top of page

Angan af aðalfundi FsS

Aðalfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi var haldinn í Reykjum (LBHI) við Hveragerði laug, laugardaginn 21. apríl 2018. Ríflega þrjátíu manns mættu og fór vel á með fundarmönnum enda í unaðslegu rólegheitarfaðmi suðræns gróðurs skólans. Fundur hófst kl. 11:00 þar sem hefðbundin aðalfundarmál voru afgreidd. Mannabreytingar urðu í stjórn og má sjá núverandi stjórn HÉR. Í hádeginu var boðið upp á dýrindis lambapottrétt, alveg kynngimagnað. Eftir hádegi fór Björn B. Jónsson aðeins yfir starf Skógræktarinnar. Þá kom Björn Steinar Blummenstein, vöruhönnuður, með boðskap mikinn um fjölbreytta möguleika í viðarvinnslu. Sóley Þráinsdóttir, vöruhönnuður, fjallaði um vannýtta auðlind furunála og hrosshára og stílfærði það í þrif og sápur. Hlynur Gauti Sigurðsson kynnti svo nýráðinn framkvæmdastjóra LSE fyrir Sunnlendingum.

Myndirnar hér að neðan eru teknar af undirrituðum.

bottom of page