Á fimmtudaginn, 22.mars, var aðalfundur Félags skógarbænda á Noðurlandi.
Fundað var á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd á Hótel Natur.
Alls mættu 25 manns og stemningin var góð.
- Brynjar Skúlason, skógarbóndi og sérfræðingur hjá Skógrækinni, stjórnaði fundinum.
- Sigurlína Jóhannsdóttir, formaður FSN, fór yfir hefðbundin aðalfundarstörf.
Kjörin var sama stjórnin og embættismenn áfram með lófaklappi.
- Birgir Steingrímsson, ritari FSN, fór yfir stöðu reikninga.
- Valgerður Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Skógrætinni, flutti erindi og fór yfir stöðu Skógræktarinnar.
- Hlynur Gauti Sigurðsson, nýr framkvæmdastjóri LSE, flutti erindi og kynnti sig og sína sýn á skógrækt á landsvísu.
Í lok fundar sýndi Stefán Tryggvason aðstæður og húsakynni á Þórisstöðum.
Ný stjórn FSN á gömlum grunni. F.h. Sigrún varamaður, Baldvin meðstjórnandi, Sigurlína formaður, Birgir gjaldkeri og Helgu ritara vantar á myndina.
"Hefðbundin Íslensk jörð, með og án skógar". Hluti af glærum Hlyns.
Stefán Tryggvason segir frá aðstöðu til skógarvinnslu.
Bandsögin fína
Fjalirnar sem Stefán hefur unnið að.