Í Vigdísarhúsi þann 26.apríl sl. var haldin ráðstefnan "Verndarsvæði og þróun byggðar".
Skógur er kannski ekki fyrst orðið sem upp kemur í huga margra, varðandi þessa yfirskrift, en þó bar hún oft á góma og það virkilega á jákvæðum nótum.
Sigurður Gísli Pálmason er stofnandi Hrífanda, en ráðstefnan var í því nafni, og Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur, var fundarstjóri.
Ráðstefnan var mjög góð, þörf og varpaði nýju ljósi á eldri hugmyndir. Þær hugmyndir sem eitt sinn þóttu eðlilegar eru það kannski ekki enn. Tíminn gefur okkur mannfólkinu tækifæri til að skilja veröldina öðruvísi, eftir því á hvaða tíma við stöndum. Víða um heim eru þjóðgarðar þar sem nærsvæði hafa blómstrað á margvíslegan hátt. Fleira fólk, aukin búseta, fjölbreytt vinna og meiri lífsgæði jafnvel, það getur þó verið afstætt.
Undirritaður fór á ráðstefnuna með það fyrir augum að sjá samhengi á milli skógræktar og umfjöllunarefnisins og það reyndist vera mikið. Það kom ekki á óvart, í hnattrænu samhengi, þar sem flestir fyrirlesarar voru erlendir. Ferðaþjónusta, náttúruvernd, efling byggðar og skógrækt eiga heilmikið sameiginlegt.
Síðasti fyrirlesarinn, Jukka Siltanen frá Finnlandi, fjallaði um verkefni sitt í Snæfelsnesjökulsþjóðgarði. Hann tók dæmi frá heimalandi sínu og útskýrði að skógivaxi land heima í Finnlandi væri mun verðmætara með trjám en án þeirra. Þá átti hann við að ekki þyrftu allir skógar að vera timburframleiðsluskógar, sumir gætu fengið að njóta sín án rjóðurfellinga eða jafnvel verndaðir að fullu eða vissu marki. "Án trjánna væri það ekki mikils virði" því þarna var hægt að hafa meiri tekjur af ferðamönnum í skóginum heldur en skógurinn yrði felldur til timburafurða.
Peter Crane, frá þjóðgarðinum Cairngorms í Skotlandi, sagði frá því 4,5 ferkílómetra landsvæði sem mjög svipaði til Íslands, grófskorið, stöðuvötn, fjöll og heiðar nema töluvert meira af barrskógum en hér heima. Þetta voru stórfenglegar myndir sem hann sýndi. Í þjóðgarðinum var 75% landsins í einkaeigu, 15% var í í eigu frjálsra félagasamtaka (NGO) og 10% voru í ríkiseigu. Þarna þarf samstarf milli þjóðgarðs og landeigenda að vera gott, sem það og var og allir nutu virkilega góðs af. "Stærsti skógur (woodland) í Bretlandi þar sem sem þekjan er að aukast" hafði hann snemma að orði. Hann óttaðist samt alls ekki ofgnótt skógar en það var þó ekki umræðuefnið heldur það að þjóðgarðurinn var menningarlandslag (cultural landscape). Þar voru lykilorðin: aðhlynning (conservation), upplifun ferðamanna (visitor experience) og þróun sveita (rural development) með sjálfbæran efnahag.
Frá Noregi kom Rita Johansen og fjallaði hún um eyjaklasa sem er á sömu breiddargráðu og Breiðafjörður. Þetta eru eyjar á UNESCO skrá og svipa til Breiðafjarðareyja. Þarna voru þó ekki mörg tré, ef marka má myndirnar af skyggnilýsingunni hennar.
Elliot Lorimer, frá Bretlandi, sagði frá þjóðgarði sem er að fullu í eigu einkaaðila, "the forest of Bowland" (AONB-Area of outstanding nature beauty). Hversu spaugilega sem það hljómar þá er skógarþekja svæðisins ekki eins mikil og nafn þjóðgarðsins gefur tilefni til að ætla. Þarna, líkt og í tilfellinu Cairngorms, virðist ágreiningur ekki vera mikill því ávinningurinn af ferðaþjónustu augljós. Reyndar vildi hann meina að sumir í sveitinni vildu ekki auglýsa svæðið of mikið þar sem heimamenn geta ekki lengur heimsótt gömlu uppáhalds staðina sína (svipað tilfelli og hér á landi). Lanchester er líklega þekktasta borgin við þennan þjóðgarð.
Ómar Ragnarsson tjáði sig ljóðrænt og virkilega flottur, eins og hann jafnan er reyndar.
UNESCO fyrirlesturinn var flottur, þó engin sérstök áhersla hafi verið á skóg. Minnst var á "global warming" hugtakið sem margir hræðast. Hann benti þá á eitt "nothing is more threatening then stability, because we are always moving". Svo einfalt er það.
Carola, hjá EuroPark federation, er stórskemmtilegur fyrirlesari. Hún gerði engan greinarmun á landgerðum og landslagi en benti á einn góðan ágreiningspunkt. "We think we are the only people walking on the moss". Hver og einn telur sig einstakan í fjöldanum. Annað áhugavert var mikilvægi þess að landslagið sé heilnæmt og hraust. Það á reyndar því miður ekki við um hálendi Íslands, sem er fátækt og líflaust. Á móti kemur að það er sífellt fyrir áreiti hamfara eins og eldgosa, snjóflóða, vatnsumhleypinga, veðra, jarðskjálfta og svo framvegis. Það gefur hálendi Íslands töluverða sérstöðu og spurning hvort heilbrigði sé nokkuð orð sem eigi þar við. "Tourist like to see attractive, resilient and healthy landscape". Að lokum má nefna að ferðamannafjöldin á viðkvæmu landi Íslands fer vaxandi, nú þegar er fjöldinn þannig að ef ferðamenn fengju allir að gista í heimahúsi þá væri að jafnaði 8 ferðamenn á hvern þegn Íslands. Á Íslandi eru 340 þúsund þegnar en ferðamenn eru 2,5 milljón. Þarf eitthvað fleiri ferðamenn í bili?
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, ávarpaði gesti en fjallaði mest um ávinning af þjóðgörðum en fór ekki mikið yfir skógarmál, enda kannski ekki sérstaklega beðið um það. Það verður gaman að fylgjast með framvindu þjóðgarðsmála á Íslandi. Megi það vera okkur gæfuspor.
Verndarsvæði og þróun byggðar er vel við hæfi, bæði í dag sem fyrri alda og ber að þakka Hrífanda fyrir þessa þrælgóðu ráðstefnu.
Nánari og betri umfjöllun hér.