þorsteinsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir.

Gestir fundarins Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og stjórn FsA Maríanna Jóhannsdóttir, Jóhann F. Þórhallsson og Borgþór Jónsson

Dagskrá:

 1. Frá síðast

 2. Skógarfang, þriggja ára stefna og verkáætlun teymishóps um afurðar og markaðssmál. Teymishópurinn hefur samþykkt stefnu og verkáætlun um afurðar og markaðsmál og farið er að vinna eftir henni. Stefnan er lifandi plagg og verður endurskoðuð árlega.

 3. Átak í kynningarmálum „afurðar skógarins.“ Björn fór yfir stöðuna í kynningarmálum. Rætt hefur verið um átaksverkefni í kynningarmálum um afurðarmál. Sett verði upp fræðsla um hvernig haldnir verið skógardagar sem er ekkert nema markaðssetning á afurðum skóga. Einnig hefur verið rætt um að haldnir verið markaðsdagar í desember í tengslum við jólatrjáasölu. Ólafur Oddsson hefur áhuga á að skoða að búa til námskeið um hvernig best er að byggja upp skógardaga eða markaðsdaga afurða skógarafurða. Bergrún nefndi að gott væri að hver skógardagur væri mismunandi hver með sýna sérstöðu. Héraðið er landbúnaðarhérað og hefur haldið sinn skógardag í samvinnu við sauðfjár og nautgripabændur. Björn sagði frá hvernig skógarleikarnir hefðu verið í Heiðmörk. Einnig var rætt um að nýta þann slagkraft sem jólatrjáamarkaðurinn er og fá skógarbændur inn til að kynna og selja sýna vörur.

Nefnt að á næstu árum verður sprengja í jólatrjám stafafurur frá skógarbændum og öðrum söluaðilum. Vinna þarf markaðinn þannig að það dragi úr innfluttningi. Mikilvægt er að nota vinnu teymishópsins til að markaðssetja jólatré og standa saman á landsvísu. Þeir bændur sem vanda til verka selja sín tré. Reynsla austfirðinga er að skógarbændur séu sjálfir á staðnum og selur sjálfur sín tré.

Til að ná betri markaði á sölu innlendra jólatrjáa þarf að setja upp markað og þar sem skógarbændur mæta ákveðnar helgar og selja sýn tré, vanda til verka og selja falleg tré. Auglýsa þarf vel og bændur þurfa að gera sér grein fyrir að til að byrja með verður um kynningarverkenfi að ræða og úthald þarf til að ná árangri.

Þetta þarf að fara að mótast og drifkrafturinn þarf að vera í gegnum hvert skógarbændafélag.

Björn lagði til að teymið kallaði til Ólaf Odds fræðslufulltrúa Skógræktarinnar inn á fundinn til að fjalla um fræðslu um markaðs og skógardaga.

Hvetja aðildarfélög að byrja strax að setja upp markað í smáum stíl, hafa einn dag það þarf að leiða félögin saman til að skapa markaðsdag.

 1. Viðarmagnsúttekt og kostnaðaráætlun. Björn B. Jónsson og Hrönn Guðmundsdóttir áttu fund með Eddu Oddsdóttir forstöðumanni á Mógilsá og Arnóri Snorrasyni sérfræðingi varðandi samstarf um gerð viðarmagnsúttektar á landsvísu. Tóku þau vel í verkefnið en liggja þarf fyrir kostnaðaráætlun áður en tekin verður endanleg ákvörðun. Samþykkt var að Arnór tæki saman kostnaðaráæltun sem lögð verður fram í teyminu og fyrir bæði stjórn LSE og framkvæmdastjórn Skógræktarinnar sem endnlega sekur ákvörðun um framhaldið. Talað var um að Arnór sendi grófar kostnaðartölur fyrir næsta teymisfund sem ekki náðist og færi svo í að gera nákvæma kostnaðaráætlun í september 2017.

 2. Nemendaverkefni vegna gæðastaðla /hugsanlegt samstarf við NMÍ. Á síðasta teymisfundi var samþykkt að Björn og Hrönn færu á fund með Eiríki hjá nýsköpunarmiöðstöð Íslands og Ólafi Eggertsyni. Ekki hefur náðst í Eirík vegna sumarleyfa en stefnt er að því sem fyrst í september.

