Stjórnarfundir LSE 2015

94. stjórnarfundur Landssamtaka skógareigenda

haldinn í fundarsal hjá Beggja hag Vegmúla 2 í Rvík kl 10.00

Dagskrá fundarins:

Mættir voru Jóhann Gísli Jóhannsson, María E Ingvadóttir, Anna Ragnarsdóttir, Hraundís Guðmundsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Sighvatur Jón Þórarinsson var í síma.

Jóhann Gísli bauð fundarmenn og einnig nýjan stjórnarmann velkomin til starfa, og gekk svo til dagskrár.

 1. Ný stjórn skiptir með sér verkum: Formaður lagði til að Anna Ragnarsdóttir verði varaformaður, Sighvatur Jón ritari, og Hraundís gjaldkeri og María meðstjórnandi.

 2. Fundargerð aðalfundar LSE lögð fram til samþykktar: Stjórn samþykir aðalfundargerðina og fer hún inn á heimasíðuna með skýrslu stjórnar, skýrsla framkvæmdastjóra og reikningum samtakanna fylgja sem viðhengi.

 3. Tillögur frá aðalfundi: Tillögunar ræddar og framkvæmdastjóra falið að senda tillögurnar þangað sem þeim er beint til.

 4. Fjárhagur LSE 2015: Lagt er fram til kynningar minnisblað frá Sigurði Inga Jóhannssyni ráðherra sem varð til eftir fund með formanni og framkvæmdastjóra LSE um gerð samstarfssamnings til að tryggja rekstur LSE til fimm ára. Samkvæmt minnisblaðinu var ekki illa tekið í málið en fjármunum af fjárlögum fyrir árið 2015 var búið að ráðstafa en vilji er til hjá stjórnvöldum að vinna málið áfram fyrir árið 2016. Ráðherra benti á þá leið að fara í gegnum fjárlaganefnd Alþingis. Búið er að óska eftir fundi með fjárlaganefnd. Greiðslur vegna styrks frá Framleiðnisjóði berast nú fyrir áramót. Mögulegt er að sækja aftur um styrk úr sjóðnum til úrvinnsluverkefnisins og er framkvæmdastjóra falið að vinna umsókn fyrir 16,jan. 2015.

Seinnihlut styrkja frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vegna rekstur LSE og frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu vegna úrvinnslu skógarafurða greiðast út um áramót, en skila þarf greinagerðum til ráðuneytanna svo að greiðslurnar verði greiddar. Framkvæmdastjóra falið að skila inn greinagerðum vegna styrkjanna fyrir tilskyldan tíma.

Framkvæmdastjóra falið að sækja um styrki af verkefnaliðum ráðuneyta og senda inn umsóknir í umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna reksturs LSE, í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið vegna verkefnisins úrvinnslu skógarafurða.

Framkvæmdastjóra og formanni falið að vinn áfram með minnisblað ráðherra.

 1. Kraftmeiri skógur lokauppgjör. Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála. Búið er að safna öllum gögnum vegna kostnaðar við verkefnið kraftmeiri skóg og tímaskriftir vegna vinnu. Þessar upplýsingar fara í lokauppgjör sem unnið er á Hvanneyri. Uppgjörið fer svo í lokaskýrslu sem skila þarf inn til Leonardo fyrir 30. nóv. Síðasta greiðsla berst þegar lokaskýrsla hefur verið samþykkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins.

 2. Staðan á verkefni FsA vegna stofnun úrvinnslustöðvará Austurlandi: Jóhann Gísli fór yfir þróun verkefnisins hjá félagi skógarbænda á Austurlandi. Þriggja manna verkefnastjórn er að vinna að verkefninu. Verkefnastjórnin hefur ákveðið að leggja í eins mánaða vinnu við viðarmagnsúttektir og í markaðsrannsóknir og þróunarvinnu. Benedikt Davíðsson skógfræðingur hefur verið ráðinn í viðarmagnsúttektina og Halla Herbertsdóttir viðskipta og markaðsfræðingur sér um markaðsrannsóknirnar og þróunarvinnuna.

