Fundargerð 1
Fundur í stjórn 9. janúar 2019 og hefst kl 16:30 í fundarsal Skógræktarinnar Egilsstöðum.
Mætt eru Maríanna, Borgþór, Jónína, Halldór og Jói.
Dagskrá:
Undirbúningur samráðsfundar
Undirbúningur formannafundar
Jólamarkaður
Er eitthvað nýtt í gangi í skógarvinnu (færa fram greiðslur) v. góðs veðurfars.
Önnur mál
1
Farið yfir dagskrá samráðsfundarins. M.a. mun fjármálastjóri Skógræktarinnar fara yfir greiðslur til bænda sem hafa verið verulega á eftir s.l. ár. Nauðsynlegt að komast til botns í því hvað fór úrskeiðis og láta þetta ekki koma fyrir aftur. Skógarbændur þurfa að hafa aðkomu að fjárhagsáætlanagerð sem gerð er fyrir bændaskógrækt og aðrar framkvæmdir á skógræktarjörðum.
Einnig rætt um girðingar, verktaka með erlendu vinnuafli sem hugmyndin er að koma á laggirnar í sumar. Hver verður kostnaðurinn m.v. íslenskt vinnuafl.
2
Farið yfir dagskrá formannafundar.
3
Rætt um Jólaköttinn og einkum hvort eigi að vera með jólatrjáasölu skógarbænda annars staðar og þá í fleiri daga.
4
Vegna hagstæðrar veðráttu eru einhverjir skógarbændur að millibilsjafna um þessar mundir og verður að reikna með því að fjármagn fyrir þá vinnu komi til útborgunar fyrr á árinu en venja er.
5
a) Borgþór vekur máls á nýtingaáætlunum sem við höfum rætt áður en koma þarf vinnu við þær af stað.
b) Fram hefur komið hugmynd um að skógarbændur hittist á rabbfundi í lok febrúar sem við stefnum að að verði að veruleika.
c) Óli Odds kemur og heldur námskeið í tálgun og viðarvinnslu 6.-8. Mars.
d) Ráðgert er að hitta Beggu á Hallormsstað, helst í janúarlok.
e) Jói fór yfir fjármálin og gerði grein fyrir innheimtu árgjalda og stöðunni á tékkareikningi.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl 18:45
Fundargerð ritaði H.S.
Fundargerð 2
Fundargerð
Stjórnarfundur 31. janúar 2019 kl. 16:00 í fundarsal Skógræktarinnar Egilsstöðum. Mætt eru Maríanna, Borgþór, Jónína, Jói Þórhalls, Lárus og Halldór
Dagskrá:
Formaður segir frá nýafstöðnum: a) formannafundi b) samráðsfundi
Drög að ársreikningi
Vetrarstarfið
Önnur mál
1.
a) Maríanna upplýsti fundarmenn um það sem fram fór á formannafundi í Reykjavík 10. janúar s.l. Þar kom m.a. fram að fagráðstefna verði á Hallormsstað 3. og 4. apríl og aðalfundur Lse verður 11. og 12. október í Kjarnalundi á Akureyri.
b) 11. janúar var síðan haldinn samráðsfundur formanna landshlutafélaganna og nokkurra starfsmanna Skógræktarinnar og gekk sá fundur vel fyrir sig. Skýring fékkst á því hvers vegna svo seint gekk að fá uppgerðar framkvæmdir á síðasta ári. Nú er fyrirhugað annað fyrirkomulag á uppgjöri við bændur sem menn vonast til að gangi betur. Á fundinum voru samþykktar tillögur að nýjum girðingarreglum fyrir nýskógrækt og viðhald á girðingunum. Næsti samráðsfundur verður á Egilsstöðum 6. mars n.k.
2.
Jóhann gjaldkeri fór yfir drög að ársreikningi. Hann lagði jafnframt fram saldo lista félagsmanna sem þarf að yfirfara og afskrifa kröfur sem fyrirsjáanlega innheimtast ekki.
a) Stefnt á rabbfund skógarbænda mánudaginn 11. febrúar. Leita til Steina Mokk með framsöguerindi. b) Heimsókn verður til Bergrúnar á Hallormsstað 1. mars n.k. c) Óli Odds verður með námskeið 6. – 8. mars. Hann vill fá lágmark 6 skógarbændur í 3 kvöld feá kl. 18-21. ásamt því að hann tekur nemendur frá M.E. á öðrum tíma. d) Heimsókn til skógarbónda ódagsett (líklega í Hjartarstaði). e) Stefnt á aðalfund miðvikudaginn 13. mars í Barnaskólanum á Eiðum. Halldóri falið að athuga húsnæði og kaffi.
