top of page

Stjórnarfundir 2018


39. Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum,

haldinn í Reykjanesi þann 2. Október 2018 kl. 12.00

Mættir: Naomi Bos og Sighvatur Jón en Sólveig Bessa á skype þar hún átti ekki heimangengt inn í Reykjanes.

Gengið til dagskrár:

1. Stjórnin skiptir með sér verkum þar sem þetta er fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund. Naomi verður formaður, Sólveig Bessa gjaldkeri og Sighvatur Jón ritari.

2. Framboð í stjórn LSE á næsta aðalfundi LSE. Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Félags skógarbænda á Vestfjörðun frá 30. júní í sumar, verður Naomi í framboði til setu sem aðalmaður í stjórn LSE (landssamtaka skógareigenda ) og Sighvatur Jón sem varamaður hennar. Bæði munu mæta á aðalfund LSE á Hellu 5-6 október næstkomandi.

3. Innheimta félagsgjalda - innheimtumál – framhald frá síðasta stjórnarfundi ( sjá bókun frá 38. stjórnarfundi). Þar sem nokkrir félagar okkar eru hvorki skráðir með netfang eða heimabanka er ljóst að nota verður eldri og hefðbundnari aðferðir við innheimtu félagsgjalda í þeim tilvikum. Bessu falið að finna út úr þeim málum og Sighvatur skoðar og yfirfer félagatalið og netfangaskráninguna.

4. Málefni LSE – stefna og tilgangur samtakanna. Sighvatur kynnti fyrir Bessu og Naomi helstu þætti í starfsemi LSE og hvað verið er að fást við á þeim vettvangi.

5. Önnur mál:

Naomi vakti máls á skipulagsmálum er varðar skógrækt og hvernig sveitafélög geta virkað hamlandi á framkvæmdir. Þörf er á að samræma vinnubrögð sveitafélaga á landsvísu þannig að allir sitji við sama borð óháð hvar þeir eru með sína skógrækt.

Rætt um fræðslumál. Bessu falið að hafa samband við Óla Odds hjá Skógræktinni til að athuga hvort hægt sé að fá námskeið hingað vestur .

Bessa vakti máls á því að það fundarform að nota skype gæti hugsanlega hentað okkur þar sem langt er milli stjórnarmanna. Ætlum að skoða það nánar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.13.40

Fundargerð ritar Sighvatur Jón Þórarinsson

bottom of page