top of page

Afurðakönnun 2017


Þann 1. júlí var send könnun fyrir vinnu og viðarafurðir frá árinu 2017 á félagsmenn LSE. Alls eru skráðir 768 félagsmenn og fengu þeir sem voru með virk netföng könnunina senda eða um tveir af þremur. Ekki eru allir félagsmenn með skráð netföng eða þau óvirk. Fyrir þá sem ekki fengu könnunina senda og vilja taka hana mega gjarnan hafa samband við Hlyn, 7751070 (eða hlynur@skogarbondi.is fyrir þá sem það geta). Vonandi svara þeir sem svarað geta en vænta má að þetta fyrirkomulag verði meira notað.

Þetta er fyrsta könnunin með þessum hætti. Hún snýr að vinnu og afurðum úr skógum bænda. Væntanleg er önnur könnun í haust sem snýr að starfsemi LSE og mun þær niðurstöður verða ræddar á næstkomandi aðalfundi LSE á Hellu 5. október.

Könnunin lokar 31. júlí.

bottom of page