3.
Lárus sagði frá viðræðum sínum við fulltrúa Vegagerðarinnar og Fljótsdalshéraðs varðandi girðingu í Eiðaþinghá. Stefnt á fund með landeigendum o.fl. Halldór vekur máls á því hvort setja eigi einhverskonar reglur um umbun til félaga sem vinna mikið fyrir félagið.
Fundi slitið kl 18:45
fundargerð ritaði H.S.
Fundargerð 3
Fundargerð
Stjórnarfundur í Snjóholti 6. mars kl.16:45. Mættir eru Maríanna, Jói Þórhalls, Borgþór, Halldór, Kalli og Jói Gísli væntanlegur.
Fundurinn er fyrst og fremst undirbúningur v. ferðar Maríönnu á formannafund í Reykjavík í næstu viku.
Dagskrá
Taxtar
Girðingar
Önnur mál
1-2.
Á síðasta ári var samþykkt að miða taxtahækkanir við launavísitölu. Stjórn sammála um að taxtar hækki samkvæmt launavísitölu frá desember 2017 til desember 2018. Hvað varðar styrk út á skjólbeltarækt er eðlilegt að segja að framlag Skógræktarinnar sé að Skógræktin greiði að fullu reikninga fyrir plöntur og plast en bóndinn njóti þess að fá endurgreiddan kostnað af þessum reikningum. Það er ekki eðlilegt að telja endurgreiðslu á virðisaukaskatti sem tekjustofn. Ekkert er greitt fyrir vélavinnu.
Stjórnin er ánægð með þá niðurstöðu sem komin er í girðingamálin.
3. a) Rætt um nauðsyn á betri umhirðu. Þetta hefur oft verið rætt áður en stjórn er sammála um að nauðsynlegt sé að leggja meiri áherslu á að bæta umhirðu og auka með því verðmæti ræktunarinnar. Ekki er hægt að leggja það á núverandi skógareigendur að bera ábyrgð á þessum þætti án þess að greitt sé fyrir það eða yfirhöfuð að þessum þætti sé sýndur nokkur áhugi. Stjórn ætlar að kanna möguleika á að hrinda af stað sérstöku verkefni í þessa veru, verkefnið Gæðaskógur. Kanna á hvort hægt er að koma á fót vottunarkerfi í þessu sambandi.
b) Stefnt á að halda aðalfund Fsa 20. mars n.k. í Barnaskólanum á Eiðum kl. 20:00. Halldór athugar húsnæði og veitingar á fundinum.
c) Maríanna fór yfir bréf frá sveitarfélaginu Fljótsdalshérað þar sem fram kemur að Blómabæjar húsið er til reiðu fyrir skógarbændur til markaðsstarfs og lýsir sveitarfélagið sig reiðubúið til nánari viðræðna um málið. Málið kynnt á aðalfundi og nánari ákvarðanir teknar í framhaldi af því.
d) Stefnt að því að fá umhverfisráðherra í tengslum við Fagráðstefnu í skógrækt sem verður haldin á Hallormsstað 3. og 4. apríl. Maríanna og Jói Þórhalls ætla að undirbúa þennan fund.
e) Kalli segir frá hugmynd um nýja skógræktargirðinu í Eiðaþinghá frá Steinholti og út að Gilsá.
Fundi slitið kl. 19:00
fundargerð ritaði H.S.
Fundargerð 4
Fundur nýrrar stjórnar Fsa haldinn í Snjóholti miðvikudaginn 5. Júní 2019 og hefst kl. 17:30, mætt eru: Borgþór, Halldór, Jónína, Jóhann og Maríanna.
Stjórn skiptir með sér verkum þannig að Maríanna er kjörinn formaður, Halldór ritari, Jóhann gjaldkeri og Borgþór og Jónína meðstjórnendur.
Stefnt að heimsókn í Hjartarstaði miðvikudaginn 26. þ.m. kl. 15:30 og mun m.a. verða skoðuð L.T. tilraunin sem er á Hjartarstöðum auk þriggja annara jarða á Héraði. Lárus segir frá tilrauninni sem sett var út af Bjarna Diðrik Sigurðssyni.
