top of page

Stjórnarfundir LSE 2015

94. stjórnarfundur Landssamtaka skógareigenda

haldinn í fundarsal hjá Beggja hag Vegmúla 2 í Rvík kl 10.00

Dagskrá fundarins:

Mættir voru Jóhann Gísli Jóhannsson, María E Ingvadóttir, Anna Ragnarsdóttir, Hraundís Guðmundsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Sighvatur Jón Þórarinsson var í síma.

Jóhann Gísli bauð fundarmenn og einnig nýjan stjórnarmann velkomin til starfa, og gekk svo til dagskrár.

  1. Ný stjórn skiptir með sér verkum: Formaður lagði til að Anna Ragnarsdóttir verði varaformaður, Sighvatur Jón ritari, og Hraundís gjaldkeri og María meðstjórnandi.

  2. Fundargerð aðalfundar LSE lögð fram til samþykktar: Stjórn samþykir aðalfundargerðina og fer hún inn á heimasíðuna með skýrslu stjórnar, skýrsla framkvæmdastjóra og reikningum samtakanna fylgja sem viðhengi.

  3. Tillögur frá aðalfundi: Tillögunar ræddar og framkvæmdastjóra falið að senda tillögurnar þangað sem þeim er beint til.

  4. Fjárhagur LSE 2015: Lagt er fram til kynningar minnisblað frá Sigurði Inga Jóhannssyni ráðherra sem varð til eftir fund með formanni og framkvæmdastjóra LSE um gerð samstarfssamnings til að tryggja rekstur LSE til fimm ára. Samkvæmt minnisblaðinu var ekki illa tekið í málið en fjármunum af fjárlögum fyrir árið 2015 var búið að ráðstafa en vilji er til hjá stjórnvöldum að vinna málið áfram fyrir árið 2016. Ráðherra benti á þá leið að fara í gegnum fjárlaganefnd Alþingis. Búið er að óska eftir fundi með fjárlaganefnd. Greiðslur vegna styrks frá Framleiðnisjóði berast nú fyrir áramót. Mögulegt er að sækja aftur um styrk úr sjóðnum til úrvinnsluverkefnisins og er framkvæmdastjóra falið að vinna umsókn fyrir 16,jan. 2015.

Seinnihlut styrkja frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vegna rekstur LSE og frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu vegna úrvinnslu skógarafurða greiðast út um áramót, en skila þarf greinagerðum til ráðuneytanna svo að greiðslurnar verði greiddar. Framkvæmdastjóra falið að skila inn greinagerðum vegna styrkjanna fyrir tilskyldan tíma.

Framkvæmdastjóra falið að sækja um styrki af verkefnaliðum ráðuneyta og senda inn umsóknir í umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna reksturs LSE, í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið vegna verkefnisins úrvinnslu skógarafurða.

Framkvæmdastjóra og formanni falið að vinn áfram með minnisblað ráðherra.

  1. Kraftmeiri skógur lokauppgjör. Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála. Búið er að safna öllum gögnum vegna kostnaðar við verkefnið kraftmeiri skóg og tímaskriftir vegna vinnu. Þessar upplýsingar fara í lokauppgjör sem unnið er á Hvanneyri. Uppgjörið fer svo í lokaskýrslu sem skila þarf inn til Leonardo fyrir 30. nóv. Síðasta greiðsla berst þegar lokaskýrsla hefur verið samþykkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins.

  2. Staðan á verkefni FsA vegna stofnun úrvinnslustöðvará Austurlandi: Jóhann Gísli fór yfir þróun verkefnisins hjá félagi skógarbænda á Austurlandi. Þriggja manna verkefnastjórn er að vinna að verkefninu. Verkefnastjórnin hefur ákveðið að leggja í eins mánaða vinnu við viðarmagnsúttektir og í markaðsrannsóknir og þróunarvinnu. Benedikt Davíðsson skógfræðingur hefur verið ráðinn í viðarmagnsúttektina og Halla Herbertsdóttir viðskipta og markaðsfræðingur sér um markaðsrannsóknirnar og þróunarvinnuna.

Rætt var um mikilvægi þess að skógræktarfólk vinni saman og Jóhann Gísli hvatti félögin að fara í samstarf við skógrækt ríkisins, skógræktarfélögin á svæðunum og landshlutaverkefnin um úrvinnslu skógarafurða á sínu svæði. Rætt var um að aðildarfélögin héldu félagsfund fyrir 15. nóv. og kynni hugmyndirnar um úrvinnslu skógarafurða og hugsanlega stofnun afurðarstöðva og heyrðu sjónarmið félaganna og upplýsa stjórn LSE um niðurstöðu fundanna.

  1. Staða jólatrjáaræktar og framtíðarhorfur: Framkvæmdastjóri hefur sótt þemadag hjá Skógræktarfélagi Íslands um ræktun jólatrjáa 2014. Á þeim fundi var ákveðið að stofna vinnuhóp um samþættingu flokkunarkerfis og merkingar fyrir söluhæf jólatré. Fundur í þeim hóp verður 24. okt. og situr framkvæmdastjóri LSE fundinn. Einnig var skipaður starfshópur um framtíðarhorfur í jólatrjáarækt og hvort tímabært sé að stofna formleg eða óformleg sölusamtök fyrir jólatré. Fundurinn verður á Hallormsstað 17. október næstkomandi og situr framkvæmdastjóri fundinn fyrir hönd LSE.

Töluverð umræða sköpuðust um framtíðarhorfur í jólatrjáarækt. Rætt var um hvort jólatrjáaræktun væri ekki nytjaskógrækt eins og akurræktun aspa. Samþykkt var að fela framkvæmdastjóra að senda erindi til LHV um þá hugmynd að jólatrjáaræktun verði einn liður skógræktar innan verkefnanna líkt og skjólbeltarækt og akurræktun (iðnaðarskógrækt).

  1. Önnur mál:

  2. Framkvæmdastjóri lagið fram tilboð um tölvukaup. Málin rædd og Maríu falið að leita tilboða til fyrirtækis sem Beggja hagur ehf. skiptir við.

  3. Framkvæmdastjóri sagði frá fundi í Fagráði skógræktar og þeim athugasemdum sem fagráðið sendi inn til UAR vegna reglugerðar fyrir LHV.

  4. Hraundís sagði frá að næsti aðalfundur LSE verður haldinn í Stykkishólmi 2-4 október 2015.

Ekki fleira gerð og fundi slitið kl 14.10

 
 

95. Stjórnarfundur Landssamtaka skógareigenda

haldinn 10 desember. Símafundur haldinn frá fundarsal Vegmúla 2. Kl. 12,00

Mætt voru Jóhann Gísli, María en í síma voru Hraundís Guðmundsdóttir, Anna Ragnarsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson og Hrönn Guðmundsdóttir

Dagskrá:

  1. Fundur með ráðherra: Formaður fór yfir fund með ráðherra um málefni og stöðu LSE og hvernig við færum í gengum næsta ár. Rætt var um færar leiðir til að tryggja rekstur LSE 2015. Sótt var um á verkefnaliðum Umhverfis og auðlindaráðuneytis og ef eitthvað kæmi frá atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu þá gæti það dugað ásamt félagsgjöldum. Ráðuneytið lofaði svörum fyrir áramót svo að hægt verið að halda starfsmanni næsta ár samhliða því að unnið verði að því ganga frá samningi til einhverra ára og koma inn í fjárlög fyrir árið 2016.

