top of page

Skógarfang 2020


Skógarfang, 19. fundur, Bændahöll

19. fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar. Reykjavík, Bændahöllin 30.janúar 2020 Mætt voru: Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, Björn B. Jónsson, Jóhann Gísli Jóhannsson, Gunnar Sverrisson, Ólafur Eggertsson og Hlynur Gauti Sigurðsson skráði fundinn. Fundur hófst kl 10:00

Síðustu fundum var frestað ítrekað vegna veðurs eða álíka aðstæðna.

Efni fundar:

Skýrslan: Greining og stefna í afurða og markaðsmálum skógarafurða

Skýrsluskrifum miðar vel og lagði Björn afraksturinn fram fyrir fundinn. Rætt var um innihald og uppröðun kafla.

Lagt er til að viðmiðunarmörk fyrir skýrsluna verði 5 ár en ekki 15 eins og áður stóð til.

Næsti fundur (20) er fyrirhugaður með Temas-fjarfundabúnaði 6.febrúar og fundurinn eftir það (21) verður 17.febrúar í Betri stofunni í Bændahöllinni.

 

Skógarfang, 20. Teams-fjarfundur​​

20. fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar. Ísland, Teams-fjarfundabúnaður, 6.febrúar 2020 Mætt voru: Bergrún Arna Þorsteinsdóttir og Jóhann Gísli Jóhannsson á Hallormsstað, Björn B. Jónsson og Gunnar Sverrisson á Selfossi, Ólafur Eggertsson á Mógilsá, Johan Holst á Silfrastöðum og Hlynur Gauti Sigurðsson í Kópavogi skráði fundinn. Fundur hófst kl 13:00

Efni fundar:

Skýrslan: Greining og stefna í afurða og markaðsmálum skógarafurða

Björn fer yfir yfir stöðu skýrslunnar; kafla fyrir kafla.

Litlu efni var skilað inn fyrir þennan fund, en greinahöfundar segja að vel miði og þessu verður skilað í næstu viku.

Nokkrir umræðupunktar.

  • Í lok hver kafla er gagnlegt að hafa stuttan undirkafla sem heitir „Framtíðarhorfur“.

  • Kaflinn trjátegundir tafðist vegna anna, en verður klár í næstu viku að sögn Aðalsteins.

  • Kaflinn Tækjagreining þarf meiri undirbúning, en það ætti að takast að hafa hann kláran fyrir næsta fund, sögðu Begga og Gunnar.

  • Úrvinnsla er í skrifum, sagði Hlynur

  • „Aðrar viðarnytjar“ eru að smella. Óli Odds er alveg að klára Handverkið, Jólakaflinn hennar Beggu er á næstum klár og Ferðaþjónustukafli Hreins verður klár í næstu viku.

  • Horft inn í framtíðina, kafli í mótun. Kaflinn er einskonar samantekt undirkaflanna „Framtíðarhorfur“.

  • Markaður og sala (lokakafli). Óvíst er hvað verður um þennan kafla. Er hann fyrir stöðuna í dag, eða framtíðar, er hann endurtekning....?

  • Stefna Skógaræktarinnar verður borðin undir Þröst á næstunni.

  • Stefna LSE – er ekki aðgengileg á vef veraldar en HGS ætlar að setja hana á heimasíðu skogarbondi.is hið fyrsta. Formenn aðilafélaga LSE hafa margir skilað athugasemdum. Ekki hægt að styðjast við stefnu sem ekki hefur verið samþykkt á aðalfundi LSE. Stefna LSE frá líklega 2010 verður því notuð í skýrsluna, þó tilgreint að verið sé að vinna að endurmóta stefnuna.

  • Grisjunarþörf -Johan Holst ætlar að taka þennan kafla að sér og reyna afla ganga um þörf á snemmgrisjun á landsvísu hjá skógarbændum og einnig grisjunarþörf í þjóðskógunum.

  • Drone og viðarmagn. Hlynur ætlar að skrifa nokkrar línur um rannsóknarverkefni sem er í gangi.

  • Skógartölur.is er verkefni sem er í vinnslu hjá Skógræktinni, LSE og Skógræktarfélagi Íslands. Fundur verður á mánudaginn og ætlar Hlynur að virða hugmynd þar um að einhver skrifi lítinn kafla um verkefnið.