Ólafur Eggertsson taldi mikilvægt að fara yfir alla staðla og safna þeim saman.

 1. Fjárráð teymis um afurðar og markaðsmál skógræktar. Margt er spennandi í framundan varðandi teymisvinnu um þéttara samstarf á milli LSE og Skógræktarinnar. Er vilji fyrir að skógræktin komi meira inn í þessi mál með LSE varðandi kostnað vegna teymisstjóra. Mikil vinna leggst á Teymisstjóra að halda utan um þá vinnu sem framundan er.

Rætt var um að samkvæmt samningum við skógarbændur er skógurinn á ábyrgð skógareigendans. Hlutverk LSE kemur til með að breytast í framtíðinni og færa sig meira út í ráðgjöf til skógarbænda varðandi umhirðu og nýtingu skógarins.

 1. Farið fyrir stöðu teymisins með skógræktarstjóra. Farið var yfir hvað búið er að gera og lögð fyrir hann stefna og markaðsetning skógarafurða. Gerðar verða tillögur um þau verkefni sem teymið er að vinna að og gerðar verða kostnaðaráætlanir sem lagðar verða fram til Skógræktarinnar og stjórn LSE um þátttöku í kosnaði. LSE og Skógræktin leggur út fyrir launum fyrir sína fulltrúa. Leggja þarf fram tillögu að verkefnum til Skógræktarinnar að hausti.

Þröstur nefndi að teymið gæti sótt um aukningu á fjármagni í skógrækt til UAR tillaga um aukningu þarf að koma frá skógræktinni eða skógarbændum fullmótuð.

Stefna á að fá fund með ráðherra Atvinnu- og nýsköpunarmála.

 1. Íslenska jólatréð. Þetta var ekki rætt sérstaklega tekið fyrir síðar.

 2. Áherslur FsA í úrvinnslu og markaðsmálum. Kynnt fyrir stjórn FsA starf teymisins, hvað er búið að gera og hvað er framundan. Jóhann F. Þórhallsson sagði frá áherslum FsA. Unnin var skýrsla um Afurðarmiðstöð skógarafurða á Austurlandi á vegum félagsins. Stefnan er að vinna áfram með þessa skýrslu og þróa verkefni upp úr henni.

Hann taldi það flöskuháls að ekki hefur verið unnin umhirðuáætlun hjá skógarbændum sem er mikilvæg til að sjá magn viðar í framtíðinni svo hver bóndi sjái hvað mikið og hvenær þarf að millibilsjafna og sinna annari umhirðu.

Hann nefndi að tvö fyrirtæki væri farið að hefja vinslu á við, Miðhúsarsel sem framleiðir girðingastaura og Víðivallagerði sem framleiðir eldivið, panel og fl.

Sagt var frá því að í Svíþjóð væri algengt að skógarbændur eigi flettisagir og önnur tæki. Skógarbændur geta fengið flett og unnið efni hjá þessum einstaklingu og lærdómurinn þaðan er að byrja nógu smátt.

Þegar viðræður fara í gang varðandi samninga um sölu á kurli þurfum við að fara fram á að skógarbændur hafi eitthvað um hlutina að segja. Teymið þarf að vera með í ráðum og skipa fulltrúa í þann viðræðuhóp.

Ef farið verði af stað með afurðarmiðstöð þá hverfur skógræktin smámsaman af þessum markaði og selur efni til vinnslu til afurðarmiðstöðvarinnar. Það kemur skýrt fram í stefnu Skógræktarinnar að Skógrækin dragi sig út úr úrvinnslumálum, passa þarf að þekkingin verði eftir hjá úrvinnslunni.

Töluverð umræða skapaðist um grisjun og grisjunarkostnað. Til að ná niður kostnaði við grisjun er að fara inn í fyrstu grisjun þegar trén eru 3 metra há í stað 6-7 metra til að millibilsjafna. Því fyrr sem farið er inn verður framkvæmdi ódýrari.

Þarf að sækja aukafjármagn í verkefni um millibilsjöfnun.