  2. Kolefnisbinding staða mála: Farið yfir þá vinnu kolefnisnefndarinnar og fundi með ráðuneytinu þar sem niðurstaða að leggja til við ráðherra að setturð verði á laggirnar 3 manna vinnuhópur um loftsmál og mengunarheimildir, það af einn frá LSE. Framkvæmdastjóra falið að koma þessu af stað og leggja til að vinnuhópurinn verði skipaður auk fulltrúa frá LSE, einum frá UAR og einum frá LHV.

  3. Fjárhagur LSE og styrkumsóknir: Framkvæmdastjóri kynnti stöðu fjárhags LSE. Sótt var um styrki á verkefnaliðum ráðuneytanna fyrir árið 2014. Búið er að greiða LSE 75 % af styrkjunum og restin kemur væntanlega nú í desember. Einnig var sótt um styrk í Framleiðnisjóð og fyrsta greiðsla er greidd og önnur greiðsla væntanleg. Staða LSE er ekki góð ef ekki kemur til styrkur frá ráðuneytunum fyrir rekstri LSE fyrir árið 2015.

Framkvæmdastjóra falið að finna sanngjarna lausn á greiðslum fyrir akstur á stjórnarfundi

  1. Tölvukaup LSE. Framkvæmdastjóri sagði frá að leitað hefði verið tilboða í tölvu fyrir samtökin bæði borð og fartölvu. Gengið var að tilboði frá Martölvunni sem var hagstæðast.

  2. Fagráð frá síðast: Framkvæmdastjóri fór yfir þau mál sem fjallað var um á síðasta fagráðsfundi skógræktar.

  3. Helstu mál voru tengsl alþjóðlegs umhverfissamnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni í skógrækt.

  4. Innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda, B-lista reglugerða og mögulegt hlutverk Fagráðs arðandi þessa vinnu.

  5. Staðal fyrir grunnkortlagningu fyrir ræktunaráætlun. Arnóri Snorrasyni og Brynjari Skúlasyni var falið að gera tillögu að staðli um söfnun ganga og gerð ræktunaráætlana.

  6. Jólatrjáaræktun á Íslandi. Framkvæmdastjóri sat í starfshópum með fulltrúum aðila í jólatrjáarækt. Þessir starfshópar fjölluðu meðal annars um:

  7. sameiginlegu flokkunarkerfi fyrir íslensk jólatré, greni, þin og furu: Else Möller og framkvæmdastjóra LSE var falið að gera tillögu að flokkunarkerfi og senda út til kynningar. Athugasemdir eiga að skilast inn í janúar næstkomandi og stefnt er að því að flokkunarkerfið taki gildi 2015.

  8. Einnig sat formaður í starfshópi sem er að skoða grundvöll fyrir sameiginlegum sölusamtökum fyrir jólatré. Ekki var talið tímabært að setja af stað formleg sölusamtök en skoða á hvort hægt verði að reka saman vefsíðu þar sem allar upplýsingar um magn og tegundir jólatrjáa safnast inn á. Hópurinn telur mikilvægt að upplýsingar um hvað Íslendingar geta sett mikið á markað og upplýsingar um tegundir liggi fyrir á einum stað til að auðvelda kaupendum að nálgast þessar upplýsingar.

Bókun stjórnar LSE: Stjórn LSE telur það tímaskekkju að stofna sér sölusamtök eða sér vefsíðu fyrir sölu á jólatrjám. Það er stefna samtakanna að landshlutafélögin setji á stofn rekstrarfélög fyrir afurðir úr skógum í hverjum landshluta og þar sem jólatré eru ein afurð skóga, sem fellur inn í slík rekstrarfélög. Nýta heimasíðu samtakanna til að miðla upplýsingum um söluhæft magn og tegundir til kaupenda.

  1. Fjallað var um hvort Ísland eigi að vara aðili að evrópskum samtökum jólatrjáaframleiðenda CTGCE. Fundaraðilum var falið að kanna vilja LSE, SR, og SÍ um sameiginlega þátttöku í samtökunum og greiða sameiginlega árgjald.

Bókun á stjórnarfundi LSE. Stjórn LSE telur ekki tímabært að ganga í Evrópsk samtók jólatrjáaframleiðenda að svo komnu máli. Jólatrjáaræktun skógareigenda er komin of skammt á veg til þess og vill stjórn LSEaðeins sjá til hvernig þróunin verður áður en gengið er í slík samtök.

  1. Ráðningasamningur framkvæmdastjóra rennur út 30. mars næstkomandi. Verið er að vinna að lausnum til þess að halda starfsmanni. Vonast er til að niðurstöður liggi fyrir í lok desember.

  2. Við skógareigendur, blað landssamtakanna er komið út og verið að dreifa því til skógarbænda og annarra áhugasamra um skógrækt.

Fleira ekki gert og fundi slitið 13,30

 

96. stjórnarfundur (símafundur) Landssamtaka skógareigenda

5, janúar 2015 kl. 20:30.

Dagskrá:

1.

Umsókn í Framleiðnisjóð vegna hraðræktun jólatrjáa á ökrum: Landssamtök skógaeigenda hefur tvisvar sinnum sótt um styrk til Framleiðnisjóðs vegna verkefnisins „Hraðræktun jólatrjáa á Ökrum“ og fengið styrk. Verkefnastjóri er Else Möller. Gengið hefur verið frá þriðju umsókninni vegna verkefnisins. Forsenda samþykktar LSE er að samtökin leiði verkefnið og beri ábyrgðina en greiði Else Möller fyrir ákveðna verkþætti vegna verkefnisins.

Stjórn LSE felur formanni og framkvæmdastjóra að ræða við Else varðandi þetta fyrirkomulag og ganga frá samningi um vinnuframlag vegna verkefnisins áður en umsóknin verður send inn til Framleiðnisjóðs.

2.

Fundur með framkvæmdastjórum LHV: Stefnt er að því að halda fund með framkvæmdastjórum LHV í lok janúar og er framkvæmdastjóra falið að finna fundartíma í samráði við þá, senda út fundarboð og dagskrá fundarins.

Ekki fleira gert og fundi slitið 21,30

HG

 

97. Stjórnarfundur LSE (símafundur)

17. febrúar 2015 kl. 20,00

Fundarsími 7557755/2233344

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Anna Ragnarsdóttir, Hraundís Guðmundsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson María E. Ingvadóttir og Hrönn Guðmundsdóttir

Dagskrá:

1.

Fjármál LSE og styrkumsóknir: Framkvæmdastjóri fór yfir fjárhag LSE. Lokagreiðsla vegna Kraftmeiri skóg verður væntanlega greidd ca. mánuði eftir skilum á lokaskýrslu og er sú vinna á lokaspretti. Einnig á LSE eftir að fá lokagreiðslu styrkjar frá FL og er hann væntanlegur. Sótt var um styrk af safnliðum ráðuneyta og fékkst frá UAR og inni er umsókn til ANR og FL. vegna verkefna í úrvinnslu skógarafurða og er beðið eftir afgreiðslu á þeim umsóknum.

2.

Fundur með Umhverfis- og auðlindaráðherra: Upplýst var um að föstudaginn 20. febrúar á LSE fund með Umhverfis og auðlindaráðherra um málefni LSE. María sat aðalfund Landeigendafélagsins.

3.

Fundur um Landsskipulagsstefnu í Skipulagsstofnun:

Tillaga að landsskipulagsstefnu var kynnt skógræktarfólki nú í febrúar og í kjölfarið sendi skógargeirinn inn athugasemdir og óskaði LSE í kjölfarið eftir fundi með forstjóra Skipulagsstofnunar og hennar fólki til að fylgja athugasemdum sínum úr hlaði. Fundurinn gekk vel og er von okkar að tillit verði tekið til athugasemda skógræktar í landsskipulagsstefnu. Þeir sem mættu á fundinn var fulltrúi LSE fyrir skógarbændur, SLS fyrir landshlutaverkefnin, Skógræktarfélags Íslands, og Skógrækt ríkissins.

