top of page

Jónsmessuhátíð á Snæfoksstöðum

Jónsmessuhátíð á Snæfoksstöðum

Sunnudaginn 23. júní kl. 14 til kl. 17, höldum við Skógarhátíð á Jónsmessu á Snæfoksstöðum, skógarsvæði Skógræktarfélags Árnesinga við Biskupstungnabraut. Allir velkomnir í línudansinn, það verður tálgað í tré, rennibekkurinn ræstur, skoðunarferðir farnar um skóginn, heitt verður á grillinu, bakaðar lummur og ýmislegt fleira spennandi. Kl. 19 verður árleg Jónsmessuganga skógarbænda, létt gönguferð og síðan verður grillað og sungið saman. Hlökkum til að sjá ykkur. Félag skógareigenda á Suðurlandi.

bottom of page