Angan af aðalfundi FsS

Aðalfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi var haldinn í Reykjum (LBHI) við Hveragerði laug, laugardaginn 21. apríl 2018. Ríflega þrjátíu manns mættu og fór vel á með fundarmönnum enda í unaðslegu rólegheitarfaðmi suðræns gróðurs skólans. Fundur hófst kl. 11:00 þar sem hefðbundin aðalfundarmál voru afgreidd. Mannabreytingar urðu í stjórn og má sjá núverandi stjórn HÉR. Í hádeginu var boðið upp á dýrindis lambapottrétt, alveg kynngimagnað. Eftir hádegi fór Björn B. Jónsson aðeins yfir starf Skógræktarinnar. Þá kom Björn Steinar Blummenstein, vöruhönnuður, með boðskap mikinn um fjölbreytta möguleika í viðarvinnslu. Sóley Þráinsdóttir, vöruhönnuður, fjallaði um vannýtta auðlind furunála og hrosshára og stílfærði það í þrif og sápur. Hlynur Gauti Sigurðsson kynnti svo nýráðinn framkvæmdastjóra LSE fyrir Sunnlendingum.

Myndirnar hér að neðan eru teknar af undirrituðum.

 

 

 

 

 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089