top of page

Aðalfundir aðildarfélaganna

Skógarbændur funda

Undanfarnar vikur hafa aðildarfélög Landssamtaka skógarbænda (LSE) haldið aðalfundi sína. Skógarauðlindin dafnar sem aldrei fyrr og verkefni skógarbænda ærin, en skemmtileg, næstu misserin sem áður.

Aðalfundur Félags skógarbænda á Austurlandi (FsA) var haldinn á Eiðum 20. mars og mættu 23 félagsmenn á hann. Formaður félagsins, Maríanna Jóhannsdóttir, skógarbóndi í Snjóholti, fór yfir það helsta sem unnið hafði verið á starfsárinu. Helst ber þar að nefna veislu í tilefni 30 ára afmælis FSA, brunavörnum í skógi, Jólakettinum, Skógardeginum mikila, afhjúpun minnisvarða um Sherry Curl skógræktarráðunaut, fræðsluerindum, girðingarreglum og Söluaðstöðu á Egilsstöðum fyrir skógarbændur sem aðra bændur til að kynna starf sitt og vörur. Stjórn félagsins er óbreytt frá fyrra ári og mun starfa ótrauð áfam í þágu skógarbænda á Austurlandi næsta starfsár. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf hélt Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri, erindi um málefni Skógræktarinnar sem snéru að skógarbændum og undirritaður hélt nokkur orð um störf LSE á starfsárinu.

Aðalfundur Félags skóarbænda á Norðurlandi (FsN) var haldinn í Eyvindarstofu á Blönduósi á Alþjóðadegi skóga, 21.mars. Alls mættu á hann 24 manns. Formaður FsN, Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir skógarbóndi á Snartastöðum 2, fjallaði um helstu mál félagsins svo sem skipulag við næsta Aðalfund LSE, skógargöngu sem var í skógi Hróarsstaða í Fnjósadal, hjá Agnesi og Kristjáni, félagið er með fulltrúa í jólatrjáanefnd og viðarnýtingarnefnd. Breyting var á stjórn félagsins þegar Helga Sigrurós Bergsdóttir, skógarbóndi á Dunhóli, lét af störfum og í stað hennar gengur Laufey Leifsdóttir, skógarbóndi á Stóru-Gróf Syðri. Eftir hefðbundi aðalfundarstörf hélt Bergsveinn Þórsson, ráðunautur hjá Skógræktinni, erinid um störf skógræktarinnar og undirritaður fór yfir störf LSE.

Aðalfundur FsN í Eyvindarstofu á Blönduósi.

Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi (FsV) var haldinn á Hótel Hamri, Brogarnesi, 27.mars og mættu á hann 25 manns. Formaður félagsins, Bergþóra Jónsdóttir, skógarbóndi á Hrútsstöðu, flutti skýrslu stjórnar og fór yfir helstu störfin á árinu. Þar ber helst að nefna annars vegar fjölmenna vettvangsferð skógarbænda af Vesturlandi til kolleika þeirra á Suðurlandi og hins vegar samkomu í Selskógi í Skorradal undir merkmum ”Líf í lundi” en þangað sóttu 80 manns. Þetta var samvinnuverkefni Skógræktarinnar og Skógærktarfélags Borgarfjarðar. Einnig hafði FSV forgöngu um námsekið um umhirðu í ungskógi. Aðalstjórn félagsins er óbreytt frá fyrra ári. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf hélt Ellert Arnar Marísson, ráðgjafi hjá Skógræktinni, erindi um niðurstöður viðmargmagnsútttektar á Vesturlandi, undirritaður flutti erindi um LSE og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðstjóri skógareuðlindasviðs hjá Skógræktinni, rak restini með umfjöllun um störf Skógraæktarinnar.

Aðalfundur FsV á Hamri í Borgarnesi. Mynd: Guðmundur Sigurðsson

Aðalfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi (FsS) var haldinn í Gunnarsholti 6. apríl og mættu þangað tæplega 50 skógarbændur. Formaður félagsins, María E. Ingvadóttir, skógarbóndi í Akurbrekku, flutti skýrslu stjórnar. Breytingar urðu í stjórn félagsins en Sigríður Hjartar, skógarbóndi í Múlakoti, lét af ritara störfum. Voru henni færðar þakkir fyrir langt og farsælt starf. Inn í stjórn gekk Hrönn Guðmundsdóttir, skógarbóndi á Læk. Í almennum umræðum, fór formaður yfir verkefnin framundan. Verið er að vinna í ”afurðaverkefninu” og munu þau mál skýrast fljótlega. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf sagði undirritaður frá starfi LSE síðastliðið ár. Eftir matarhlé fjallaði Þorbergur Hjalti Jónson, sérfræðingur á Mógilsá, um áhugaverðar rannsóknir á asparrækt. Í lok dagskrár flutti undirritaður stutt erindi um tvítoppaklippingu og uppkvistun, að því loknu var farið út í skóg þar sem sýnikennsla fór fram og fólki bauðst að reyna kunnáttu sína, undir leiðsögn undirritaðs og Bergs Þór Björnssonar, umsjónarmanns hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti.

Aðalfundur FsS í Gunnarsholti.

María færir Sigríði þakklætisvott fyrir störf í þágu FsS​, Mynd: Ísólfur Gylfi Pálmason

Aðalfufundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum (FsVfj.) verður haldinn á Reykhólum í lok júní eða júlí.

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE skrifaði fréttina og tók myndir.

bottom of page