Prentun

Lagt er upp með að prenta 250 eintök í A4 stærð. Reikna má með 50-60 blaðsíðum. Hörð kápa með hefðbundnum pappír. Sambærileg og Afurðarskýrslan sem FSA lét vinna um árið. Hlynur ætlar að leita eftir verðtilboði til Héraðsprents.

Næsti fundur (21) er fyrirhugaður þann 17.febrúar í Öskju í Bændahöllinni.

 

Skógarfang, 21. Askja-Bændahöll​​

21. fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar. Ísland, Bændahöll, fundaraðraða Askja, 17. febrúar 2020

Mætt voru: Bergrún Arna Þorsteinsdóttir og Jóhann Gísli Jóhannsson, Björn B. Jónsson og Ólafur Eggertsson, og Hlynur Gauti Sigurðsson skráði fundinn. Gunnar Sverrisson og Johan Holst boðuðu forföll.

Fundur hófst kl 10:00

Efni fundar:

Skýrslan: Greining og stefna í afurða og markaðsmálum skógarafurða

Lesið var yfir drög skýrslu. Eftirfarandi atriði þarf að athuga frekar.

1) Í lok hvers kafla skal vera undirkaflinn „Framtíðarsýn“ þar sem höfundur kaflans fer yfir mögulega framtíð þess efnið.

2) JGJ og BBJ endurskoða Inngang. a. Þarf að minnast á mikilvægi gróðursetningar? b. Skal kynna strúktúr skýrslunnar, t.a.m. undirkaflana „Framtíðarsýn“ í Inngangi?

3) Aðalsteinn á eftir að skila inn fala um tré.

4) Óli Odds er á lokametrunum við kaflann um Handverk.

5) BAÞ og HGS ætla vinna tækjagreiningu í skógrækt og vinnslu sem tímalínu.

6) BAÞ ætla að senda tölvupóst á samhöfunda „Tækjagreiningar“

7) Lokaorð. Stýrihópur tilgreindur. Eftirfylgni kafli af lokaorðum. BBJ skoðar betur.

8) ÓE ætlar að lúslesa „úrvinnsla í dag og aðilar í úrvinnslu“

9) ÓE ætlar að skoða BS-ritgerð Ellerts með tilliti til „markaðs og sölu“.

10) BJB ætlar að tala við Trausta og Hrein varðandi markaðsmál og sölumál.

11) Heimildarskrá og atviksorðaskrá verður afnumin aftast í skýrslu og verður þess í stað í lok hvers kafla ef þurfa þykir.

12) JGJ ætlar að skrifa um stefnu LSE, og taka með punkta frá aðildarfélögunnum

13) HGS ætlar að skrifa kafla um dróna og viðarmagnsúttekt

14) HGS ætlar að leita staðfestingar vegna skogartour.is

15) HGS ætlar að vinna „íslands-graphic“ fyrir vinnslur

16) HGS ætlar að bera textann um Tandrabretti undir forsvarsmann þess.

17) HGS ætlar að setja skýrsluna upp í Headers Nefndarmenn beðið um að vera vakandi fyrir myndum sem kunna að eiga erindi í skýrslu

Dagsetningar til að miða við

20.febrúar kl 20:00 > Næsti fundur (22), yfirferð með Temas fjarfundabúnaði (Fimmtudagur)

1. mars > Pétur og Björn lesa yfir í síðasta sinn (sunnudagur)

3. mars > Senda á Þrúði sem setur upp skýrsluna (Þriðjud)

7.mars > Eini yfirlestur eftir uppsetningu (Lau)11. mars > Skil skýrslu í prent í Héraðsprent.

12.mars > skil veggspjald í prent í Héraðsprent.

Fundi lauk kl 14:30

 

Skógarfang, 22. Teams-fjarfundur​​

22. fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar. Ísland, Teams-fjarfundabúnaður, 20.febrúar 2020 Mætt voru: Bergrún Arna Þorsteinsdóttir og Jóhann Gísli Jóhannsson á Egilsstöðum, Björn B. Jónsson og Gunnar Sverrisson á Selfossi, Ólafur Eggertsson á Mógilsá, Johan Holst á Silfrastöðum og Hlynur Gauti Sigurðsson í Bændahöll/Rvk. skráði fundinn. Fundur hófst kl 13:00

Efni fundar:

Skýrslan: Greining og stefna í afurða og markaðsmálum skógarafurða.

