top of page

Verðlaunafé, stýrð beit í skógi


Lambaþon var keppni sem haldin var á vegum MATÍS 9.nóvember á árinu 2018. Hugmyndin var að fá frumlegar hugmyndir um sauðfjárrækt. Keppnin var kölluð Lambaþon en í Lambaþoni hafa keppendur 24 klukkustundir til þess að setja saman hugmyndir sem þeir fá svo þrjár mínútur til þess að kynna fyrir dómnefnd að loknum þessum 24 klukkustundum.

Dómnefndin starfaði samkvæmt eftirfarandi gildum:

-Hversu mikið eykst verðmætasköpun bónda sem hrindir hugmyndinni í framkvæmd?

-Hversu mikið ávinnst fyrir neytendur? Felur hugmyndin í sér uppbyggjandi tillögur um starfsumhverfi bænda?

-Felur hugmyndin í sé jákvæð umhverfisáhrif? Felur hugmyndin í sér þróun nýrra vara eða þjónustu?

-Hugmyndir um markaðssetningu! Slær hjarta liðsins með hugmyndinni?

-Efnafræðin, orkan og framsetningin!

Frétt frá MATÍS eftir keppnina er hér: http://www.matis.is/matis/frettir/lambathonid-2018

Eitt lið í keppninni skilaði inn myndbandi um ávinning af skógrækt með sauðfjárrækt.

Liðið var skipað af:

Hlynur Gauti Sigurðsson,

Sæmundur Kr. Þorvaldsson,

Sighvatur Jón Þórarinsson og

Guðríður Baldvinsdóttir.

bottom of page