top of page

Asparræktun -kynbætur og rannsóknir


Einhver fremsti sérfræðingur í asparræktun á Íslandi er Halldór Sverrisson, sérfræðingur hjá Skógræktinni á Mógilsá. Í áratugi hefur hann rannsakað og unnið að miklum framförum með kynbótum í asparræktun. Í Hrosshaga í Biskupstungum er rannsóknarreitur þar sem hann gerir tilraunir og rannsóknir á ösp. Í grófum dráttum má segja að verkefnið sé tvíþætt. Annars vegar er verið að kynbæta öspina til að þola betur asparryð og hins vegar að rækta upp hentugan klón til viðarframleiðslu. Allt helst þetta í hendur og er ómögulegt að segja frá öllum hans rannsóknum í einu myndbandi en þar kemur þó ýmislegt fróðlegt fram.

Í myndbandinu hér að neðan fer Halldór Sverrisson yfir ýmis mál hvað varðar asparræktun.

VIDEO - MYNDBAND - VIDEO - MYNDBAND

Ljósmyndir af vettvangi.

bottom of page