Skógarbændur funda
Undanfarnar vikur hafa aðildarfélög Landssamtaka skógarbænda (LSE) haldið aðalfundi sína. Skógarauðlindin dafnar sem aldrei fyrr og verkefni skógarbænda ærin, en skemmtileg, næstu misserin sem áður.
Aðalfundur Félags skógarbænda á Austurlandi (FsA) var haldinn á Eiðum 20. mars og mættu 23 félagsmenn á hann. Formaður félagsins, Maríanna Jóhannsdóttir, skógarbóndi í Snjóholti, fór yfir það helsta sem unnið hafði verið á starfsárinu. Helst ber þar að nefna veislu í tilefni 30 ára afmælis FSA, brunavörnum í skógi, Jólakettinum, Skógardeginum mikila, afhjúpun minnisvarða um Sherry Curl skógræktarráðunaut, fræðsluerindum, girðingarreglum og Söluaðstöðu á Egilsstöðum fyrir skógarbændur sem aðra bændur til að kynna starf sitt og vörur. Stjórn félagsins er óbreytt frá fyrra ári og mun starfa ótrauð áfam í þágu skógarbænda á Austurlandi næsta starfsár. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf hélt Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri, erindi um málefni Skógræktarinnar sem snéru að skógarbændum og undirritaður hélt nokkur orð um störf LSE á starfsárinu.
Aðalfundur Félags skóarbænda á Norðurlandi (FsN) var haldinn í Eyvindarstofu á Blönduósi á Alþjóðadegi skóga, 21.mars. Alls mættu á hann 24 manns. Formaður FsN, Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir skógarbóndi á Snartastöðum 2, fjallaði um helstu mál félagsins svo sem skipulag við næsta Aðalfund LSE, skógargöngu sem var í skógi Hróarsstaða í Fnjósadal, hjá Agnesi og Kristjáni, félagið er með fulltrúa í jólatrjáanefnd og viðarnýtingarnefnd. Breyting var á stjórn félagsins þegar Helga Sigrurós Bergsdóttir, skógarbóndi á Dunhóli, lét af störfum og í stað hennar gengur Laufey Leifsdóttir, skógarbóndi á Stóru-Gróf Syðri. Eftir hefðbundi aðalfundarstörf hélt Bergsveinn Þórsson, ráðunautur hjá Skógræktinni, erinid um störf skógræktarinnar og undirritaður fór yfir störf LSE.
Aðalfundur FsN í Eyvindarstofu á Blönduósi.
Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi (FsV) var haldinn á Hótel Hamri, Brogarnesi, 27.mars og mættu á hann 25 manns. Formaður félagsins, Bergþóra Jónsdóttir, skógarbóndi á Hrútsstöðu, flutti skýrslu stjórnar og fór yfir helstu störfin á árinu. Þar ber helst að nefna annars vegar fjölmenna vettvangsferð skógarbænda af Vesturlandi til kolleika þeirra á Suðurlandi og hins vegar samkomu í Selskógi í Skorradal undir merkmum ”Líf í lundi” en þangað sóttu 80 manns. Þetta var samvinnuverkefni Skógræktarinnar og Skógærktarfélags Borgarfjarðar. Einnig hafði FSV forgöngu um námsekið um umhirðu í ungskógi. Aðalstjórn félagsins er óbreytt frá fyrra ári. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf hélt Ellert Arnar Marísson, ráðgjafi hjá Skógræktinni, erindi um niðurstöður viðmargmagnsútttektar á Vesturlandi, undirritaður flutti erindi um LSE og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðstjóri skógareuðlindasviðs hjá Skógræktinni, rak restini með umfjöllun um störf Skógraæktarinnar.
Aðalfundur FsV á Hamri í Borgarnesi. Mynd: Guðmundur Sigurðsson
Aðalfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi (FsS) var haldinn í Gunnarsholti 6. apríl og mættu þangað tæplega 50 skógarbændur. Formaður félagsins, María E. Ingvadóttir, skógarbóndi í Akurbrekku, flutti skýrslu stjórnar. Breytingar urðu í stjórn félagsins en Sigríður Hjartar, skógarbóndi í Múlakoti, lét af ritara störfum. Voru henni færðar þakkir fyrir langt og farsælt starf. Inn í stjórn gekk Hrönn Guðmundsdóttir, skógarbóndi á Læk. Í almennum umræðum, fór formaður yfir verkefnin framundan. Verið er að vinna í ”afurðaverkefninu” og munu þau mál skýrast fljótlega. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf sagði undirritaður frá starfi LSE síðastliðið ár. Eftir matarhlé fjallaði Þorbergur Hjalti Jónson, sérfræðingur á Mógilsá, um áhugaverðar rannsóknir á asparrækt. Í lok dagskrár flutti undirritaður stutt erindi um tvítoppaklippingu og uppkvistun, að því loknu var farið út í skóg þar sem sýnikennsla fór fram og fólki bauðst að reyna kunnáttu sína, undir leiðsögn undirritaðs og Bergs Þór Björnssonar, umsjónarmanns hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti.
Aðalfundur FsS í Gunnarsholti.
María færir Sigríði þakklætisvott fyrir störf í þágu FsS, Mynd: Ísólfur Gylfi Pálmason
Aðalfufundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum (FsVfj.) verður haldinn á Reykhólum í lok júní eða júlí.
Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE skrifaði fréttina og tók myndir.