Nú mega jólin koma. Framkvæmdastjóri LSE kom færandi hendi með jólatré undir arminn á gang Bændasamtaka Íslands. Tréð bætti í jólastemninguna í húsinu og angan af furunni, ég skal saegja ykkur það, mmm.... í bland við hangiketið þá getur varla neitt verið jólalegra.
Skrautið sem hangir á trénu eru lerkiplattar sem uxu á Fljótsdalshéraði, Miðhúsaseli nánar tiltekið. Þeir voru lacer-skornir af unidrrituðum með sömu mekjum og prýða ganga skrifstofunnar. Við þökkum bændum á Miðhúsaseli fyrir efniviðinn og Tjörva Bjarnasyni fyrir tölvutæka aðstoð með merkin. Furan var hoggin í gær (mánudaginn 17.des) hjá Guðmundi Sigurðssyni á Oddsstöðum í Lundareykjadal og færir LSE honum grænar þakkir fyrir.
Nú eru jólin komin á ganginn og megi þau berast sem víðast.