Vika 24, Akureyri

June 18, 2018

VIKA 23

11.-17. júní

 

120 stjórnarfundur

Ég bað Maríu að fara yfir fundagerðina en hún hafði ekki tíma svo ég bað Sighvat um að gera svo, sem hann gerði. 

 

Könnun til skógarbænda 2017

Við Arnór hittumst á föstudaginn. Könnunin er langt komin.

 

Akureyri

Á miðvikudaginn fór ég á Akureyri til að mynda video á vegum Skógræktarinnar. Veðrið var gott og stemningin samt betri.

 

 

Ragga hjá Skógræktarfélagi Íslands

Í vikunni á undan kíkti ég til Röggu hjá skóg Ísl. . Við ræddum um það hvernig hentugast væri að dreifa eldvarnarbæklingnum. Samkvæmt skráningu 2018 eru meðlimir LSE 768 og af þeim eru 224 líka skráðir meðlimir  Skógaræktarfélags Íslands. Okkur Röggu fannts þetta ekki afgerandi. Þá kom sú tillaga að auglýsa bæklinginn og þeir sem vildu gæti nálgast hann til SÍ og LSE eða fengið sendann.

 

Landbúnaðarsýning

Lítið gerist finnst mér í efnum LSE gagnvart þessari sýningu. Tveir hafa sýnt áberandi áhuga á að vera með í sýningunni, Hraundís og Magnús með fræstu girðingastaurana. Ég (LSE) hef nú greitt 50% af verði bássins. Ég fékk líka svar frá tæknimanni sýningarinnar, Guðna Sigfússyni, þar sem beðið erum hönnun á bás.
 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089