Rætt var um mikilvægi þess að skógræktarfólk vinni saman og Jóhann Gísli hvatti félögin að fara í samstarf við skógrækt ríkisins, skógræktarfélögin á svæðunum og landshlutaverkefnin um úrvinnslu skógarafurða á sínu svæði. Rætt var um að aðildarfélögin héldu félagsfund fyrir 15. nóv. og kynni hugmyndirnar um úrvinnslu skógarafurða og hugsanlega stofnun afurðarstöðva og heyrðu sjónarmið félaganna og upplýsa stjórn LSE um niðurstöðu fundanna.

 1. Staða jólatrjáaræktar og framtíðarhorfur: Framkvæmdastjóri hefur sótt þemadag hjá Skógræktarfélagi Íslands um ræktun jólatrjáa 2014. Á þeim fundi var ákveðið að stofna vinnuhóp um samþættingu flokkunarkerfis og merkingar fyrir söluhæf jólatré. Fundur í þeim hóp verður 24. okt. og situr framkvæmdastjóri LSE fundinn. Einnig var skipaður starfshópur um framtíðarhorfur í jólatrjáarækt og hvort tímabært sé að stofna formleg eða óformleg sölusamtök fyrir jólatré. Fundurinn verður á Hallormsstað 17. október næstkomandi og situr framkvæmdastjóri fundinn fyrir hönd LSE.

Töluverð umræða sköpuðust um framtíðarhorfur í jólatrjáarækt. Rætt var um hvort jólatrjáaræktun væri ekki nytjaskógrækt eins og akurræktun aspa. Samþykkt var að fela framkvæmdastjóra að senda erindi til LHV um þá hugmynd að jólatrjáaræktun verði einn liður skógræktar innan verkefnanna líkt og skjólbeltarækt og akurræktun (iðnaðarskógrækt).

 1. Önnur mál:

 2. Framkvæmdastjóri lagið fram tilboð um tölvukaup. Málin rædd og Maríu falið að leita tilboða til fyrirtækis sem Beggja hagur ehf. skiptir við.

 3. Framkvæmdastjóri sagði frá fundi í Fagráði skógræktar og þeim athugasemdum sem fagráðið sendi inn til UAR vegna reglugerðar fyrir LHV.

 4. Hraundís sagði frá að næsti aðalfundur LSE verður haldinn í Stykkishólmi 2-4 október 2015.

Ekki fleira gerð og fundi slitið kl 14.10

95. Stjórnarfundur Landssamtaka skógareigenda

haldinn 10 desember. Símafundur haldinn frá fundarsal Vegmúla 2. Kl. 12,00

Mætt voru Jóhann Gísli, María en í síma voru Hraundís Guðmundsdóttir, Anna Ragnarsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson og Hrönn Guðmundsdóttir

Dagskrá:

 1. Fundur með ráðherra: Formaður fór yfir fund með ráðherra um málefni og stöðu LSE og hvernig við færum í gengum næsta ár. Rætt var um færar leiðir til að tryggja rekstur LSE 2015. Sótt var um á verkefnaliðum Umhverfis og auðlindaráðuneytis og ef eitthvað kæmi frá atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu þá gæti það dugað ásamt félagsgjöldum. Ráðuneytið lofaði svörum fyrir áramót svo að hægt verið að halda starfsmanni næsta ár samhliða því að unnið verði að því ganga frá samningi til einhverra ára og koma inn í fjárlög fyrir árið 2016.

 2. Kolefnisbinding staða mála: Farið yfir þá vinnu kolefnisnefndarinnar og fundi með ráðuneytinu þar sem niðurstaða að leggja til við ráðherra að setturð verði á laggirnar 3 manna vinnuhópur um loftsmál og mengunarheimildir, það af einn frá LSE. Framkvæmdastjóra falið að koma þessu af stað og leggja til að vinnuhópurinn verði skipaður auk fulltrúa frá LSE, einum frá UAR og einum frá LHV.

