Vika 10 Bændaþingi lokið

March 10, 2018

Bændaþing

Bændaþing þar sem skógrækt fékk áheyrn. Jóhann Gísli sat þingið allt en Hlynur bara að litlum hluta. 

 

Ráðamannahittingur VG-B-D

Að kvöldi mánudags fóru Hlynur og Jóhann á stúfana. Þeir byrjuðu að kíkja við hjá VG þar sem þeir hittu ýmsa ráðamenn og töluðu léttlega við ýmsa þar. Ráðherra Umhverfis, Mummi, og hans aðstoðarmaður Orri Páll. Auk þeirra voru Steingrímur J, Svandís Svavars, Rósa Björk, Andrés Ingi, Lilja Rafney, Ólafur Þór og Steinunn Þóra. Eftir góða samveru hjá VG fór Jói til B-listans og Hlynur til D-listans. Í Valhöll var góð stemning og marg um manninn. Í léttu spjalli í litlum hópum náði Hlynur að tali af Guðlaugi Þór, Vilhjálmi Árnasyni og Birgi Ármanns. Auk þeirra voru landbúnaðarráðherra Kristinn Þór og Jón Gunnarsson, Páll Magnússon og Þórdís Kolbrún. Hugsanlega voru fleiri fyrirmenni á svæðinu. 

 

Skrifstofa

Skrifstofan verður æ heimilislegri. Sumir stjórnarliðar og formenn LHV hafa kíkt við.

 

Örfundur samráðstfundar

Öll stjórn LSE og formenn voru á fundinum. Þetta var stuttur fundur, skömmu fyrir samráðsfund sem fjallaði um taxta. Sjá næsta lið.

 

Samráðsfundur

Samráðsfundur LSE og Skógaræktarinnmar fór fram kl 13:00 í Mógilsá og Starleaf. Á staðnum voru (mis lengi): Þröstur skógræktarstjóri, Aðalsteinn, Sigríður, Hreinn og Hrefna frá Skógræktinni. Frá LSE komu: Jói, María, Maríanna, Sigurlína, Hraundís, Bergþóra og Hlynur. Á Starleaf voru Sighvatur og Sæmundur fyrir vestan, Bergsteinn og Valgerður fyrir norðan og Lárus fyrir austan. 

Fundurinn var góður. 1) Sigga fór létt yfir starfsemina 2) Hrefna og Hreinn kom inn á samvinnu við sveitafélög. 3) Hreinn talaði um fjórföldun skógartar, Málafylgjuteymi 4)Taxtar (sjá neðar) 5) Næsti samráðsfundur. Hann verður væntanlega í nóvember og mun LSE sjá um hann. Hlynur mun á þeim fundi fara yfir farinn veg LSE á árinu, svipað eins og Sigga gerði á þessum fundi. 

Í lok fundar hvatti Hreinn formenn, félagsmenn LSE og alltskógáhugafólk um að skrifa greinar í blöðin, bæði local blöðin sem og víðlesnri. 

 

TAXTAR     -   LSE lagði fram eftirfarandi á fundinum:

Taxtar 2018 hækki um 6,9 % frá árinu 2017 og fylgi svo þróun launavísitölu 2018

Eðlilegt þykir að launaliðir milli ára hækki í samræmi við launavísitölu.

 

LSE leggur til að vinnu og launaliðir við skjólbeltarækt verði endurskoðaðir.

 

Tillaga Hvað varðar hugmundir um styrk til skjólbeltagerðar er verið að leggja til að vélastyrkur vegna skjólbeltagerðar lækki f.f. ári um kr 94.000 á km pr. einfalda röð. Að telja bóndanum innskatt til tekna er grundvallarmisskilningur hjá höfundi tillögunnar. Lagt er til að reiknaðir verði upp kosntaðarliðir við skjólbeltagerð og þá mun koma í ljós að jarðvinnsla, áburðargjög, plastlagning, ferging, gróðursetning og girðingar eru þeir liðir sem mest telja í kostnaði.

 

Pólland-video

Hlynur kláraði myndbandavinnslu á ferð til Póllands, verður aðgengilegt á YOUTUBE í apríl. 

 

Alþjóðadagur skóga -video

Pétur Halldórsson hefur sett saman handrit fyrir video. Hlynur setur saman í næstu viku.

 

Blumenstein. styrkur

200.000 kr. styrkur var veittur til Björns Steinars Jóhannessonar (Blumenstein) fyrir að vinna og markaðssetja íslenskt timbur. Afurðiarnar verða á sýningu á HönnunarMARS og verður Björn með 20 mínútna fyrlestur auk þess í Hörpu á opnun hátíðarinnar. 

Björn Bjarndal Jónsson og Hlynur hittu Björn í Heiðmörk á föstudaginn þar sem hann fór yfir málin. Í kjölfarið tóku þeir upp video á upptökuvélar Björns en Hlynur ætlar að sjóða það saman og birta fyrir næstu viku. 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089