top of page

Nýr stjórnarliði í FSA

Í gærkvöldi (12.mars) var haldinn aðalfundur FSA í húsakynnum gróðrastöðvarinnar Barra hjá Egilsstöðum.

Alls mættu 38 manns og stemningin var góð.

- Sigríður Júlía Brynjólfsdóttir hélt upplýsandi erindi um stöðu mála hjá Skógrækinni.

- Lárus Heiðarsson kynnti nýjustu niðurstöður úr þéttleikatilraunum sem sett var út á Héraði.

- Guðný Drífa Snæland, Skeggjastöðum, lauk störfum í sjórn FSA og var henni þakkað vel unnin störf

- Jónína Zophoníasdóttir, Mýrum, kom ný inn í stjórn FSA og var henni óskað velfarnaðar.

Jóhann Þórhallsson tók nokkrar myndir af vettvangi.

bottom of page