top of page

Lifnar senn í lundi

Líf í lundi – minnisblað

Nú er farið að styttast í Líf í lundi – daginn, útivistar- og fjölskyldudag þar sem almenningur getur heimsótt skóga landsins og notið samveru og útiveru. Það mikilvægasta er að hafa gaman og fá fólk út í skóg – það er engin samkeppni um stærsta eða „flottasta“ viðburðinn!

Samstarfsnefnd um Líf í lundi vill benda þeim sem taka þátt á nokkur atriði sem hægt er að gera til að koma ykkar viðburði á framfæri:

  • Koma grunnupplýsingum um viðburð sem fyrst til samstarfsnefndar (rf@skog.is/jon@skog.is) – klukkan hvað, hvar og hvers eðlis er viðburður – fræðsluganga, ratleikur, grill og gítar, skógarblót o.s.frv. Nánari lýsing á viðburði þarf svo að liggja fyrir eigi síðar en 18. júní.

  • Búa til viðburð (event) á ykkar Facebook-síðu, ef síða er fyrir hendi. Sjá leiðbeiningar á https://www.facebook.com/help/210413455658361 - passa sérstaklega að hafa viðburð Public. Og svo deila, deila, deila!

  • Senda tölvupóst um viðburð á félagsmenn, ef póstlisti er fyrir hendi.

  • Senda fréttatilkynningu um viðburð á staðarblöð í viku fyrir viðburð (ef við á).

  • Setja upp plakat með kynningu á viðburði á vel völdum stöðum í nágrenninu. Samstarfsnefnd mun senda öllum þátttakendum plaköt til þessa.

  • Myllumerki dagsins er #lifilundi. Endilega nota á Facebook, Instagram og öðrum vefmiðlum við kynningu og þegar póstað er myndum frá deginum.

Það sem samstarfsnefndin mun gera:

  • Safna upplýsingum um viðburði frá þátttakendum.

  • Útbúa plakat fyrir daginn, sem allir þátttakendur geta notað og senda til allra.

  • Setja alla viðburði inn á vefsíðu skogargatt.is, þar sem fram kemur hverjir halda viðburð, hvar, klukkan hvað og hvað verður gert. Sú lýsing þarf að liggja fyrir eigi síðar en 18. júní.

  • Búa til viðburð á Facebook fyrir daginn í heild, deila (share) þar viðburðum þeirra sem þátt taka og „magna“ (boost) viðburði á Facebook, þ.e. auglýsa viðburði á Facebook.

  • Búa til stutt myndband sem notað verður við kynningar.

  • Senda almenna fréttatilkynningu um Líf í lundi daginn á helstu fjölmiðla í vikunni fyrir daginn og hafa beint samband við tiltekið fjölmiðlafólk.

  • Setja almenna auglýsingu um Líf í lundi í samlesnar útvarpsauglýsingar í vikunni fyrir daginn

bottom of page