top of page

Lambaþon. Hvernig má auka verðgildi?


Lambaþon: Hvernig getum við aukið verðmæti í virðiskeðju sauðfjár?

Hér er hugmynd fyrir fólk í Lambaþon sem þáttakendur mega nota.

Skógarlambið skjólsins nýtur

af skógi sem að vex í dag

Grasið sem og birkið bítur

búskapur í allra hag

Stýrð beit í skógi er allra hagur. 1-2 og 3

Kostir fyrir búfé (í þessu tilviki sauðfé)

1) Féð nýtir skjól af trjánum í köldum og útkomusömum veðrum

2) Fé nýtir skuggan í skóginum á heitum sólardögum

3) Fé nýtir beit í skógarbotni sem er yfirleitt næringarríkara og meira af á flatareiningu en í úthögum.

Kostir fyrir skóg

1) Skógur, kominn yfir fyrstu uppvaxtarárin, nýtir örveruflóru (og hugsanlega einhverja næringu líka) sem fellur til í fomi lífræns úrgangs (lambaspörð).

2) Fé heldur niðri samkeppnisgróðri. Birki- og víðiteinungur er yfirleitt étinn.

3) Létt beitarálag getur styrkt rótakerfi botngróðurs og jarðvegsrof er hverfandi. (Á ekki við um ofbeit.)

Kostir fyrir bændur

1) Fé nýtur góðs af tuggu botngróðurs, fallþungi lamba er meiri, sem gefur auka pening í sölu.

2) Sé skógurinn uppkvistaður (sem er nánast skilyrði) þá er umgengni um skóginn til fyrirmyndar og fallegur til útivistar.

2) Féð sækir í skóg, það vita allir. Ef það fengi að ganga í skógi þá er smölun á fjalli er óþörf. Einungis þarf að sækja féð úr girðingunni (varla að hana þurfi samt).

Kostir fyrir kaupendur

1) Fé sem bætir landgæði ætti að heilla kaupandann.

2) Fé sem gengur um land sem bindur mikið af kolefni, er win win fyrir loftslagsmálin

3) Lengri sláturtíð þýðir nýslátrun yfir lengri tíma. (Sláturtíð getur verið lengur yfir árið þar sem lömbin braggast mögulega fyrr og skógur veitir skjól fyrir veðrum lengra fram á árið.)

Kostir fyrir umhverfi

1) Skógur bindur kolefni og og breytir rýru landi í ríkt.

2) Grunnvatn hreinsast og jafnara rennsli er á því yfir árið, minni hætta á hamförum.

3) Skjól af skógi gefur meiri grasvöxt á túnum og því þarf ekki að flytja inn áburð og losna við kolefnisspor.

Kostir fyrir almenning

1) Velhirtir skógar er aðdráttarafl fyrir mannfólk, ekki síður en sauðfé.

2) Erlendis sem hérlendis sækja feðamenn í heilbrigt landslag. Land með skógi verður varla heilbrigðara.

3) Afuriðir úr skógi sem almenningur geturr nýtt sér eru margar og mismunandi. Kolefnisfótspor með innflutningi minnkar með aukinni skógrækt.

Ókostir

- Ókostir fyrir búfé. Það fer eftir skógi, einsleitur óuppkvistaður greniskógur með engum opnunum er t.d. fráhrindandi. Skógur er vistkerfi, ekki bara tré við tré.

- Ókostir fyrir bónda getur verið óhrein ull á búfénu vegna greina og harpex. Kindur gætu átt það til að klóra sér við trjáboli.

- Annar ókostur fyrir bónda gæti verið að ef hann uppkvistar ekki skóginn gæti verið snúið að finna féð í skóginum (þá kemur dróni sér vel).

- Ókostir fyrir neitendur eru engir fyrirsjáanlegir.

- Ókostir fyrir umhverfi eru engir, bara kostir. Því meiri skógur því meira líf á flatareiningu.

- Ókostir fyrir almenning er helst skoðun fólks á útsýni, en um skoðanir eru ekki rök.

Heilnæmur skógur. Glöð lömb. Stoltir bændur. Kaupendur kunna betur að meta afurðina.

Í þessu myndbandi er útskýrð ein útgáfa af hagaskógrækt.

Búskapaskógrækt í Húnavatnssýrslum, skýrsla

Hér er fjallað um Hagaskógrækt með kvígum.

MS-ritgerð um beitarstýringu búfjár í skógi.

ATH, mynd á forsíðu þessar fréttar gæti verið auglýsing fyrir skógarfé. Þetta er ekki raunveruleg auglýsing, amk ekki enn um sinn.

bottom of page