Vika 30, Hvolpasveit

July 30, 2018

VIKA 30

23.-29. júlí

 

Ritnefnd

Í vikunni varð ritnefndin fullskipuð, Agnes, Sigurkarl, Helga, Alla og að lokum kom Hildur. óformlegt samkomulag við Bændablaðið var einnig ert en mun fyrsta grein undir hausnum "Við skógareigendur" birtast í næsta prenti, 2. ágúst. 

 

Hlutverk ritnefndar

Helsta hlutverk ritnefndarinnar er að vera með puttann á skógar-púlsinum í sínum landshluta og jafnvel víðar. Ritnefnd leitar eftir greinum til félagsmanna, eða annara, til að skrifa og aðstoðar eftir óskum. Nefndarmenn eiga ekki að vera sjálfir að skrifa lon og don en að sjálfsögðu væri það alveg magnað. Ritnefndin fær loks grein til yfirlestrar, rýnir hana og lagar eftir atvikum. Eftir það ferli má hún birtast undir hausnum „Við skógareigendur“ í Bændablaðinu.

 

Vinnuhættir ritnefndar

Til að byrja með verður unnið með tölvupóst-samskiptum en hugur er fyrir því að færa sig yfir í nútímavæddara form, svo sem Dropbox eða jafnvel Trello. Með Trello (eða álíka kerfum) má hver og einn lagfæra hvert skjal (komi til þess) í rauntíma og óþarft er að senda á milli. Aðgerðir eru greinilegar og auðvelt að rekja hver gerði hvað.

 

 

Aðalfundur 2018

Hrönn fór með mér yfir fullt af atriðum varðandi skupulag fyrir og á næsta aðalfundi. Mín bíður greinilega töluverð vinna.

-Við María ætlum að hittast og fara yfir þessi mál um miðjan ágúst.

-Halldór skógarverðmetari ætlar að hitta mig um miðjan ágúst og fara yfir skrif á ritgerð sem hann ætlar að skrifa frá LBHI um verðmatamat skógarjarða.

 

 

Símtöl

Spjallaði við þrjá sem vert er að minnast á.

-Við María höfum margt að spjalla, Líklega stóð aðalfundurinn þar uppúr, en einnig þarf að huga að landbúnaðarsýningunni. 

- Við JóiGísli spjölluðum um bara allt, Aðalfund, landb-sýning, skógarfang og Héraðsmótið. 

- Boggi á Hvammi hringdi. Við spjölluðum um tvennt tengt drónum. LiDAR að mæta á svæðið og þas sem var enn áhugaverðara, DroneSeed aðferðin. Jeg hef sent tvær fyrirspurnir á þá en engin svör fengið.

 

 

Könnun til skógarbænda 2017

42 hafa svarað könnuninni. ætla mér að senda þriðju áminninguna eftir Versló.

 

 

Hvolpasveit

Ég teiknaði Hvolpasveit, nú er bara spurning hvort og hvernig hún veðrur birt.

 

 

 

Þetta var frekar annasöm vika, sérstaklega fimmtudagurinn frá kl 06:00 - 19:00. 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089