 3. Fjárhagur LSE og styrkumsóknir: Framkvæmdastjóri kynnti stöðu fjárhags LSE. Sótt var um styrki á verkefnaliðum ráðuneytanna fyrir árið 2014. Búið er að greiða LSE 75 % af styrkjunum og restin kemur væntanlega nú í desember. Einnig var sótt um styrk í Framleiðnisjóð og fyrsta greiðsla er greidd og önnur greiðsla væntanleg. Staða LSE er ekki góð ef ekki kemur til styrkur frá ráðuneytunum fyrir rekstri LSE fyrir árið 2015.

Framkvæmdastjóra falið að finna sanngjarna lausn á greiðslum fyrir akstur á stjórnarfundi

 1. Tölvukaup LSE. Framkvæmdastjóri sagði frá að leitað hefði verið tilboða í tölvu fyrir samtökin bæði borð og fartölvu. Gengið var að tilboði frá Martölvunni sem var hagstæðast.

 2. Fagráð frá síðast: Framkvæmdastjóri fór yfir þau mál sem fjallað var um á síðasta fagráðsfundi skógræktar.

 3. Helstu mál voru tengsl alþjóðlegs umhverfissamnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni í skógrækt.

 4. Innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda, B-lista reglugerða og mögulegt hlutverk Fagráðs arðandi þessa vinnu.

 5. Staðal fyrir grunnkortlagningu fyrir ræktunaráætlun. Arnóri Snorrasyni og Brynjari Skúlasyni var falið að gera tillögu að staðli um söfnun ganga og gerð ræktunaráætlana.

 6. Jólatrjáaræktun á Íslandi. Framkvæmdastjóri sat í starfshópum með fulltrúum aðila í jólatrjáarækt. Þessir starfshópar fjölluðu meðal annars um:

 7. sameiginlegu flokkunarkerfi fyrir íslensk jólatré, greni, þin og furu: Else Möller og framkvæmdastjóra LSE var falið að gera tillögu að flokkunarkerfi og senda út til kynningar. Athugasemdir eiga að skilast inn í janúar næstkomandi og stefnt er að því að flokkunarkerfið taki gildi 2015.

 8. Einnig sat formaður í starfshópi sem er að skoða grundvöll fyrir sameiginlegum sölusamtökum fyrir jólatré. Ekki var talið tímabært að setja af stað formleg sölusamtök en skoða á hvort hægt verði að reka saman vefsíðu þar sem allar upplýsingar um magn og tegundir jólatrjáa safnast inn á. Hópurinn telur mikilvægt að upplýsingar um hvað Íslendingar geta sett mikið á markað og upplýsingar um tegundir liggi fyrir á einum stað til að auðvelda kaupendum að nálgast þessar upplýsingar.

Bókun stjórnar LSE: Stjórn LSE telur það tímaskekkju að stofna sér sölusamtök eða sér vefsíðu fyrir sölu á jólatrjám. Það er stefna samtakanna að landshlutafélögin setji á stofn rekstrarfélög fyrir afurðir úr skógum í hverjum landshluta og þar sem jólatré eru ein afurð skóga, sem fellur inn í slík rekstrarfélög. Nýta heimasíðu samtakanna til að miðla upplýsingum um söluhæft magn og tegundir til kaupenda.

 1. Fjallað var um hvort Ísland eigi að vara aðili að evrópskum samtökum jólatrjáaframleiðenda CTGCE. Fundaraðilum var falið að kanna vilja LSE, SR, og SÍ um sameiginlega þátttöku í samtökunum og greiða sameiginlega árgjald.

Bókun á stjórnarfundi LSE. Stjórn LSE telur ekki tímabært að ganga í Evrópsk samtók jólatrjáaframleiðenda að svo komnu máli. Jólatrjáaræktun skógareigenda er komin of skammt á veg til þess og vill stjórn LSEaðeins sjá til hvernig þróunin verður áður en gengið er í slík samtök.

