Vika 11 Allskonar dagar skóga

March 19, 2018

Brunavarnir í skógum

Á mánudaginn hjólaði ég í Mannvirkjastofnun á fund brunavarna í skóglendi. Verkefnið er langt komið og er loka yfirlestu rí gangi fyrir útgáfu bæklings. Meiningin er að gefa hann út í fjöldum þúsunda og dreifa á skógarbændur og sumarhúsaeigendur. Björn B Jónsson leiðir hópinn. 

 

LOGO LSE

Enn veltir Hlynur fyrir sér logomálum LSE. Það virðist keki til vektor gögn nokkurstaðar. Hann leiðaði tilboða hjá Þrúði grafíker Óskars og öðrum um hvaæ svona teiknin gæti kostað. 

 

Þorbergur Halti

Fín umræða á Starleaf hjá Þorbergi. Þar fjallaði hann um það að fjárstekir aðilar eins og lífeyrissjóðir ættu að huga að skógarkaupum. 

 

Lobbý

Enn er fundað um fjármagn. Þessi hugsun kemur hægt og bítandi til ráðamanna. 

 

Skrifstofa

Á þriðjudaginn kíkti Hlynur á Selfoss og hitti á Hrönn og hafði meðferðis til baka slatta af gömlu LSE dóti. Skrifstofan er nú öll í kössum, veitir ekki af tiltekt. Góður dagur

 

Umhverfisnefn Alþingis á Mógilsá

Fínasti fundir á Mógilsá. Fyrir fund sýndi Björn Traustason mér ýmsil. skemmtilegt í kortaheimum. 

Þá hóft fundur og fengu Hreinn og Sigga gott hljóð og mikinn áhuga við flutning fyrirlestrar. Eftir fund fór aðalsteinn í stuttan göngutúr um skóginn fyrir þá sem höfðu áhuga. 

 

IÐNÚ

Eiríkur Þorsteinsson, Björn BJ, Björgvin, Gústaf og ég hittum félaga Völund og Heiðar í Iðnú í Brauðarholti 6. Flottur fundur, gæti hleypt lífi í gerð kennsluefnis í málum viðargæða. 

 

Tilveruréttur LSE

Hressilegar umræður spunnust þegar Hlynur kallaði eftir afurðaupplýsingum meðal formanna LHV. Skógræktarfélag Íslands hefur frá áraöðli safnað upplýsingum um tölur úr skógum landsmanna. Þetta hreyfði við LSE mönnum og kom Hlyni satt að segja hressilega á óvart. En það er gott að hrissta sig öðru hvoru, þá verður maður bara hressari eftir á.

 

Hönnunarmar, Blumenstein

Björn Steinar Blumenstein hélt fyrirlestur. Í óspuðrum fréttum komst Hlynur að því að Björn hefði staðis sig vel fyrir hönd skógarafurða. Síðar var haldið upp í Heiðmörk þar sem sjálf sýningunni var steypt á stokk.

 

Café París

Fyrir fund fjálaganefndar var snætt á Café París. Hlynur mætti snemma. Þar, akkurat þra, hitti hann þrjá sem hann þekkt. Ingunni Snædal, Ingibjörgu Dögg ristjóra Stundarinnar og JR. Góður Karfi var fram reiddur. 

 

Fundur með FJÁRLAGANEFND

Hlynur, Hreinn, Sigga og Jonatan mættu á fund. Tíminn var allt of fljótur að líða. Heilt yfir gekk þetta vel og virtust flestir fundarmenn ánægðir. Willum Þór stírði fundi vel og minntist í gríni á gerfigras hjá fjármálastjóra Gulla. Flestar spurningar komu frá fólki flokksins og pírötum og voru þær mjög uppbyggilegar. Að sjálfsögðu komu spurningar frá fleirum og allt var þetta uppbyggilegt. Sú frá vinstri grænum kom inn á LSE mál þegar spurt var um umhirðu og grisjun. Bjarkey hitti naglan á höfuðið og hefði ég viljað gefa henni lengra svar en hún flekk. 

 

VIDEO- Pólland

Tæknilegir örðuleikar komu upp í video með Pólland. Það verður lagað við tækifæri. 

 

VIDEO- Alþjóðadagur skóga

Föstudagurinn átti að fara alfarið í að klippa video fyrir Alþjóðadag skóga, það gekk ekki alveg vegna annara mála. Unnið var þó fram til miðnættis. Laugardagurinn var langur og var klippt fram til miðnættis. Videoið er alveg að verða fínt. 

 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089