 1. Önnur mál. Rætt um hvort skipað verði í sæti Gunnlaugs þar til hann kemur aftur eða við fáum heimild til að leita til Skógræktarinnar með þær upplýsingar sem Gunnlaugur veitti til teymisins

Ekki fleira gert og fundi slitið kl 15.30

Fundur sýrihóps,​​​​ 6 fundur​​

Ódagsett

6 fundur í teymi um afurðar og markaðsmál skógræktar innhringinúmer 7557755/2233344

Mætt voru; Jóhann Gísli Jóhannsson, Gunnar Sverrisson, Björn B. Jónsson, Benjamín Örn Davísson, Hrönn Guðmundsdóttir og gestur fundarins Ólafur Oddsson

Dagskrá

 1. Viðarmagnsúttekt á landsvísu; Fyrir liggur verkáætlun og kostnaðargreining sem unnin var af Arnóri Snorrasyni og Eddu Oddsdóttur á Mógislá. Samþykkt var að sækja um styrk í Framleiðnisjóð og til UAR til að fara í vinnu við viðarmagnsúttekt á landsvísu. Og ræða við Skógræktina um mögulegt samstarf um þetta verkefni.. Styrkumsóknir í FL rennur út þann 17. nóv og til ráðuneytisins rennur út þann 23. nóv.

 1. Gæðamál viðarafurða og fræðsla um þá. Hrönn og Björn fóru á fund með Eiríki Þorsteinssyni og Sigríðu Ingvarsdóttur til að ræða um gæðastaðal fyrir viðarafurði. Mikið er til af stöðlum og vottunum og þau eru tilbúin til að vinna með okkur við að safna þessu saman og þýða það sem þarf. Þau töldu mikilvægt að LBHÍ kæmi inn í þessa vinnu með fræðslu um gæðamál og lokaafurðin verði fræðsluefni svo þetta kæmist alla leið til þeirra sem þurfa að nota þetta. Sótt verður um styrk til sjóðs um átak til atvinnusköpunar. Rætt var um að skipaður verði stýrihópur til að vinna að þessi mál áfram. Rætt var um að fleiri kæmi að umsókninni. Þeir sem kæmu inn í slíka umskókn væri LSE, LBHÍ og Skógræktin. Samþykkt var að sækja um í sjóðnum hjá og reyna að fara að vinna eftir gæðastöðlum á nýju ári.

 1. Skógarfræðsla Ólafur Oddsson sagði frá að hann hafi fundað með síðasta aðilanum að samstarfi um fræðslustarfi græna geirans. Þar sem allir komi að uppbyggingu fræðsumála og að unnið verði með LBHÍ varðandi fræðslu og námskeiðahald.

Lögð er áhersla á samstarf um skógarfræðslu styrki upplýsingarmiðlun á milli aðila er varðar fræðslustarf, fræðsluefni, námskeiðahald og kynningarefni. Vonast er eftir markvissari, árangursríkari og ódýrara fræðslustarfi og faglegri við þjónustu við einstaka hópa.

Mikil vinna verður í uppbygginug á þessu fræðslustarfi og mikilvægt er að forgangsraða fræðslunni. Hver samstarfsaðili skipar fulltrúa í fræðsluhópinn.

 1. Önnur mál passa að útvíkka sig ekki of mikið halda sig innan þeirra verkefna sem teymið er að vinna að. Passa að missa sig ekki út um víðan völl.

Björn sagði frá leshóp lokafundi leshóps þar sem farið var yfir það sem þátttakendur sögðu frá það sem þeir sáu á sýningunni Elmía Wood.