 1. Ráðningasamningur framkvæmdastjóra rennur út 30. mars næstkomandi. Verið er að vinna að lausnum til þess að halda starfsmanni. Vonast er til að niðurstöður liggi fyrir í lok desember.

 2. Við skógareigendur, blað landssamtakanna er komið út og verið að dreifa því til skógarbænda og annarra áhugasamra um skógrækt.

Fleira ekki gert og fundi slitið 13,30

96. stjórnarfundur (símafundur) Landssamtaka skógareigenda

5, janúar 2015 kl. 20:30.

Dagskrá:

1.

Umsókn í Framleiðnisjóð vegna hraðræktun jólatrjáa á ökrum: Landssamtök skógaeigenda hefur tvisvar sinnum sótt um styrk til Framleiðnisjóðs vegna verkefnisins „Hraðræktun jólatrjáa á Ökrum“ og fengið styrk. Verkefnastjóri er Else Möller. Gengið hefur verið frá þriðju umsókninni vegna verkefnisins. Forsenda samþykktar LSE er að samtökin leiði verkefnið og beri ábyrgðina en greiði Else Möller fyrir ákveðna verkþætti vegna verkefnisins.

Stjórn LSE felur formanni og framkvæmdastjóra að ræða við Else varðandi þetta fyrirkomulag og ganga frá samningi um vinnuframlag vegna verkefnisins áður en umsóknin verður send inn til Framleiðnisjóðs.

2.

Fundur með framkvæmdastjórum LHV: Stefnt er að því að halda fund með framkvæmdastjórum LHV í lok janúar og er framkvæmdastjóra falið að finna fundartíma í samráði við þá, senda út fundarboð og dagskrá fundarins.

Ekki fleira gert og fundi slitið 21,30

HG

97. Stjórnarfundur LSE (símafundur)

17. febrúar 2015 kl. 20,00

Fundarsími 7557755/2233344

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Anna Ragnarsdóttir, Hraundís Guðmundsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson María E. Ingvadóttir og Hrönn Guðmundsdóttir

Dagskrá:

1.

Fjármál LSE og styrkumsóknir: Framkvæmdastjóri fór yfir fjárhag LSE. Lokagreiðsla vegna Kraftmeiri skóg verður væntanlega greidd ca. mánuði eftir skilum á lokaskýrslu og er sú vinna á lokaspretti. Einnig á LSE eftir að fá lokagreiðslu styrkjar frá FL og er hann væntanlegur. Sótt var um styrk af safnliðum ráðuneyta og fékkst frá UAR og inni er umsókn til ANR og FL. vegna verkefna í úrvinnslu skógarafurða og er beðið eftir afgreiðslu á þeim umsóknum.

2.

Fundur með Umhverfis- og auðlindaráðherra: Upplýst var um að föstudaginn 20. febrúar á LSE fund með Umhverfis og auðlindaráðherra um málefni LSE. María sat aðalfund Landeigendafélagsins.

3.

Fundur um Landsskipulagsstefnu í Skipulagsstofnun:

Tillaga að landsskipulagsstefnu var kynnt skógræktarfólki nú í febrúar og í kjölfarið sendi skógargeirinn inn athugasemdir og óskaði LSE í kjölfarið eftir fundi með forstjóra Skipulagsstofnunar og hennar fólki til að fylgja athugasemdum sínum úr hlaði. Fundurinn gekk vel og er von okkar að tillit verði tekið til athugasemda skógræktar í landsskipulagsstefnu. Þeir sem mættu á fundinn var fulltrúi LSE fyrir skógarbændur, SLS fyrir landshlutaverkefnin, Skógræktarfélags Íslands, og Skógrækt ríkissins.

4.

Fundargerð fundar LSE og LHV lögð fram til umræðu. Samþykkt að gefa stjórn meiri tíma til að lesa hana betur yfir og koma með athugasemdir.

5.