4.

Fundargerð fundar LSE og LHV lögð fram til umræðu. Samþykkt að gefa stjórn meiri tíma til að lesa hana betur yfir og koma með athugasemdir.

5.

Taxtar 2015: Lagt fram bréf frá landshlutaverkefnunum um taxta fyrir árið 2015. LHV leggur til að taxtar hækki í takt við launavísitölu milli mars 2014 og mars 2015. Óskað er eftir umsögn varðandi taxtana frá LSE. Töluverð umræða skapaðist um taxtana. Ekki hefur verið fjallað um taxtana innan stjórna HASK. Stjórn samþykkti að hækkun taxta sé í takt við launavísitölu en jafnframt lýsir hún óánægju sinni yfir að eitt verkefni sé með hærri taxta en önnur verkefni.

6.

Stjórnsýslan, hugsanlegar breytingar LHV: Lögð fram til umræðu sviðsmynd varðandi hugsanlegar stjórnsýslubreytingar landshlutaverkefnanna. Óskað er eftir skoðun LSE á sviðsmyndinni. Stjórn LSE lýst vel á þessa hugmynd og finnst mikilvægt að halda starfstöðum á hverjum landshluta og óska eftir nánari kynningu á hugmyndinni á næsta stjórnarfundi. Framkvæmdastjóra falið að finna tíma fyrir næsta stjórnarfund.

7.

Tillögur aðildarfélaga á aðalfund LSE:

Aðildarfélögin eru hvött til að senda inn tillögur fyrir aðalfund LSE og að þær séu vandaðar og vel unnar. Framkvæmdastjóra falið að óska eftir því við formenn aðildarfélaganna að vandað verði til verks og tillögur verði sendar til framkvæmdastjóra minnst tveimur vikum fyrir aðalfund.

Framkvæmdastjóa falið að gera form að breytingu á uppbyggingu aðalfundar og í framhaldi að senda bréf til formanna félaga um hvort þau hafi tillögu að málefnum sem unnin verða í starfshópum og úr verða tillögur sem lagðar verða fyrir aðalfundinn.

8.

Fagráðstefna skógargeirans: Kynnt var dagskrá Fagráðstefnu skógargeirans sem haldin verður í Borgarnesi 11-12 mars. Dagskráin er að finna á www.skogarbondi.is

9.

Önnur mál:

a) Framkvæmdastjóri hvatti til að fá fréttir af tímasetningum aðalfunda félaga.

B) Framkvæmdastjóri er hvattur til að senda á stjórn niðurstöður fundar með ráðherra og eins svör varðandi styrkumsóknum.

Ekki fleyra gert og fundi slitið kl 21,32

 

98. Stjórnarfundur LSE og framkvæmdastjórum LHV

miðvikudaginn 11. febrúar 2015 í norðursal húsakynna BÍ á Hótel Sögu kl. 10.00 – 16.00

Fundargerð

Mættir voru: Stjórn LSE Jóhann Gísli Jóhannsson, María Ingvadóttir, Anna Ragnarsdóttir, Hraundís Guðmundsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, Björn B. Jónsson SLS, Valgerður Jónsdóttir NLS, Ólöf Sigurbjartsdóttir HASK, Sæmundur Þorvaldsson Skjólskóga, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir VLS og Hrönn Guðmundsdóttir

Dagskrá:

1.

Heimasíðan www.skogarbondi.is Sameiginlegur rekstur LSE og verkefnanna - HG, BBJ:

Björn fór yfir tilkomu heimasíðunnar og sagði frá þegar KMS fór af stað að búa til sameiginlega síðu LSE og landshlutaverkefnanna. Kraftmeiri skógur rak síðunað í tvö ár en samkvæmt samkomulagi tóku verkefnin yfir rekstur síðunnar að þeim tíma liðnum. Rætt var um kostnað á rekstri síðunnar og hvernig hægt væri að halda henni betur lifandi.

Samþykkt var að halda óbreytt útlit á heimasíðunni árið 2015 þar til lokagreiðsla KMS væri greidd. Einnig var samþykkt að verkefnin skiptu á milli sín að bera ábyrgð á að birta frétt og fræðsluefnieinn mánuð í senn. Allir geta sett inn efni samt sem áður. Síðan verður svo endurskoðuð 2016.

Hrönn er falið að gera exelskjal um skiptingu á birtingu frétta og fræðsluefnis á heimasíðuna.

Trs á Selfossi er tekinn við hýsingu síðunnar og þjónustar hana. Vefstjóri er sá sami og í upphafi Grétar Magnússon.

2.

Taxtar LHV, samræming. – SÞ:

Sæmundur Þorvaldsson lagði fram til kynningar samræmda taxta eða kostnaðarviðmið fjögurra landshlutaverkefna vegna gróðursetningaframkvæmda í skógrækt. Einnig var farið yfir taxta sem samþykkt er að eru mismunandi eftir verkefnum er varðar jarðvinnslu, slóða, girðingakostnað og fl. Þessi kostnaðarviðmið eru grundvöllur að 97% greiðslunnar til skógarbænda. Héraðsskógar eru utan við þetta samkomulag.

Tillögur að töxtum fyrir árið 2015, verða lagðar fyrir stjórn LSE þar sem lagt er til að hækkun verði í samræmi við launavísitölu milli mars 2014 og mars 2015. Tillaga LHV verður afgreidd á næsta stjórnarfundi LSE.

Töluverðar umræður sköpuðust um tillöguna og taldi formaður LSEmikilvægt að laun fyrir framkvæmdir í skógrækt séu með þeim hætt að hægt verði að greiða verktökum fyrir vinnu.

3.

Kynning á drögum af reglugerð fyrir landshlutaverkefnin í skógrækt:

Björn Barkar Helgason kynnti drögin, lið fyrir lið en lítið sem ekkert hefur gerst síðan reglugerðin var kynnt síðast. Nýr ráðherra á eftir að skoða hana og leggja blessun sína yfir hana. Vonast er til að hreyfing komist sem fyrst á þetta mál svo verkefnin geti farið að vinna eftir reglugerðinni.

4.

Fjármagn til LHV/ er aukning í kortunum – JGJ/HG:

Formaður LSE spurði hvort eitthvað væri að frétta af aukningu á fjármagni til skógræktar. Þrátt fyrir að gefið hafi verið út í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um aukið fjármagn til skógræktar hefur lítið orðið vart í þá átt. Á síðasta ári var gefið út að aukning upp á 20 milljóna krónur framlag til eflingar skógræktar og landgræðslu og að gerð yrði sérstök aðgerðaáætlun.

Þrátt fyrir ítrekaðar tillögur frá aðalfundi LSE og þrýsting á fundum með ráðherra um mikilvægi þess að gróðursetningar og aðrar framkvæmdir á vegum verkefnanna haldi áætlun svo ekki komi gat í ferlið virðist lítið vera að gerast í þessum málum. Engar fréttir hafa borist um aukningu fjármagns og ekki er vitað til þess að fjáraukin frá árinu 2014 sé kominn í umferð.

SLS ætlar að sækja um aukafjárveitingu til kaupa á 40 þúsund öspum til að gróðursetja í haust. Fundurinn skorar á landshlutaverkefnin að sækja sameiginlega um aukningu upp á 250 þúsund plöntur sem deilast niður á verkefnin.