Næsti fundur verður 14 nóvember kl 10,30 á Mógilsá

Ekki fleyra gert og fundi slitið kl.11

Fundur sýrihóps,​​​​ 7 fundur​​

7 fundur í teymi um afurðar og markaðsmál skógræktar

haldinn á Mógilsá þriðjudaginn 14. nóvember og hefst kl. 10.30

Mættir voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Gunnar Sverrisson, Björn B. Jónsson, Bergrún Anna Þorsteinsdóttir, Benjamín Örn Davísson og Hrönn Guðmundsdóttir. Hlynur Gauti Sigurðsson kom seint. Gestir fundarins Ólafur Oddsson og stjórn FsS María E. Ingvadóttir

Dagskrá

10.30

Gæðastaðlar / vinna með Nýsköpunarmiðstöð. BBJ

HG og BBJ fóru á fund með Nýsköpunarmiðstöð Eyríki og Sigríði. Eiríkur hefur komist lengst varðandi staðla á timbri. Það er mikill áhug að tappa af Eiríki en það er mikið til af stöðlum hann er á því að tilnefnt í vinnuhóp með Nýsköpunarmiðstöð og LBHÍ, LSE og Skógræktinni og að afurðin verði námskeið um gæðastaðla, Hugmyndin er að framkvæmdastjóri LSE, Björn frá Skógræktinni, Björgvin fyri LBHÍ og Skógræktarfélag Reykjavíkur og 2 frá Nýsköpunarmiðstöð. Boðað verði til fundar þegar fulltrúarnir eru skipaður. Fá síðan þá aðila sem eru að vinna með efni úr skógum inn á fundi til að fá sem bestu sýnina. Hægt er að sækja um styrk í sjóð „Átak til atvinnusköpunar“ sem gæti dekkað laun fulltrúa hjá nýsköpunarmiðstöð Leggja þarf í kostnað vegna þýðingar á stöðlum og að staðfæra þá íslenskum aðstæðum. Eiríkur menntaður viðartæknir og hefur unnið í mörg ár með Býko og fl. Er varðar væði viðar og hefur unnið með þeim að móga stefnu. Hann er að vinna með SkfR. er varðar þurrkun á efni. Vinna við þetta er mikil pappírsvinna og sækja um styrki Til þess að gæðastaðlar verði hagnýtir þarf að miðast við iðnaðarstigið. Inni í gæðastöðlum kemur fram hvernig viðurinn er og hvernig umhirðan er, mikilvægt að tenga þetta saman. Gæðamálin skiptist í tvo fasa annarsvegar að vinna með skógareigendum hvernig ræktum við verðamætan skóg og svo staðlarnir á timbri, og síða skipa hóp í þróunarinnu á gæðavöru úr gæðaefni.

Teymið samþykir að skipa Hlyn Gauta Sigurðsson, Björn B. Jónss

11.00 Fræðsla tengd afurðar og markaðsmálum skógræktar / Ólafur Oddsson

Skipaður hefur verið hópur til að móta fræðslu fyrir skógargeriann. Fræðslan á að nýtast skógræktendum, starfsmönnum Skógræktarinnar. Fyrsti fundur verður á fimmtudag 16 nóvember. Á fyrsta fundi verður rætt um nótun verkefnisins, kosið um nafn á fræðslunni. Kortlegga hvaða fræðsla er til af útgefnu fræðsluefni. Aðilar greiða einungis fyrir sinn fulltrúa í starfshópnum. Stefnan er að kortleggja fræðsluefni sem til er, búa til stutt fræðslumyndbönd, plaggöt. Gera skoðunarkönnun meðal fagfólks og skógarbænda um hvaða fræðslu óskað er eftir og talin þörf á.

Bent er á að ræða þurfi í þessum hópi hvenær Skógræktin greiði fyrir námskeið fyrir starfsfólk sitt. Stefna um þessi mál þarf að liggja fyrir. Spurt er um hvort sækja eigi um styrki í menntaáætlun evrópusambandsins. Ekki er búið að taka ákvörðum um það því ekki er búið að ná utan um fræðsluna. Sennilegast verður byrjað á

Taka þarf utan um gæðamálin og hafa það í forgangi og búa síða til fræðslu fyrir markhópa. Óli telur ljóst að verði ekki langt í að þróunarmiðstöð skógræktarinnar sem heldur utan um upplýsingar um viðamagn og að upplýsingarnar séu á einum stað.

Mikilvægt er að nemendur í húsgagnagerð og húsasmíði þekki skil á íslensku efni. Tekið verði á móti þessum nemendum um viðargæði og þeim verði sýnt hvar skógurinn verður til. Tengja þessu menntakerfinu, og það skapist einhver þekking um íslenska efni.

