Vika 36, 121. stjórnarfundur LSE

September 9, 2018

3. sept - 9 sept

 

Viðburðarík vika

 

Boston og öklinn

Ég kom til vinnu eftir för til Boston á miðvikudaginn, úti hafði ég snúið mig á ökla svo nú fer ég hægt yfir. 

 

Trello

Trello forritið er snilld, það sjá allir sem prófa. Fjalar hjá Nýsköpunarmiðstöð hélt stutt Trello námskeið fyrir gæðatimburshópinn. Sem stendur notar ritnefnd þetta og nú senn gæðaviðarhóinurinn. Nú þurfa bara fleiri að nýta sér þetta. t.d. stjórn. 

 

Afurðakönnun 2017 líkur.

60 svör komu í könnunina, nú er bara að vinna úr henni, Ég mun gera það.

 

Kannanirnar tvær

Góð svörun í þeim báðum eða um 60 í hvorri. Hún á eftir að standa í 3 vikur til viðbótar.

 

Ertuygla

Böddi lét mig vita af ertuyglu sem er farin að grassera á Suðurlandi. Gerði um það frétt og sendi á sunnlendinga.

 

Stjórnarfundur 121

Þrælskemmtilegur fundur, mikið rætt. Aðallega þó Aðalfundur og Landbúnaðarsýning.

 

Póstur til Skandenavíu

Á sunnudaginn sendi ég email til Ellen Alfsen þess efnis að fá fyrirlestar til Íslands á aðalfund LSE. Spennangi að vita hvort ég fái svör.

 

Landbúnaðarsýning

Ég, María og Hraundís hittum Jón Þór nokkurn sem sér um básana á sýningunni. Það var brake through fundur þar sem hugmyndir fóru að vakna. Eftir þennan fund hefur toppstykkið mitt mikið unnið og hugmyndir flætt. 

 

Flúðir og filma

Á föstudaginn var veðrið gott. Ég hitti Agnesi og Guffa á Galtarlæk og ég myndaði hunangsflugur. Fékk hunang að gjöf, Góð heimsókn. 

Svo fór ég að sjá skífuvél Guðmundur Magnússon á Flúðum. Það var stórkoslegt. guðmundur og Anna kona hans leistu mig út með heimamíðuðum gjöfum, píramída og smjörhníf úr ösp. Góð heimsókn, guðm verður 81 árs á morgun. 

Versta var að dróninn fór ekki á flug þennan daginn, tæknin eitthvað að stríða.

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089