Spurt var um fjárhag LSE og upplýsti Hrönn að lítið gengi þrátt fyrir ítrekaða fundi við ráðherra um málefni landssamtakanna og mikilvægi þess að ríkið komi að rekstri þess í nokkur ár á meðan þau eru að vinna sig upp í verða sjálfstæð. Einungis er búið að fá vilyrði fyrir 1900 þúsund krónu styrk til fræðslu og kynningarverkefni. Búið er að sækja um styrki vegna úrvinnsluverkefna bæði í Framleiðnisjóð og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið. Vonast er til þess að það skili einhverju. Ef ekki úr rætist er ljóst að erfitt verður fyrir LSE að halda launuðum starfsmanni og reka skrifstofu.

Framkvæmdastjóri LSE á fund með nýjum ráðherra síðar í mánuðinum.

5.

Grisjun /staðan – allir.

Björn sagði frá að skógarbændur á Suðurlandi værubyrjaðir að grisja og eru að vonast til að bændur geti selt viðinn í gegnum SR. Þeir sækja efnið við veg og flytja til Elkem. Skógarreitir á fjórtán bæjum á Suðurlandi eru tilbúnir til grisjunar. Ekki er komin niðurstaða í endanlegum kostnaði af grisjun og tekjur til bóndans.

Vesturlandsskógar og Skjólskógar eru ekki byrjaðir að grisja en það gerist á næstu árum. Héraðs og Norðurlandsskógar hafa verið í grisjun undanfarin ár. Mikil bilun í er í gangi fyrir austan og það verða nokkur útboð á næstunni. Mikið af skógi er kominn að grisjun á Austurlandi.

6.

Úrvinnsla skógarafurða – JGJ:

Jóhann kynnti verkefnið úrvinnslu skógarafurða sem er að fara af stað á Austurlandi. LSE fékk styrk til að setja af stað verkefni í úrvinnslu skógarafurða. Ákveðið var aðfara í vinnu með Félagi skógarbænda á Austurlandi. LSE gerði samning við Austurbrú um þróun verkefnisins og umsóknir á styrkjum. Verkefnið er samstarsverkefni FsA, LSE, HASK, SR, Skógræktarfélag Austurlands, Austurbrú, Fljótdalshéraðs og Fljótsdalshrepps. Starfshópur er skipaður einum fulltrúa frá öllum samstarfsaðilum. Búið er að vinna viðarmagnsúttekt, og verið er að vinna markaðsrannsókn og skoða félagsform afurðastöðvarinnar.Ýmsar styrkumsóknir eru í gangi til að halda áfram að þróa verkefnið.

Jóhann hvatti hina landshlutana að skoða málin í sínum landshlutum. Umræða skapaðist hvor skinsamlegra væri að stofna afurðarstöð á landsvísu frekar en að hver landshluti væri sér. Stefna LSE er að fara hægt af stað og þróa á einum stað módel sem hægt verði að yfirfæra á aðra landshluta eða víkka út á landsvísu.

7.

Jólatrjáaræktun, möguleikar, framtíðarsýn – HG:

LSE sendi LHV bréf þess efnis að kanna áhuga LHV á hvort jólatrjáaræktun gæti verið einn liður skógræktar innan verkefnanna líkt og skjólbeltarækt. Forsagan er að LSE fór af stað með verkefnið akurræktun jólatrjáa 2012. Verkefnið hefur ekki vaxið sem skildi því utanumhald vantar.

Else er að vinna með þátttakendum í akurræktun jólatrjáa með ráðgjöf, fræðslu, aðstoð vegna plöntukaupa og fl. Else hlaut styrk hjá FL í gegnum LSE og veitir þessa ráðgjöf í staðinn.

Framkvæmdastjórar LHV eru sammála um að það séu aðrar forsendur við að rækta jólatré en timburskógrækt og því eigi þetta verkefni ekki heima hjá þeim nema komi til aukið fjármagn.

Stjórn LSE er ekki sammála og bendir á t.d akurræktun aspar til iðnaðarnota, en auðvitað þyrfti að tryggja fjármagn til LHV vegna aukinna verkefna.

Spurt var hvort skógarbóndi gæti tekið ákveðna reiti innan samningssvæðis til jólatrjáaræktunar á eigin kosnað þar sem skjól nyti. En skjólleysi er eitt af aðal vandamálum í ræktun jólatrjáa. Ekki töldu framkvæmdastjórunum neitt því til fyrirstöðu ef skógarbóndi semur um það sérstaklega.

Rætt var um hvort það væri möguleiki fyrir LSE að gera samning við t.d Atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu bæði hjá landbúnaðar og iðnaðarráðuneyti vegna verkefnis viða að byggja upp jólatrjáaræktun hjá skógarbændum sem atvinnugrein og stuðla þannig að minnkun á innflutningi.

8.

Árangursmat og gæðaúttektir – SÞ.

Sæmundur fór yfir hvernig úttektir voru framkvæmdar. Verkefnin eru búin að samræma verkferliði hjá sér í gæðaúttektum og nota sama form og aðferðir.

9.

Plöntustaðlar og útboð – ÓIS:

HASK er með plöntukaup í útboði. Kannað var hvort plöntukaup rúmaðist inn í rammasamningi en það er ekki vegna smæðar samnings um plöntukaup.

Gerðar eru staðbundnar kröfur til plantna. Hæð á lerki er meiri fyrir austan en krafist er samræmingar á sverleika og hæðar plantna. Sett var í útboðið hjá HASK að framleiðandi sjái um plöntuafhendingu til bóndans. Önnur verkefni reka dreifingastöð á sínum svæðum. Miklar umræður sköpuðust um málið.

Helstu áhyggjur vegna útboða er hversu fáir framleiðendur eru að rækta skógarplöntur. Niðurskurður til verkefnanna orsaka það að framleiðendum hefur fækkað.

10.

Rannsóknir – staðan – allir

Samstarf við Rannsóknarstöð skógræktar ríkissins á Mógilsá og landshlutaverkefnanna um rannsókn á mismunandi kvæmum og klónum í stafafur og hengibjörk. Auk þess sem er verið að rannsaka skaðsemi ranabjöllu. Starfsmaður frá hverju verkefni vinnur að rannsóknunum. Upplýsingar um rannsóknir LHV eru að finna á heimasíðu verkefnanna www.skogarbondi.is

Bent var á að gott væri ef fulltrúi frá LHV fái góðan tíma á aðalfundi aðildarfélaganna til að upplýsa skógarbændur um málefni verkefnanna.

11.

Stjórnsýsla skógræktar: Rætt var um hvort eitthvað væri að gerast í stjórnsýslu skógræktar.

A) Ný skógræktarlög. Valgerður sagði frá endurritun nýrra skógræktarlaga. Skipaður var samráðshópur, fulltrúi LHV, SR, BÍ,og Landvernd. Lögin eru meira og minna ný. Vangaveltur um hversvegna LSE er ekki í þessum samráðshópi sem fulltrúi BÍ, en LSE er eitt af aðildarfélögum BÍ.

B) Stjórnsýslan, hugsanlegar breytingar .Heyrst hafa sögusagnir um breytingar á stjórnsýslu og hugsanlega sameiningu. Spurt var hvort eitthvað væri að frétta.

Björn sýndi hugsanlega sviðsmynd sem hann setti upp vegna vangavelta og umræðu um sameiningu. Sviðsmyndin sýnir að verkefnin fimm sameinist um eina stjórn en starfstöðvarnar yrðu áfram fimm hver með sína sérhæfingu.

Hugmyndin er alls ekki fráleit og ætlar LSE að taka afstöðu til hugmyndarinnar á næsta stjórnarfundi.

C) Skipun nýrra stjórna LHV .