Taxtar 2015: Lagt fram bréf frá landshlutaverkefnunum um taxta fyrir árið 2015. LHV leggur til að taxtar hækki í takt við launavísitölu milli mars 2014 og mars 2015. Óskað er eftir umsögn varðandi taxtana frá LSE. Töluverð umræða skapaðist um taxtana. Ekki hefur verið fjallað um taxtana innan stjórna HASK. Stjórn samþykkti að hækkun taxta sé í takt við launavísitölu en jafnframt lýsir hún óánægju sinni yfir að eitt verkefni sé með hærri taxta en önnur verkefni.

6.

Stjórnsýslan, hugsanlegar breytingar LHV: Lögð fram til umræðu sviðsmynd varðandi hugsanlegar stjórnsýslubreytingar landshlutaverkefnanna. Óskað er eftir skoðun LSE á sviðsmyndinni. Stjórn LSE lýst vel á þessa hugmynd og finnst mikilvægt að halda starfstöðum á hverjum landshluta og óska eftir nánari kynningu á hugmyndinni á næsta stjórnarfundi. Framkvæmdastjóra falið að finna tíma fyrir næsta stjórnarfund.

7.

Tillögur aðildarfélaga á aðalfund LSE:

Aðildarfélögin eru hvött til að senda inn tillögur fyrir aðalfund LSE og að þær séu vandaðar og vel unnar. Framkvæmdastjóra falið að óska eftir því við formenn aðildarfélaganna að vandað verði til verks og tillögur verði sendar til framkvæmdastjóra minnst tveimur vikum fyrir aðalfund.

Framkvæmdastjóa falið að gera form að breytingu á uppbyggingu aðalfundar og í framhaldi að senda bréf til formanna félaga um hvort þau hafi tillögu að málefnum sem unnin verða í starfshópum og úr verða tillögur sem lagðar verða fyrir aðalfundinn.

8.

Fagráðstefna skógargeirans: Kynnt var dagskrá Fagráðstefnu skógargeirans sem haldin verður í Borgarnesi 11-12 mars. Dagskráin er að finna á www.skogarbondi.is

9.

Önnur mál:

a) Framkvæmdastjóri hvatti til að fá fréttir af tímasetningum aðalfunda félaga.

B) Framkvæmdastjóri er hvattur til að senda á stjórn niðurstöður fundar með ráðherra og eins svör varðandi styrkumsóknum.

Ekki fleyra gert og fundi slitið kl 21,32

98. Stjórnarfundur LSE og framkvæmdastjórum LHV

miðvikudaginn 11. febrúar 2015 í norðursal húsakynna BÍ á Hótel Sögu kl. 10.00 – 16.00

Fundargerð

Mættir voru: Stjórn LSE Jóhann Gísli Jóhannsson, María Ingvadóttir, Anna Ragnarsdóttir, Hraundís Guðmundsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, Björn B. Jónsson SLS, Valgerður Jónsdóttir NLS, Ólöf Sigurbjartsdóttir HASK, Sæmundur Þorvaldsson Skjólskóga, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir VLS og Hrönn Guðmundsdóttir

Dagskrá:

1.

Heimasíðan www.skogarbondi.is Sameiginlegur rekstur LSE og verkefnanna - HG, BBJ:

Björn fór yfir tilkomu heimasíðunnar og sagði frá þegar KMS fór af stað að búa til sameiginlega síðu LSE og landshlutaverkefnanna. Kraftmeiri skógur rak síðunað í tvö ár en samkvæmt samkomulagi tóku verkefnin yfir rekstur síðunnar að þeim tíma liðnum. Rætt var um kostnað á rekstri síðunnar og hvernig hægt væri að halda henni betur lifandi.

Samþykkt var að halda óbreytt útlit á heimasíðunni árið 2015 þar til lokagreiðsla KMS væri greidd. Einnig var samþykkt að verkefnin skiptu á milli sín að bera ábyrgð á að birta frétt og fræðsluefnieinn mánu