top of page

Blummenstein, munið nafnið.

Björn Steinar Blummenstein er mörgum orðinn að góðu kunnur enda vígalegur talsmaður betri heims. Hann kemur víða við og ber boðskap betri tíma. Hann vill sporna við matarsóun og nýtir ekki bara útrunna "gáma"-vörur sér til matar heldur býr hann einnig til ljúffengt áfengi úr umfram ávöxtum kjörbúðanna. Ef allir fylgdu hans fordæmi væri móðir jörð í góðum málum.

Björn tekur hlutskipti íslenskra skóga einnig alvalega. Nýverið kynnti hann sýna fyrstu húsgagnalínu á HönnunarMars í Ásmundarsal. Sýningin var vel sótt enda verk hans stórglæsileg. Einnig gaf hann út bók um Skógarnytjar sem seldurs eins og heitar lummur. Örfá eintök eru eftir en hægt er að senda honum tölvupóst, hello@bjornsteinar.com.

Landssamtök skógareigenda vilja óska Birni til hamingju með vel heppnaða sýningu. Við megum vera viss um að við munum sjá meira frá Birni Steinari Blumenstein á næstu misserum.

Kommóða út lerki ásamt bókinni.

bottom of page