Nýjar stjórnir LHV eiga að veraskipaðar ímaí næstkomandi, samkvæmt skipunartíma núverandi stjórna. LSE er hvatt til að inna eftir því á fundimeð ráðherra í lok febrúar og minna ákynjajafnrétti innan stjórna.

12.

Aðalfundur LSE /uppbygging fundarins. – HG: Stjórn LSE er með form aðalfundar í endurskoðun. Mikilvægt er að aðalfundur sé markviss, fróðlegur og skemmtilegur en þó ekki á kostnað venjulegra aðalfundarstarfa.Framkvæmdastjóra var falið að gera drög að dagskrá fundarins og vinna með FsV að metnaðarfullri dagskrá málþings í tengslum við aðalfundinn og kynna fyrir stjórn.

13.

Framtíð LSE og aðildarfélaganna. – JGJ

Ekkert rætt

14.

Önnur málLandsskipulagsstefna. Björn brýndi LSE að fá vinnufund með forstjóra Skipulagsstofnunar ásamt þess að senda inn athugasemdir við stefnuna.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 16.15

HG

 

99 Stjórnarfundur LSE með formaönnum aðildarfélanna

haldinn 23 mars 2015 kl. 10,30-16,00 í norðursal Bændasamtaka Íslands.

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Anna Ragnarsdóttir, Hraundís Guðmundsdóttir, María E Ingvadóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson í síma, Jóhann F. Þórhallsson, Páll Ingvarsson, Þórarinn Svavarsson. Gestir fundarins Björn B. Jónsson framkvæmdastjóri SlS og Björn H. Barkarson sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu. Hrönn Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.

Fundarsetning. JGJ

Jóhann bauð fundargesti velkoman og tilkynnti breytingu á dagskrá. Björn Helgi Barkarson boðaði forföll. Lagt var til að byrjað yrði á lið 5. Fjárhagur LSE.

Unnið er að því að tryggja rekstur LSE árið 2015 og svo til framtíðar. Er útlit fyrir að það sé að takast eftir fundi með Sigrúnu Magnúsdóttur Umhverfis og auðlindaráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni Atvinnu og nýsköpunarráðherra sem lofuðu okkur að styrkja rekstur LSE þetta árið og að fara í vinnu með LSE til að tryggja rekstur til nokkurra ára.

Jafnframt verði að skoða mörg mál s.s að tengjast búnaðarlaga samningi. Ráðherra ráðlagði það að gerður yrði viðauki við búnaðarlagasamning til 2017. Kynnt voru drög að samkomulagi á milli atvinnu og nýsköpunarráðherra og LSE um viðauka við gildandi Búnaðarlagasamning sem LSE hefur sent til ráðherra. Töluverðar umræður sköpuðust um málið og í hvaða ráðuneyti skógræktin sem atvinnugrein eigi heima.

Rætt var um mikilvægi þess að skráning á vasksskýrslur séu réttar svo LSE fái greitt búnaðargjöld. Samþykkt var að framkvæmdastjóri LSE senda bréf til plöntuframleiðenda um skráningu í réttan atvinnuvegaflokk í skýrslurnar.

Á fundi með ráðherra kom fram áhugi á að einfalda strúktúr skógræktar. En fram kom einnig vilji fyrir að LHV hefðu starfsstöðvar í hverjum landshluta.

Formanni og framkvæmdastjóra er falið að vinna áfram að því að tryggja rekstur LSE og með ráðamönnum um hagræðingu innan skógargeirans.

2.

Hugmynd að uppstokkun innan nytjaskógageirans: BBJ

Björn B Jónsson kynnti hugmyndir sínar um upp uppstokkun innan nytjaskógageirans. Þ.e. að sameina landshlutaverkefnin undir eina fimm manna stjórn með starfstöðvar í hverjum landshluta. Framkvæmdastjóri hefði aðsetur í þeim landshluta þar sem hann væri búsettur. Starfstöðvarnar hefðu ákveðna sérhæfingu en sjá einnig um öll almenn störf í þágu skógarbænda. Björn sýndi sviðsmynd sem hann setti upp vegna vangavelta og umræðu um sameiningu.

Sviðsmyndin sýnir að verkefnin fimm sameinist um eina stjórn en starfstöðvarnar verði áfram fimm hver með sína sérhæfingu.

Stjórn LSE og formenn aðildarfélaganna töldu hugmyndina áhugaverða og var framkvæmdastjóra falið að skoða þessar hugmyndir og vinna með LHV og ráðherra um einföldun á stjórnkerfi skógræktar. Töluverð umræða um hvort landshlutaverkefnin eigi ekki frekar heima undir ANR og var framkvæmdastjóra falið að skoða málið frekar með framkvæmdastjórum LHV. Einnig að hvetja ráðamenn umaukningu fjármagns á 3-4 árum, eða þar til verkefnin verði komin í sömu umsvif og var fyrir hrun.

- Frá því síðast. JGJ/HG

  • Fjárhagur LSE. Jóhann.

Upplýst var að Umhverfis og auðlindaráðuneytið hefur styrkt LSE um 1,9 milljón krónur vegna fræðslu og kynningu á verkefnum LSE. Styrkumsóknir liggja fyrir í Framleiðnisjóð og Atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu vegna verkefna í úrvinnslu skógarafurða og í Umhverfis og auðlindaráðuneytinu vegna verkefna í jólatrjáarækt. Búið er að skila inn lokaskýrslu vegna KMS til skoðunar. Ef allt stenst þá kemur síðasta greiðsla innan skamms.

  • Verkefnin framundan. Farið yfir hugmyndir um jólatrjáarækt. Unnið verður áfram í verkefnum um úrvinnslu skógarafurða. Stefnt er á að kynna verkefnið sem FsA er að vinna að á Vestfjörðum og taka jafnvel í leiðinni kynningu á vesturlandi. LSE vill vinna með fleiri félögum að afurðarmálum.

3.

Yfirlit frá Búnaðarþingi. JGJ

Lítið sem kom fram á búnaðarþingi sem varðar skógrækt. Stærstu mál á þinginu var Hótel Saga og upplegg á nýjum búnaðarlagasamningi. Breytingar á stjórn BÍ. Framkvæmdastjóra falið að senda á alla formenn nýjar samþykktir bændasamtakanna. LSE á einn fulltrúa. Til þess að vera aðili að bændasamtakanna þarf að greiða minnst 400 þús. Bent var á að far inn á bondi.is til að kynna sér frekar málefni búnaðarþings.

4.

Kl 13,30 - Skýrslur formanna aðildarfélaganna: Þórarinn Svavarsson formaður FsV fór yfir starf síðasta árs. Stjórnin skipar auk Þórarins, Guðmundur Sigurðsson gjaldkeri, Halla guðmundsdóttir ritari, ot til vara Jón Zimsen, Halldór Jóhannsson og Ludvig Lárusson. Nokkrir fundir voru haldnir en stjórnin nýtti sér tæknina og mikið af samskiptum stjórnar fór fram í gegnum tölvu og síma. FsV tók þátt í Rabbabarahátíð á Vesturlandi með kynningu á starfi skógarbóndans auk þess að bjóða upp á ketilkaffi og sykurpúða. Afmælisdagur félagsins 23 júní byrjað á Rabbabarahátíð þar sem boðið var upp á ketilkaffi og sykurpúða þar sem félagið boðaði fagnaðarerindið. Mikilvægt að vera sýnileg þarf ekki alltaf að vera selja. Á afmæli félagins var farið í ferð í Dalina þar sem skógrækt á Hrútsstöðum var skoðuð og snædd kjötsúpa. Rútuferð um Borgarfjörðinn farið í efri hluta Skorradals og útivistarskógur skoðaður, Í Lundareykjadal og furuskógur sjoðaður, Oddstaðir, Rauðskil og fl. Starfsárið endðai á jólamarkaði þar sem send voru greni og viðarkubbar

Sighvatur Jón sagði frá félaginu lítið að frétta. Mjög langt er á milli félaganna þannig að það er svæðaskipt starfið. Halda skógargöngur að vori eða hausti. Félagar hafa boðið í heimsókn gegnið um skóginn og hitað kaffi og boðið upp á kleinur. Veðurguðirnir höfðu mikil áhrif á göngurnar.

