Skógarbændur !!!!!
Mynd fengin að láni af netinu.
Hver er framtíð íslensks landbúnaðar án gróskilegra skóg?.
Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga í samstarfi við KPMG heldur vinnufundi vegna sviðsmyndavinnu um framtíð landbúnaðar á Íslandi. Markmið fundanna er að laða fram skoðanir frá aðilum um land allt á þeim þáttum sem munu skipta landbúnaðinn mestu máli á komandi árum. Þar er horft til þátta eins og byggðaþróunar, sjálfbærni og tengsla bænda og neytenda. Fyrsti fundurinn verður haldinn á Hvanneyri þriðjudaginn 29. maí og er öllum opinn.
Sviðsmyndagreining er notuð sem tæki í stefnumótun en með henni er markmiðið að horfa fram á veginn og reyna að sjá fyrir þróun mála og aðvífandi breytingar.
Á fundunum munu gestir fá tækifæri til að velta upp mikilvægustu áhrifaþáttum sem geta haft áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar.
Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:
Hvanneyri, Ársalir 3. hæð í Ásgarði Þriðjudaginn 29. maí kl. 13-15
Egilsstaðir, Icelandair Hótel Hérað Miðvikudaginn 30. maí kl. 13-15
Laugarbakki Hótel Laugarbakki Mánudaginn 4. júní kl. 13-15
Akureyri, Hótel KEA Þriðjudaginn 5. júní kl. 13-15
Reykjavík, Hótel Saga, 2. hæð
Miðvikudaginn 6. júní kl. 13-15
Hella, Árhús Fimmtudaginn 7. júní kl. 13-15
FRÉTT fengin AF BONDI.IS