Skógarfang 2020

February 3, 2020

 

Skógarfang, 19. fundur, Bændahöll

19. fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar.
Reykjavík, Bændahöllin 31.janúar 2019
Mætt voru:  Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, Björn B. Jónsson, Jóhann Gísli Jóhannsson, Gunnar Sverrisson, Ólafur Eggertsson og Hlynur Gauti Sigurðsson skráði fundinn.
Fundur hófst kl 10:00 

 

Síðustu fundum var frestað ítrekað vegna veðurs eða álíka aðstæðna.

 

Efni fundar:

Skýrslan: Greining og stefna í afurða og markaðsmálum skógarafurða

 

Skýrsluskrifum miðar vel og lagði Björn afraksturinn fram fyrir fundinn. Rætt var um innihald og uppröðun kafla.

 

Lagt er til að viðmiðunarmörk fyrir skýrsluna verði 5 ár en ekki 15 eins og áður stóð til.

 

Næsti fundur (20) er fyrirhugaður með Temas-fjarfundabúnaði 6.febrúar og fundurinn eftir það (21) verður 17.febrúar í Betri stofunni í Bændahöllinni.

 

 

Skógarfang, 20. Teams-fjarfundur

20. fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar.
Ísland, Teams-fjarfundabúnaður, 6.febrúar 2019
Mætt voru:  Bergrún Arna Þorsteinsdóttir og Jóhann Gísli Jóhannsson á Hallormsstað, Björn B. Jónsson og Gunnar Sverrisson á Selfossi,  Ólafur Eggertsson á Mógilsá, Johan Holst á Silfrastöðum og Hlynur Gauti Sigurðsson í Kópavogi skráði fundinn.
Fundur hófst kl 13:00 

 

 

Efni fundar:

Skýrslan: Greining og stefna í afurða og markaðsmálum skógarafurða

 

Björn fer yfir yfir stöðu skýrslunnar; kafla fyrir kafla.

Litlu efni var skilað inn fyrir þennan fund, en greinahöfundar segja að vel miði og þessu verður skilað í næstu viku.

 

Nokkrir umræðupunktar.

 • Í lok hver kafla er gagnlegt að hafa stuttan undirkafla sem heitir „Framtíðarhorfur“.

 • Kaflinn trjátegundir tafðist vegna anna, en verður klár í næstu viku að sögn Aðalsteins.

 • Kaflinn Tækjagreining þarf meiri undirbúning, en það ætti að takast að hafa hann kláran fyrir næsta fund, sögðu Begga og Gunnar.

 • Úrvinnsla er í skrifum, sagði Hlynur

 • „Aðrar viðarnytjar“ eru að smella. Óli Odds er alveg að klára Handverkið, Jólakaflinn hennar Beggu er á næstum klár og Ferðaþjónustukafli Hreins verður klár í næstu viku.

 • Horft inn í framtíðina, kafli í mótun. Kaflinn er einskonar samantekt undirkaflanna „Framtíðarhorfur“.

 • Markaður og sala (lokakafli). Óvíst er hvað verður um þennan kafla. Er hann fyrir stöðuna í dag, eða framtíðar, er hann endurtekning....?

 • Stefna Skógaræktarinnar verður borðin undir Þröst á næstunni.

 • Stefna LSE – er ekki aðgengileg á vef veraldar en HGS ætlar að setja hana á heimasíðu skogarbondi.is hið fyrsta. Formenn aðilafélaga LSE hafa margir skilað athugasemdum. Ekki hægt að styðjast við stefnu sem ekki hefur verið samþykkt á aðalfundi LSE. Stefna LSE frá líklega 2010 verður því notuð í skýrsluna, þó tilgreint að verið sé að vinna að endurmóta stefnuna.

 • Grisjunarþörf -Johan Holst ætlar að taka þennan kafla að sér og reyna afla ganga um þörf á snemmgrisjun á landsvísu hjá skógarbændum og einnig grisjunarþörf í þjóðskógunum.

 • Drone og viðarmagn. Hlynur ætlar að skrifa nokkrar línur um rannsóknarverkefni sem er í gangi.

 • Skógartölur.is  er verkefni sem er í vinnslu hjá Skógræktinni, LSE og Skógræktarfélagi Íslands. Fundur verður á mánudaginn og ætlar Hlynur að virða hugmynd þar um að einhver skrifi lítinn kafla um verkefnið.

 

Prentun

Lagt er upp með að prenta 250 eintök í A4 stærð. Reikna má með 50-60 blaðsíðum. Hörð kápa með hefðbundnum pappír. Sambærileg og Afurðarskýrslan sem FSA lét vinna um árið.  Hlynur ætlar að leita eftir verðtilboði til Héraðsprents.

 

 

Næsti fundur (21) er fyrirhugaður þann 17.febrúar í Öskju í Bændahöllinni.

 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089