Fjöldi stjórnafunda 5-6 á vesturlandi vestfjörðum 2 að vori og haust.

Páll sagði frá starfinu á norurlandi. Aðalfundur var haldinn á Blöndósi. 6-8 stjórnarfundir Nokkrir fundir voru haldnir á árinu. Mikil vinna fór í að undirbúa aðalfund LSE sem haldinn var í Skagafyrir. Félagið gaf svuntur gefnar. Tekið þátt í skógardaginn í Kjarnaskógi þar sem ýmis tæki til skógrætar sýndar, boðið upp á ketilkaffi og lummur. Félagsgjöld skðuð félagatalið yfirfarið.

Jóhann F. Þórhallsson fór yfir starf FsA Aðalfudnur 2014 haldinn í Breiðdalsvík var vel sóttur. Skóardagurinn mikli sem haldinn er í samstarfi HASK, SR Skógræktarfélag og fl. Skógardagurinn hefur vaxið ár frá ári haldinn í tíunda sinn. Fundir stjórn 5 alltaf verið að ræða kjaramál. Grisjun er einungis stunduð í gegnum verkefnið. 120 ha hektara grisjaðir á þessu ári hefði þurft að grisja 300 ha. Jólatrjáahópur er starfandi fyrir austan selt jólatré til skógræktarfélags hafnarfjarðar, á vopnafirði og á jólamarkaði í Barra haldinn 13 des. Jólatré seldust mjög vel og 60 einstaklingar með sölubása. Félagið veitir ketilkaffi á samkomum.

Vinna að afurðastöð á austurlandi, samstarfsaðilar ::::: Fjögurra manna starfshópur vinna að

Skoða miðarmagnsúttekt, markaðsgreining, hagkvæmisúttekt (viðskiptaúttekt) austurbrú er að vinna að öðrum nytjum úr skógum. Tækjagreining allt á að vera tilbúið um næstu áramót 2015-2016. Mikilvægt að fá greiningu á öllum þessum þáttum til að kynna fyrir félögsmönnum. Styrkir úr vaxtasamningi 2.7 millj. Styrkur frá LSE. Fjöldi funda vegna verkefnisins 2 í mán. Verið er að skoða eignahald Jóhann Gísli hvatti félögin sem eru að vinna eitthvað að afurðamálum að senda upplýsingar til framkvæmdastjóra því það er mikilvægt til að geta flaggða þessu til stjórnvalda.

María aðalfundur FsS haldinn í Vestmannaeyjum, jónsmessa heimsókn til skógarbónda í Ásbrekku í Gnúpverjahrepp. Mikill myndarskapur á öllu. Stjórnarfundir yfirleitt einusinni í mánuði. En ekki gekk það þetta árið vegna veðurs. 5 fundir á þessu ári. Afurðamál verið aðalmálið margar hugmyndir í gangi og margt spennandi. Fundir verið haldnir í Gunnarsholti með sveitarstjórum farið yfir mikilvægi samstarf um afgangs timbur til að efla áhuga sveitarstjórnarmönnum á málefnum skógarbænda. Næsti fundur skógarbóndi úr Svarfaðadal sagið frá berjarækt og Hallur sagði frá tegundum og aðbúnað plantna. Farið yfir gæði plantna sá þriðji verður eftir páska einnig haldinn í Gunnarsholti.

Tekið er vel á móti öllum félögum hvort sem það eru stórir landeigendur eða með lítið land. Aðalfundur verður ca 20 maí. María nefndi endurskoðuð nefnd er að störfum hjá félaginu.

5.

Kl 14,30 - Árgjöld aðildarfélaganna 2015. HG

Farið yfir árgjöld til LSE. Mikilvægt að góð skrá sé yfir fjölda skógarjarða í hverjum landshluta til að halda utan um félagsgjöldin. Senda út í janúar ár hvert.

6.

Kl 14,45 - Taxtar vegna framkvæmda 2015. HG

Lögð fram til kynningar bréf frá framkvæmdastjórum LHV um hækkun á greiðslu vegna framkvæmda 2015.

Ef rætt er um að nota launavísitölu þá verður að gera. Það framkvæmdastjóra falið að fylgjast með því.

7.

Kl 15,00 - Aðalfundur LSE 2015. HG

Lagt fram til kynningar

Lagt fram bréf frá FsN varðandi kjörbréf á aðalfundi, kjörgengi og tilllögur á aðalfund þar sem nefnt er að mikilvægt að tillögur leggja á fyrir aðalfund fyrir aðaldfund séu lagðar fram til stjórnar með góðum fyrirvara fyrir fund.

Tillögur frá aðildarfélögum

Málþing

Ársfundur jólatrjáaræktenda

8.

Kl 15,30 - Verkefni LSE. JGJ/HG

Úrvinnsla skógarafurða.

Jólatrjáaræktun

9.

Kl 15,45 - Önnur mál.

 

100 stjórnarfundur (símafundur)

haldinn þriðjudaginn 2. Júní kl. 20,00

Fundarsími 7557755 / 2233344

Mættir voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Anna Ragnarsdóttir, Hraundís Guðmundsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, María E Ingvadóttir og Hrönn Guðmundsdóttir.

Formaður bauð fundargesti velkomna og gekk svo til dagskrár.

  1. Frá síðast.

  2. Styrkir til LSE fyrir árið 2015 yfirlit: Fengist hefur styrkir frá Umhverfis og Auðlindaráðuneytin vegna fræðslu og kynningarmála og vegna verkefnis í jólatrjáarækt. Einnig frá Atvinnu og Nýsköpunarráðuneytinu og Framleiðnisjóð vegna úrvinnslu skógarafurða samtals að upphæð 7,9 millj. Auk þess sem von er á eftirstöðvum vegna verkefnisins KMS. Samkvæmt þessu er fjárhagsleg staða LSE ágæt fyrir árið 2015.

  3. Viðauki við búnaðarlagasamning / Staðan. LSE sendi bréf og drög af viðauka við gildandi búnaðarlagasamning til ráðherra og formanns BÍ og óskaði eftir að LSE fengi framlög úr ríkisjóði í gegnum búnaðarlagasamning til að tryggja rekstur LSE til einhverra ára. Erindið var tekið fyrir á fundi bændasamtakanna og í framhaldi átti að kalla til aðildarfélögin til viðræðna. Ekkert hefur gerst í þeim málum enn þá og er framkvæmdastjóri búin að senda ítrekun á ráðherra og BÍ. Niðurstaða þessarar vinnu verður lögð fyrir aðalfund til samþykktar.

  4. Úrvinnsla skógarafurða.

  5. Umsókn frá FsV um samstarf og styrk vegna viðarmagnsúttektar á Vesturlandi. Á stjórnarfundi 10 júní var samþykkt að styrkja aðildarfélögin um 500 þúsund í verkefni varðandi úrvinnslu skógarafurða . FsV sendi inn umsókn um samstarf og styrk til verkefnisins. Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu með stjórn FsV.