Upplýsa þarf um að hægt sé að fá íslenskt efni í

Vöruflokkar verið skilgreindir að gæðastöðlum

Kanna hvort hægt sé að koma inn í Hörpuna á setningu á Búnaðarþingi með sýningu á hráefni til viðarvinnslu og sýna afurðir.

Varðandi upplýsingar um munum er tengjast skógrækt skógmynjasafn

Safna saman upplýsingum hráefni og nýtingu með myndum og setja á aðgengilega hátt heimasíður. Mikið er til hjá skógræktinni og skógræktarfélögum. Gott er að safna þessu saman á einn stað.

Hrönn skrapp frá (sækja æti), Hlynur skráir

Frm. Varðandi nám:

Tengjast kennaranáminu í Kennó betur til að fá krakka út í skóg, fá krakka inn í skóginn, inn skógtæknina (keðjusagir oþh.) (BÖD)

Tveir valkúrsar eru í kennó á undanhaldi. (ÓO)

Fá inn í námið, meðhöndlun með ísl við (t.d. Egilsstaðaskóli, búa til koll úr lerki, BAÞ)

Opna umræðu á að efla skógtækinnám, með staðla, BjörgvEgg á góðu róli, bara hugsa lengra. (BJ og BÖD)

Öspin er flottur viður, búið að styrkleikamæla. (kjarnavið má ekki nota í burðarvið).

LÍMTRÉ þarf að komast inn í skógana, mikil reynsla innanhúss.

Guðmundur Ósvaldsson, framkv stjóri. Eru til í alls konar vitleysu.

Skógarleiðsögn, viðburðir, tengsl við samfélagið. -Rotari, kívanis... vilja taka þátt í fræðslumiðaðari dagskrá. -Efla litla sál hvers og eins. -Þróa okkar svar við „biðraðatúrisma“. (ÓO)

-Markaðstækifæri fyrir skógarbændur, sýna og selja (BAÞ)

- Markaðurinn talar, ekki spurning um endalaust gefins, bændur þurfa eitthvað fyrir sinn snúð.

Óli kallinn eys af brunni

Ólmur vill frá segja

Þekking, reynsla, grær á grunni

Gefum honum hneigja.

HGS

12.00 Hádegismatur

13.00 Viðarmagnsúttekt, umsóknir um styrk til FL og UAR / HG

Edda fór yrir drög af kostnaðaráætlun fyrir gerð Viðarmagnsúttektar. Miðað er við að nota þau gögn sem unnin hafa verið ;;; og íslenska skógarúttekt. Leggja í vinnu við fjarkönnun. Hún fór yfir skiptingu á verkefnum

Arnór fór yfir hugmyndafræðina og sagði frá úttektinni á Norðurlandi sem Benjamín vann og úttektina og úttektina sem unnin var á Austurlandi og verkefnið sem er verið að vinna á Vesturlandi. Íslenska skógarúttekt gefur ágætar upplýsingar un hvað hægt er að fá upplýsingar um viðarmagn. En nota þarf nákvæmari upplýsingar varðandi hvaða skógar eru hentugir til nýtingar upp á aðgengi, flutningskostnaðar og bratta og fl. Skógar á sumarhúsasvæðum sýjast frá. Hægt er að nota upplýsingarnar frá skógræktinni til að grisja út og svo verður farið í fjarkönnun.

Kostnaðargreining og verkáætlum, Edda Oddsdóttir

Samþykkt að ganga frá umsókn til Framleiðnisjóð senda á teymið og skógræktarstjóra til umsagnar

13.30 Áherslur FsS í afurðar og markaðsmálum / Stjórn FsS

María mætti á fundinn með verkefnastjóra vegna stofnun afurðarstöðvar. Ingvar Pétur er verkefnastjóri og er að vinna að viðskiptaáætlun og fl. Félagið leggur áherslu á að skógarbændur átti seig betur á hvað þeir eru með í höndunum. Félagið fékk styrk frá uppbyggingarsjóð og réði Ingvar til að vinna að greiningu á viðarmagni og niðurstaða verður kynnt í lok mánaðarins. Horfa til nýsköpunar og lífhagkerfinu