Önnur mál.
a) Rætt um áður framkomna hugmynd um námskeið fyri bændur til að auka þekkingu þeirra á eigin skógrækt, í því skyni að gera ræktunina sem verðmætasta. Við vonum að þetta geti orðið nokkurs konar gæðastýring í skógrækt. Leitað verði til Lárusar með næstu skref.
b) Borgþór sagði frá hugmyndum um ,,beingreiðslur“ út á CO2 bindingu í skógrækt. Væntanlega kemur fram tillaga á næsta aðalfundi Lse um þetta mál.
c) Stefnt að fundi með Jóa Gísla og Hlyni Gauta í sumar m.a. til að ræða stöðu bændaskógræktar í núverandi stjórnkerfi.
d) Maríanna minnti á að lengi hefur staðið til heimsókn í Skógarafurðir á Víðivölllum og er stefnt að þeirri heimsókn á komandi hausti.
e) Jói minnti á að á næsta ári verða liðin 50 ár frá upphafi Fljótsdalsáætlunar en segja má að hún hafi verið upphaf bændaskógræktar á Íslandi. Stjórn sammála um að það sé verðugt verkefni að minnast þeirra tímamóta og tímabært að fara að huga frekar að því. Í því sambandi kom upp í hugann viðburður sem Jón Loftsson fyrrv. Skógræktarstjóri hélt á Hallormsstað á árum áður og nefndi tímavélina.
f) Undirbúningur Skógardagsins gengur vel að sögn Jóa og fjármögnun að mestu lokið samkvæmt þeirri áætlun sem gerð var.
g) Jói segir engin viðbrögð hafa komið frá umhverfisráðherra eftir annars ágætan fund sem nokkrir stjórnarmenn áttu með honum í sambandi við fagráðstefnu á Hallormsstað í apríl.
h) Ákveðið að skrifa grein í Bændablaðið þar sem fram kemur hver stað verkefnisins er á Austurlandi og hvað helst brennur á okkur bændum.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl 20:00
Halldór Sigurðsson fr.
Fundargerð 4
Stjónarfundur
Miðvikudaginn 20. nóvember á skrifstofu Skógræktarinnar og hefst kl 15:00.
Mætt eru: Maríanna, Jói Gísli, Jói Þórhalls, Lárus, Halldór og Jónína.
Dagskrá:
Jólakötturinn – skipa undirbúningsnefnd
Skógarhátíðir á komandi sumri.
Undirbúningur fyrir samráðsfund 22. n.k.
Tillögur frá aðalfundi Lse
Ganga frá heimilisfangi félagsins
Vetrarferð félagsmanna – Víðivellir hjá Bjarka
Erindi vegna jólagtrjáa úr skóginum
Önnur mál
Nefndarmenn frá Fsa, Helgi Braga, Jói Þórhalls, Jónína auk Beggu og Þórs (eða Skúla) frá Skógræktinni. Þór Þorfinns ætlar að halda námskeið í vali, snyrtingu og framsetningu jóaltrjáa sem bændur vilja koma í sölu. Skógræktin er tilbúin að auglýsa tré til sölu hjá þeim skógarbændum sem vilja selja tré ,,á fæti“. Ritara falið að senda út póst á skógarbændur varðandi það.
Rætt um Skógardaginn mikla 20. júní og 50 ára afmælishátið Fljótsdalsáætlunar 25. Júní. Þar sem Fsa hefur tæplega burði til að standa að tveimur stórhátíðum með stuttu millibili er áætlað að fara í viðræður við fulltrúa skógaræktarinnar um hátíðarhöldin í júní. Leita eftir því að skógaræktarfólk komi á fund með stjórn til að ræða málin.
Maríanna skýrði frá dagskrá næsta samráðsfundar sem haldinn verður á Mógilsá 22. Nóv. Farið yfir öll efnisatriði án þess að nokkuð sé fært til bókar.
Ekkert bókað
Formaður og gjaldkeri gangi frá málinu.
Vetrarferð. Áætlað að fara í heimsókn í Víðivelli (Skógarafurðir) í mars.
Sala á jólatrjám frá skógarbændum eru ca. 120 tré á ári (þetta kannaði Sigríður Erla Elefsen) en ekki eru mikið um aðrar afurðir nema hjá fyrirtækinu Skógarafurðir á Víðvöllum.
Önnur mál a) Halldór ræðir um hvernig megi laða ungt fólk að skógrækt. Einn liður í því er að rýna fram í tímann og áætla verðmætasköpun, bæði við og kolefnisbindingu. b) Stefnt að samkomu 1. desember í Barnaskólnum í Eiðum með mat og skemmtun. Þar verða sýndar myndir frá Danmerkurferð s.l. sumar. Leita til Þórs Þorfinns með erindi um jólatré.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl 17:00
Halldór Sig. fr.