  6. Skýrsla frá FsA vegna úrvinnsluverkefna lögð fram til kynningar.

  7. Stjórnsýsla LHV / hugsanlegar breytingar.

  8. Á stjórnafundi LSE með framkvæmdastjórum LHV kynnti Björn B. Jónsson hugsanlegar breytingar á stjórnsýslu nytjaskógargeirans. Þar sem kynnt var hugmynd að einfalda stjórnsýsluna í eina fimm manna stjórn, með stjórnstöð í hverjum landshluta. Stjórn LSE lýst vel á þessar hugmyndir en afgreiðslu frestað til næsta fundar.

  9. Staðsetning nytjaskógræktar innan stjórnkerfisins. Skógrækt er atvinnugrein og er málefnum skógarbænda best varið í Atvinnu og Nýsköpunarráðuneytinu. Á aðalfundi Félags skógareigenda á Suðurlandi var samþykkt tillaga um að skora á stjórnvöld að færa nytjaskógrækt undir ANR. Einnig var samþykkt að skora á önnur aðildarfélög LSE og aðalfund LSE að gera slíkti hið sama.

  10. Áhrif búsetu á skógarjörðum á greiðslu framlaga vegna skógræktarframkvæmda: Lagt var fram bréf frá BBJ framkvæmdastjóra SlS. er varðar málefni sem upp kom á fundi framkvæmdastjóra LHV og umhverfis og auðlindaráðherra um að það væri hamlandi þáttur í fjármögnun til nytjaskógræktar að aðrir en ábúendur þeirra jarða sem væru setnar fengju framlag til skógræktar í gegnum LHV. Skorað var á LSE að kanna hvaða kröfur væru gerðar til annarra búgreina varðandi beingreiðslur. Framkvæmdastjóri leitaði svara hjá Búnaðarstofu og var svarið eftirfarandi: Jörð þarf að vera í ábúð, jarðaskrá heldur utan um hverjir eru ábúendur eða eigendur. Viðkomandi þarf þó ekki að eiga lögheimili á viðkomandi jörð sem fær beingreiðslur. Framkvæmdastjóra var falið að senda svar til framkvæmdastjóra LHV.

  11. Hugmynd að dagskrá aðalfundar LSE. Lögð voru fram drög að dagskrá fyrir aðalfund LSE sem vera á í Stykkishólmi 2.-3. október næstkomandi til kynningar. Búið er að ganga frá staðsetningu og tryggja næga gistingu. Framkvæmdastjóri falið að vinna með stjórn FsV að endanlegri dagskrá og senda út auglýsingu eigi síðar en um mánaðarmótin júní – júlí.

  12. Tillögur fyrir aðalfund: Stjórn LSE hvetur til að tillögur sem lagðar verða fyrir aðalfund verði vel unnar og skipta máli fyrir skógarbændur. Mikilvægt er að ályktanir frá aðalfundi séu sterkar og áberandi.

  13. Fundur fólksins / kynning. BÍ ætla að vera með í Fundi fólksins sem haldinn verður dagana 11.-13. Júní í Norræna húsinu og nágrenni. Það er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin hér á landi og snýst um að fá félagasamtök, hagsmunasamtök og stjórnmálaflokka til að kynna starfsemi sína. Stuttur fyrirvari er til stefnu en framkvæmdastjóra var falið að skoða málið frekar.

  14. Önnur mál

  15. Samningur milli Bændasamtaka Íslands og Radisson Blu Hótel Sögu lagður fram til kynningar.

  16. Bréf frá framkvæmdastjóra BÍ varðandi það að ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fjármagn i verkefnið „Matvælalandið Ísland“ næstu fimm árin. Haft var samband við BÍ um að auka samstarf við bændasamtökin og LSE voru hvött til að skoða hvort skógarbændur gætu tekið einhvern þátt í þessu verkefni. Mikið af matvælum koma úr skógum s.s. sveppir, ber, kryddjurtir, birkisafi, birkivín og margt fleira. Framkvæmdastjóri fór á fund með verkefnastjóranum til að kanna möguleika skógareigenda í þátttöku og stefnt er að því að LSE kostleggi afurðir úr skógum, magn og verðmæti. Agnes Geirdal og Lilja Magnúsdóttir skógarbændur taka þátt í costverkefni um aðrar nytjar úr skógum. Leitað verður til þeirra með að aðstoða við þessa upplýsingaöflun. Framkvæmdastjóra falið að kynna málið fyrir aðildarfélögunum.

  17. Boðað hefur verið til fundar í Bændahöllinni til að ræða ímyndarátakið bændur segja allt gott þann 8 júní og er Hrönn falið að upplýsa stjórn um niðurstöður fundarins.

  18. Sumarfrí framkvæmdastjóra sendir til stjórnar þá daga sem fara í sumarfrí

  19. Framkvæmdastjóra falið að skoða bókun varðandi framlengingu á ráðningu og senda á stjórn

Ekki fleira gert og fundi slitið kl 21,35

 

101 stjórnarfundur (símafundur)

haldinn miðvikudaginn 23. september 2015

Fundarsími 7557755 / 2233344

Mættir voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Anna Ragnarsdóttir, Hraundís Guðmundsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, María E Ingvadóttir og Hrönn Guðmundsdóttir.

Formaður bauð fundargesti velkomna og gekk svo til dagskrár.

1.

Nýr búnaðarlagasamningur: Formaður og framkvæmdastjóri fara á fund með BÍ þar sem rætt verður um nýja búnaðarlagasamning og möguleika LSE að fá samningu um fjárhag til nokkurra ára um ákveðin verkefni sem LSE leggur áherslu á.

Hugmyndir LSE um það sem gæti farið inn í búnaðarlagasamning. Skógarbændur leggja land undir skógræt með ýmsum áherslum eins og t.d nytjaskógrækt, beitarskógrækt, iðnaðarskógrækt, jólatrjáarækt, skjólbeltarækt og fl. Skógarbændur vilja fá greitt fyrir landnotkun undir skógrækt þar sem kolefnisbindinger að byggjast upp. Skógrækt er ein tegund landnotkunar. LSE leggur áherslu á að ef gerður verði samningur við samtökin að LSE verði inn í þeirri vinnu en BÍ semji ekki einhliða fyrir LSE. Mikilvægt að LSE hefi um málið að segja.

Rætt var um rétt sauðfjárbænda að taka land undir rétt. Samkvæmt lögum má taka land undir rétt, allt nema tún. Þarf að fá þessu breitt í ræktað land. Framkvæmdastjóra falið að kanna löggjöf er varðar málið og upplýsa stjórn

2.

Sameining skógargeirans í eina stofnun formaður fór yfir stöðu mála í þeirri vinnu. Stjórn LSE leggur ríka áherslu á að fjármagn verði eyrnamerkt ákveðnum verkefnum og sérstaða landshlutaverkefnanna haldi sér.

3.

Aðalfundur LSE 2015: Undirbúningur aðalfundar er í fullum gangi og skráning á fundinn gengur ágætlega.

4.

Tillögur fyrir aðalfund: Rætt var um tillögur um félagsgjöld hvort þau eigi að vera óbreytt. Stjórn samþykkti að leggja til að félagsgjöld verði óbreytt.

Lagt til að í skírslu formanns verði verkáætlun fyrir næsta ár.

5.

Önnur mál /

  1. Ungmennafræðslan: Framkvæmdastjóri kynnti hugmynd um ungmennafræðslu í samstarfi við LBHÍ, LSE, LHV, Skógræktarfélögin, skógarbændur og sveitarfélög. Hugmyndin er að búa til samstarfsverkefni um bóklega og verklega fræðslu í samstarfi við þessa aðila. Málið er á frumstigi og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

  2. Úrvinnsla skógarafurða: Verkefnið á Austurlandi er í fullum gangi, verið að vinna ýtarlegri markaðsgreiningu, tækjagreiningu og uppfæra viðskiptaáætlun og stefnt að opinni kynningu þann 18. nóv. næstkomandi.

