Vika 12, Norður

March 27, 2018

Alþjóðadagur skóga

Mikið kapp var lagt í að klára myndband fyri Alþjóðadaga skóga 2018. Það gekk og erum við Pétur Halldórsson nokkuð sáttir við það. 

 

Hádegisfundur á Alþjóðadegi skóga

Á Hóteli niðri í bæ var súpufundur þann 21.mars sl. sem er Alþjóðadagur skóga. 7 þingmenn komu og var góðmennt. Jói Gísli færði Mumma plöntustaf að gjöf. Við fögnum þeim fjölmiðlum sem komu og kom frétt um þennan hádegisfund á Vísi MBL og víðar held ég. 

 

LS og skógrækt

Unnsteinn hjá LS tók vel í að LSE skilaði inn tillögu að samvinnu félaganna.

 

Aðalfundur félags skógarbænda á Norðurlandi

Flottur fundur og flottum stað. Sjá frétt.

Ég fór að laga heimasíðuna þeirra, er enn í vinnslu. 

 

Fundað um sveitastjórnir

Ég átti óformlegan fund með Hrefnu, Rakel og Benna um hvað gengi eiginilega á varðandi umsóknir til skógræktar sem ekki var hægt að fylgja eftir, væntanlega vegna tregðu sveitafélaga. Á meðan sum sveitafélög standa sig með eindæmum vel eru sum treg. Hvar stendur hnífurinn, í kúnni? hjá sveitafélagi? hjá Minjastofnun? hjá Skipulagsstofnun? Hjá landeigendum? Undarlegt mál alveg hreint.

 

Sveitastjórnir og CO2

Brynjar Skúlason er að gera forrit sem nýst gæti bæjum, sveitaflélögum og fleirum til að sjá in-Out í CO2. Þetta er eitthvað sem skoðað verður betur. 

 

Skíði í Hlíðarfjalli

Laugardagurinn, Sunnudagurinn og mánudagurinn voru skíðadagar. Hlíðarfjall var málið. Góðir dagar, vantar bara meiri gróður upp í fjöllin.

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089