top of page

Aðalfundur LSE 2018 -Hellu.


Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda

haldinn á Hótel Stracta, Hellu, dagana 5. og 6. október 2018

Aðalfundur LSE verður haldinn á Hótel Stracta, Hellu dagana 5. og 6. október næstkomandi. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Félag skógareigenda á Suðurlandi. Fundurinn verður með hefðbundnu sniði og hefst kl. 14.00, föstudaginn 5. október með venjulegum aðalfundarstörfum. Hlé verður gert á fundinum kl. 15.30.

Fundinum verður svo framhaldið laugardaginn 6. október, kl. 9.00.

Félag skógareigenda á Suðurlandi mun bjóða fundargestum í skógargöngu og að venju verður árshátíð skógarbænda þá um kvöldið.

Málþing verður haldið í tengslum við aðalfundinn.

Skráning fer fram hjá Hlyni Gauta Sigurðssyni, framkvæmdastjóra LSE í síma 775 1070 eða á netfangið hlynur@skogarbondi.is. Einnig er hægt að skrá sig hjá öllum formönnum aðildarfélaga LSE. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 24. september 2018.

Verð:

Einsmanns herbergi í tvær nætur (með morgunmat) = 27.360 kr

Tveggjamanna herbergi í tvær nætur (með morgunmat) = 31.640 kr

Kvöldverður á föstudegi, hádegisverður á laugardegi og Árshátíð LSE á laugardegi = 18.700 kr

bottom of page