  3. Fulltrúar í stjórn LSE: Rætt um hverjir gefi kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu í LSE. Fulltrúi norðlendinga gefur ekki kost á sér að allir aðrir gefa kost á sér. Nýr fulltrúi gefur kost á sér fyrir félagið á Norðurlandi.

Ekki fleira gert og fundi slitið.

 

102 Stjórnarfundur

haldinn í Hótel Stykkishólmi 3. október 2015

Mættir voru:

Jóhann Gísli Jóhannsson, María E. Ingvadóttir, Hraundís Guðmundsóttir. Jóhann Björn Arngrímsson, og Hrönn Guðmundsdóttir

Eitt mál á dagskrá:

Tilnefning til gullmerkis LSE: Anna Ragnarsdóttir er að hætta í stjórn eftir 7,5 árs setu í stjórn LSE.

Stjórn LSE samþykkir að veita Önnu Ragnarsdóttir gullmerki fyrir vel unnin störf fyrir skógreigendur og til heilla fyrir skógræktina á Íslandi.

Framkvæmastjóra falið að tala við nýjan stjórnarmann og finna tíma fyrir næsta fund.

Ekki fleira gert og fundi slitið.

 

103 stjórnarfundur LSE

haldinn í Ernustofu hjá Bændasamtökum Íslands mánudaginn 2. nóvember 2015 kl. 11.00

Mættir vor Jóhann Gísli Jóhannsson, María E. Ingvadóttir, Hraundís Guðmundsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson og Agnes Þórunn Guðbergsdóttir.

Formaður bauð fundarmenn velkomna á 102 stjórnarfund LSE og nýjan stjórnarmann velkomna í stjórn LSE og gekk svo til dagskrár.

  1. Fundargerð aðalfundar LSE lögð fram: Lagt til að skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra verði vistaði inn í sama skjal og fundargerðin og sett inn á heimasíðuna í heild. Einnig er leggur stjórnin til að fundargerðin í heild fari á formenn aðildarfélaganna og þeir hvattir að senda út á félagsmenn sína. Með því er verið að tryggja að félagsmenn hafi betri aðgang að fundargerð aðalfundar LSE.

  2. Ný stjórn skiptir með sér verkum: Lagt er til að Hraundís Guðmundsdóttir verði varaformaður og María E. Ingvadóttir gjaldkeri, Sighvatur Jón Þórarinsson verði ritari og Agnes Þórunn Guðbergsdóttir verði meðstjórnandi. Samþykkt.

  3. Tillögur frá aðalfundi LSE: Framkvæmdastjóri fór yfir tillögur sem samþykktar voru á aðafundi LSE og þær sendar á viðeigandi aðila. Tveimur tillögum, tillaga nr. 4 og tillaga sem samin var í sameingarnefnd aðalfundar var vísað til stjórnar. Maríu E. Ingvadóttir var falið að skoða tillögu 4 og skoða lög og reglur um skattalegt tap fyrir næsta stjórnarfund. Tillaga samin í sameiningarnefnd, þar sem fundurinn hvetur stjórn LSE að gæta áfram hagsmuna skógarbænda í samrunaferli SR og LHV og sjá til þess að skógarbændur fái kynningu á þeirri vinnu sem er í gangi. Verið er að vinna að kynningum á skýrslu starfshóps um sameiningu SR og LHV sem fyrst.

  4. Viðauki við búnaðarlagasamning staða mála: Verið er að vinna að nýjum Búnaðarlagasamning sem verður rammasamningur um starfsumhverfi. Undir þeim samningi verða gerðir undirsamningur um verkefni sem gæti átt við um t.d. skógrækt. Í rammasamningi verður kveðið á um verkefni sem nýtist landbúnaðinum í heild, þar með talið skógarbændum. Formaður og framkvæmdastjóri LSE fór á fund Bændasamtakanna, þar sem samtökin kynntu sýnar áherslur um áframhaldandi þróun greinarinnar og hvernig hún gæti tengst inn í búnaðarlagasamning. Rætt var um verkefni um nýtingu afurða úr skógum, vöruþróun og markaðssetningu, jólatrjáarækt, beitar og iðnaðarskógrækt, kolefnisbindingu og fl. Áfram verður unnið að þessum málum og stefn er á að fá fund með BÍ, ANR og UAR um möguleika LSE um samning vegna verkefna LSE til a.m.k 10 ára.

  5. Við skógareigendur. Síðasta blað ritnefndar FsN kemur út í nóvember. Nóg efni er komið í blaðið en stirðlega gengur að safna auglýsingum sem er þó í fullum gangi ennþá. Enn er samið við Héraðsprent sem hefur verið með hagstætt tilboð í prentun. Unnið er að því að fá styrktaraðila til lengri tíma til að tryggja útgáfu á blaðinu.

  6. Afurðarstöð á Austurlandi – staða mála: Verkefninu er að ljúka. Verið að vinna að lokaskýrslu vegna markaðsgreiningu. Einnig er verið að vinna tækjagreiningu og að uppfæra viðskiptaáætlun. Stefnt að því að hafa kynningarfund 18 nóvember. Verkefnastjórnin er með fund í vikunni og Jóhanni falið að kanna með aðra dagsetningu sem hentar betur og senda út á stjórn.

  7. Sameining Sr og LHV í eina stofnun, áherslur LSE: Stjórn samþykkti dagskrárbreytingu og var samþykkt að klára önnur mál og enda á lið nr. 7. þegar fulltrúar aðildarfélaganna sem boðuð voru til að ræða þessi mál væru mætt.

  8. Önnur mál: Agnes Þórunn spurði hvort hægt væri að fresta aðalfundi LSE til kvölds föstudags því erfitt væri fyrir fólk að komast frá vinnu. Rætt var einnig um hvort breyta eigi aðalfundi í fulltrúaráðsfund sem stæði yfir í einn dag og síðan verði boðað til fræðslufundar fyrir skógarbændur þar sem aðildarfélögin kæmu að með skógargöngu og árhátíð. Málin einungis reifuð, en engar niðurstöður.

  9. Sameining SR og LHV: Aðalfundur LSE hvatti stjórn að standa fyrir kynningu í samráði við ráðuneytið um skýrslu starfshóps um sameiningu skógræktar á vegum ríkisins. Stjórnarmenn aðildarfélaganna voru boðaðir á fund með LSE til að ræða áherslur skógareigenda vegna sameingarinnar áður en hópurinn færi á kynningarfundinn í ráðuneytinu. Helstu áherslur skógareigenda eru að skógarbændur eigi sterka rödd inn í stofnuninni sem gætir hagsmuna þeirra. Skógarbændur þurfa að eiga fulltrúa sem kemur að skipulagi skógræktar á lögbýlum og umhirðu, kemur að úthlutun fjármagns sem ráðstafað er af fjárlögum og þegar kemur að ákvörðunum um taxtamál.

  • Tryggt verði aðgengi að sérfræðingum, starfstöðvar verið í hverjum landshluta og ábyrgð á nytjaskógrækt og úrvinnslu færist yfir á hendur skógarbænda með tímanum. Skógarbændur eru eigendur þess lands sem mesta nytjaskógrækt fer fram á.

  • Skógarbændur telja mikilvægt að myndaðir verða samráðshópar í hverjum landshluta þar sem verða 3 fulltrúar skógarbænda í hverjum samráðshóp og starfar með skógræktarstjóra að nytjaskógrækt á bújörðum.

Ekki fleira gert og fundi slitið.

bottom of page