Stjórnarfundir FSN- 2019

Fundur 1

Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi.
Stjórnarfundur í Félagi skógarbænda á Norðurlandi haldinn í Gömlu gróðrarstöðinni á Akureyri 15. febrúar 2019 kl.14:00


Mætt voru: Sigurlína J. Jóhannesdóttir, Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, Baldvin Haraldsson og Birgir Steingrímsson og Helga Bergsdóttir ritari Einnig sat Valgerður Jónsdóttir fundinn.


Dagskrá:
1. Undirbúningur fyrir aðalfund Félags skólagbænda á Norðurlandi.
2. Fara yfir stöðuna hvað varða aðalfund LSE
3. Önnur mál.


1. Ákveðið var að halda aðalfundinn á Blönduósi að þessu sinni, í Eyvindarstofu þann 21. mars n.k. Fyrir fundaraðstöðuna greiðum við um 10.000 kr auk þess er kostnaður við kaffi og meðlæti um 1.500 kr. á mann. Helga verður fundarritari og Lína tekur að sér að finna fundarstjóra, rætt um að hafa samband við Jón Gíslason á Hofi í Vatnsdal. Helga setur upp auglýsingu, sem birt verður í Sjónhorninu sem borið er í hús í Skagafirði og Húnavatnssýslum báðum auk þess sem við sendum tilkynningu um fundinn í tölvupósti til
þeirra sem við höfum netföng hjá. Helga hefur setið tvö kjörtímabil sem ritari og gengur úr stjórn á aðalfundinum, rætt um að finna mann í staðinn. Framkvæmdastjóri LSE stefnir að því að mæta á fundinn. Leggjum fram tillögu um að hafa árgjaldið óbreytt. 

 

2. Aðalfundur LSE verður haldinn í Kjarnalundi í Kjarnaskógi helgina 11.-13. október 2019. Rætt hefur verið um hvort mögulegt sé að hefja fundinn fyrir hádegi á föstudegi og bjóða þá upp á að fundarmenn geti keypt sér hádegisverð að öðrum kosti að hefja fund strax eftir hádegi. Rætt um skipulag varðandi fundinn, sem sett var niður á minnisblað.

 

3. Engin önnur mál.


Fundi slitið um kl. 16:00
_________________________________
Helga S Bergsdóttir, ritari

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089