Niðurstaða rekstraráætlunar er sú að það sé hægt að vinna að stofnun afurðarstöðvar. Horft er til kurl, undirburð, viðarkubba og fl. Um 70 % er fluttur inn og. Eftir sem áður sést það á rekstraráætlun að verkefni sé arðbært. ReksEkki vera Vera samstarfi við erlenda

Það skiptir máli að skógarbændur standi saman að þessu verkefni. Skógarbændur fá greitt fyrir efnið sem þeir leggja inn strax í upphafi. Ýmislegt er að gerast í nágrannalöndum varðandi nýja framleislu í tré

Mjög ánægjulegt er að ef hægt verið að greiða fyrir efnið en aðrir sem hafa verið að vinna úr við sem ekki hafa greitt fyrir efnið.

Safna á hlutfé fyrir stofnun afurðarstöðvar og reiknað er með 50 milljónum í tækjakaup, leigt húsnæði, brennsla á kurli og berki verður notað til húshitunar og orkueiningarnar verða

Verið er að skoða hentuga staðsetningu öll sveitarfélög eru velviljug fyrir verkefninu.

Ekki er gert ráð fyrir að greiða fyrir grisjunina af fyrstu grisjun. Það er lagt upp með að skógarbændur grisji sjálfir eða fái til þess verktaka.

Björn fór yfir helstu verkefni teymishópsins. Búið er að gera stefnu til þriggja ára um afurðar og markaðsmál skógræktar sem inniber ýmis verkefni eins og t.d viðarmagnsúttekt á landsvísu, vinna að gæðastaðlum, fræðslumál fyrir fagfólk og skógarbændur.

MEI nefndi að alltaf eru menn að læra, mikilvægt er að hafa aktíf námskeið fyrir skógarbændur varðandi umhriðu og gæðamál. Horfa ber á litlu hlutina líka og nýta það sem fellur til nú þar til skógurinn vex upp og gæða efnið fellur til.

Það er í farvatninu að endurskoða grænni skóga rætt var um ....

Rætt var um mikilvægi þess að hirða betur um jólatré og hvetja skógarbændur til að hirða um trén. Ef taka á á innflutningnum þarf skógarbóndinn að vita hvað hann á af trjám og láta kaupendur vita. Kynning á innlendum vöru þarf að tala upp vöruna en ekki að tala innfluttar vöru niður.

Björn spyr um félagskerfi skógarbænda hvort félagið verði áfram til eftir að stofnað verði afurðarfélag.

Rætt var um vinnulag vegna verkefnisins. Stýrihópur fyrir verkefnið er stjórn FsS og verkefnastjóri. Björn taldi það mistök að fá ekki fulltrúa frá Skógræktinni í stýrihópinn. Verkefnastjóri taldi erfitt að kíkja í baksýnisspegil á þessum stutta tíma en betra hefði veirð að safna fleyri upplýsingar um viðarmagn. Ekke hefur verið farið í viðarmagnsúttekt eins og önnur félög hafa farið í en lagt upp úr upplýsingum um gróðursetningar á hverri jörð frá Skógræktuninni. Það er ekki nægilega góðar upplýsinga það þarf líka að taka út hvað er standandi magn og gera spá um viðarmagn.

Félagið er hvatt áfram í sinni vinnu við undirbúning að stofnun að afurðarstöðvar. Bergrún hvatti félagið til að leita til sín ef þau þurfa upplýsingar um þurrkun og aðra viðarvinnslu. Gert er ráð fyrir að félagsmenn eigi félagið að meiri hluta og skipaður verði verkefnastjórn sem safnar hlutafé og fl kynningarfundur verður laugardaginn 25 nóvember kl 10. á Þingborg.

Benedikt spurði hvort vitað er um magn jólatrjáa sem til eru til sölu í landinu. Þessar upplýsingar liggja ekki fyrir en gott væri að vita þetta.

Næsti fundur verður 7 desember.

Á næsta fundi verður tekin fyrir jólatrjáarækt

Næsta fundi verður landbúnaðarsýning í Reykjavík næsta haust. Ræða um það að skógarbændur komi það inn.​

Vviðarsala2013

bottom of page