top of page

Fræ fræ fræ


Frætíminn er hafinn !!!

Valgerður Jónssdóttir fræ-bankastjóri hjá Skógræktinni sendir eftirfarandi tilkynningu.

Á sérstaklega við um Austur og Norðuland.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Oft var þörf en nú er nauðsyn!!!

  • Við þurfum að safna eins miklu og við getum af fræi í haust til þess að eiga efnivið í þá aukningu sem fram undan er.

  • Mest er þörfin á Stafafuru af Skagway-kvæmi. Einnig væri gott að fá eitthvað af innlandskvæmum stafafuru.

  • Við þurfum líka sitkabastarð/-greni af Seward-uppruna.

  • Mér skilst að fræþroski sé yfirleitt ekki sérstakur á Suður- og Vesturlandi. Þó geta verið undantekningar á því. Á Austur- og Norðurlandi er góður fræþroski og talsvert af könglum á stafafuru.

  • Fræsöfnun er nú þegar í gangi fyrir norðan og austan.

  • Fremur auðvelt er að sjá hvort það tekur því að safna í tilteknum reitum. Takið nokkra köngla og leggið í bleyti yfir nótt. Þegar þeir eru þurrkaðir opna þeir sig fljótt. Ef fræin eru bústin og hörð eru gæðin yfirleitt í lagi. Fyrir þá sem eiga góð gleraugu er líka hægt að skera í sundur fræin og ef í þeim er hvíta er fræið gott.

Hvet ykkur eindregið til að bretta upp ermarnar og safna. Könglunum má svo koma til mín á Vöglum eða til Hrafns á Tumastöðum. Gott væri ef þið létuð mig vita um söfnunaráform svo ég geti haldið utan um þetta.

Bestu kveðjur

Valgerður

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

bottom of page