Vika 38, Skógrækt með búskap (og egilsstaðir)

September 23, 2018

17. sept - 23. sept

 

Video

Hlynur myndaði á Droplaugarstöðum myndband um mikilvægi trjásnyrtinga og í Brekkugerði um beit í skógi.

 

Landbúnaðarsýning

Hlynur hitti Bjarka og Hörð og þeir fóru yfir þeirra framlag á sýninguna. Einnig var haft samband við þá á suðurlandi.

 

Skógrækt og búskapur, tildrög til útgáfu.

Kurr komst á kreik innan stjórnar LSE vegna birkiopnunnar í lófabæklingnum. Áður en ég fer yfir stöðuna vil ég segja að ég held að niðurstaðan sé hin besta málamiðlun og vonandi er allir sáttir við hana.

Sagan er svona. Vert er að taka fram að síðari hluti sögunnar gerist í vikunni á eftir, svo hér er örlítið svindl á feðrinni. 

 • Það var fundur Landbúnaðarráðherra og starfsmönnum Landbúnaðarráðherra í vor og nokkru fyrir fundinn voru Jóhann Gísli og Hlynur hjá LSE ásamt Sigurði Eyþórssyni hjá Bændasamtökunum að undarbúa hann. Þann 1. maí skyssaði Hlynur hugmyndir á blað um samþættingu skógar og landbúnaðar. Síðar kom í ljós að þessi skyssunýlúnda mæltist vel fyrir meðal fundarmanna.

 • Hlynur vinnur áfram með skyssurnar og hefur í hyggju að gefa út lófabækling til sem segir á skemmtilegan hátt frá ávinningi af skógi með tilliti til landbúnaðar. Hann kynnir hugmyndina léttlega fyrir stjórn LSE sem leist ekki illa á.

 • Bæklingurinn var nú orðinn nokkuð „myndalegur“ en textinn var ekkert spes. Þá leitar Hlynur til Þrastar, rétt eins og hann gerði svo gjarnan þegar hann vann hjá Skógræktinni. Þröstur lagði þá til nokkur vel valin orð.

 • Hægt og bítandi þroskaðist bæklingurinn. Ýmsir höfðu fengið að skoða hann í mótun, sér í lagi fólk sem vann í eða átti leið í Bændahöllina.

 • Hlynur gerði munnlegt og fremur óformlegt samkomulag við Þröst og Sindra Sigurgeirs um að Skógræktin og Bændasamtökin myndu deila prentkostnaði sín á milli.

 • Í síðust viku var leitað tilboða í prenttun í 5000 eintök hjá tveimur prentsmiðjun, Leturprenti og Héraðsprenti. Það munaði 10 krónum á tilboðunum og það lægra hljóðaði svo: Bæklingur í stærðinni 10x10 cm, innsíður prentaðar í lit á 115 g silk pappír. Kápa í lit á 250 g silk, fellt, brotið og heft í kjöl.   = 225.000 kr + VSK

 • Á mánudagsmorgun fæst staðfesting um að Bændasamtökin taka að sér 50% kostnaðarinns, en benda samt vinsamlega á það að næst væri betra að gera þetta eftir hefðbundum boðleiðum.

 • Sama mánudagsmorgun er góður fundur meðal Samhæfingarsviðs. Það nefndi Hlynur þennan bækling og upp komu góðar vangaveltur og hugmyndir og ábendingar. Hreinn og Pétur lögðu sitt á vogarskálarnar og niðurstaðan var flestum tilfellum góð og gagnleg.

 • Birki kom til umræðu. Skiptar skoðanir eru á ágæti birkis og um það má alveg deila. Út úr því kom pólítísk samstaða og Hlynur teiknaði mynd af birki og til varð opna sem fjallaði um stöðu þess í miðjum bæklingum.

 • Eins og áður segir var megin hugmyndin með bæklingum að kynna möguleika skógræktar fyrir bændur, skýrt og án flækja, og yrði hann því að vera klára fyrir Landbúnaðarsýninguna. Næst kynnti Hlynur bæklinginn fyrir hluta stjórnar LSE. Fólki leist vel á allt nema opnuna með birkið. Hlynur útskýrði að þetta væri pólítískt útspil. En hvað hefur „pólítískt útspil“ að gera í bæklingi sem hefur ekkert með birki að gera? Í raun hafa tegundir ekkert að gera með þennan bækling, þó öðru hverju séu trjátegundir notaðar sem dæmi. Staðan var orðin heit.

 • Í dag var fundur á Egilsstöðum þar sem Jóhann, Þröstur, Gunnlaugur og Hlynur ræddu meðal annars um bæklinginn. Ákveðið var Hlynur myndi ganga frá bæklingnum nánast í þeirri mynd sem hann stendur í dag. Um helgina mun Þröstur lesa yfir hann og gefa ábendingar. Stefnt er að því að hann fari í prenntun snemma í næstu viku.

 • Deilt er um upplag. Upplagið sem BÍ samþykkti var 5000 stykki. Það myndi þýða ca 1500 eintök á bás. Það er ekki nóg. Vangaveltur eru um að tvöfalda það upplag.

 • Skömmu síðar var Þröstur búinn að fara yfir bæklinginn og Pétur ætlaði að lesa hann yfir.

 • Hlynur leitaði tilboða upp á 7500 og 10.000 eintök til Héraðsprent og Ieturprent og fékk svör.     

  • Hérðasprent  5000 bæklingar kr. 225.000 + vsk.  7.500 stk: 296.800 + vsk     10.000 stk: 372.000 + vsk         

  • Leturprent     5000 bæklingar kr. 235.000 + vsk.  7500 stk. kr. 294000+vsk.  10.000 stk. kr. 344000+vsk.

 • Þá leitaði Hlynur staðestingar til Skógræktarinnar um að greiða fyrir helming. Á sama tíma ætlar LSE að panta 7500 einötk og greiða mismunin sjálf. Svar fékst til baka að þar sem verið væri að leita eftir stærra upplagi væri vert að leita fleiri tilboða og nefnt var Oddi og Prentmet. Hlynur leitaði tilboða í kjölfarið. Þau voru bara hærri.

  • Prentmet       5000 eintök. 319.900.  +vsk             7500 eintök 418.500.+vsk   10.000 eintök  499.900.+vsk

  • Oddi               5000 = 435000 + VSK                      7500 = 522000 + VSK           10.000 = 615.000 +VSK

  • Nú miðvikudagur 26. sept og Þröstur hefur gefið samþykkui fyrir prentun. 112.500 kr á BÍ og 112.500 kr á Skógræktina og LSE greiðir rest af 7500 eintökum. Nú er beðið eftir að Pétur klári yfirlestur.Skömmu síðar var Þröstur búinn að fara yfir bæklinginn og Pétur ætlaði að lesa hann yfir.

 • Allt endaði þetta vel því nú er hann kominn í prentun og bíðum við bara afrakstursins. 

 

 

 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089