top of page

Konur í skógrækt


Sunnudaginn 11.nóvember verður hádegisfundur kvenna í skógrækt.

Fundurinn verður haldinn á rannsóknarstöð Skógræktar, Mógilsá. kl 11:00-13:00

Samtök kvenna í skógrækt í Noregi (Kvinner i Skogbruket) og Svíþjóð (Spillkråkan) munu segja okkur frá starfseminni. Einnig verður sagt frá ráðstefnu um jafnrétti í skógrækt, sem haldin verður í Jönköping í byrjun júní 2019 og rætt um stofnun félagsskapar kvenna í skógrækt á Íslandi. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Hlökkum til að sjá sem flestar og endilega takið með konur sem tengjast skógrækt á einn eða annan hátt.

Agnes Geirdal, Edda Sigurdís Oddsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir

bottom of page