Björn setur skýrsluna upp á skjáinn og segir fréttir af stöðu mála.

Pétur mun hefja yfirlestur á morgun og mun Björn mata hann af tilbúnum köflum, einn í einu. Nokkrir kaflar eiga enn eftir að berast.

Farið var yfir ýmis atriði í skýrslunni. Og vitnað í fundargerð 21.fundar um punkta þar. Viðbót við það er:

5. kafli Framtíðarhorfur, þarf frekari vinnslu. BAÞ

6. kafli Framtíðarhorfur, þarf frekari vinnslu. HGS lykilorð: -skógar vaxa, efni til vinnslu, vinnslur í hverjum dal. Sala á íslensku efni.

7. kafli Framtíðarhorfur í öðrum nytjum, BBJ

8 kafli. Gulli skilar kafla um Skógrakolefni senn

11. kafli, BBJ hefur samband við Eirík um Framtíðarhorfur.

12. Gæðavottun , þarf nýtt nafn. Er í vinnslu. BBJ

14. kafli Vaxtasamningar, framtíðarhorfur. Nokkur orð um smærri verk á fósturstigi. HGS og BBJ

16. Stefna LS. Í gildi er stefna til 2022 og þegar hafa borist uppbyggilegir punktar frá öllum aðildarfélögum. Unnið er að mótun nýrrar stefnu.

18. kafli. Kaflinn mun skipta un nafn > Grisjunarþörf, mögulega styttist hann til muna. JH.

19. kafli. Allit mega hafa í huga

Þeir sem eiga myndir sem gætu hentað í skýrsluna mega gjarnan deila.

Næstu fundir

26.febrúar kl 13:30 Símafundur á öskudaginn

28.feb kl 11:00 símafundur (upp með tölvu og skjalið virkt, þeir sem geta)

2.mars Teams kl 9:00

Bændablaðið

HGS ætlar að athuga hvort Pétur hafi sett auglýsingu um fagráðstefnu í Bændablaðið og jafnvel dagskrá ráðstefnunnar.

HGS ætlar að athuga hvort Pétur sé tilbúinn að gera eða koma að frétt í tengslum við fagráðstefnu fyrir mánaðamót, svo það komist í 4 tölublað 2020, sem sagt 5.mars.

Fundi lauk kl 14:15

 

Skógarfang, 23. Símafundur​​​​

23. fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar. Ísland, Teams-fjarfundabúnaður, 26.febrúar 2020 Mætt á símatork (sími 7557755) voru: Björn B. Jónsson- Selfossi, Gunnar Sverrisson- Hrosshaga, Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, í lesti í Noregi og Hlynur Gauti Sigurðsson í Bændahöll/Rvk. skráði fundinn. Aðrir fundarmenn voru uppteknir við önnur mikilvæg mál.

Fundur hófst kl 13:00

Efni fundar:

Skýrslan: Greining og stefna í afurða og markaðsmálum skógarafurða.

Fyrir fund hafði Björn sent nýjustu útgáfu skýrslunnar á fundarmenn.

Björn fer yfir stöðuna:

  • Björn hefur skilað eftirfarandi köflum inn til yfirlestrar til Péturs: ...3-4-5-...-7-8-9-...-11-12-13-...-15-...-17,

  • Kafli 6 er á góðu róli. ÓE og HGS skoða hann saman

  • Kafli 10, fer væntanlega í yfirlestur fyrir helgi.

  • Kafli 14 , HGS þarf að lesa yfir viðarspæni kaflann- lokaorð.

  • Kafli 16, HGS og JGJ ætla semja lokaorðin

  • Á föstudaginn mun BBJ senda út skýrsluna eins og hún lítur út þá.

  • Skýrslan fer í prentun 11.mars, mögulega þarf að prenta 300 stk en ekki 250 stk.

Athugasemdir milli fundarmanna

  • Kafli 7.5. Gerðar voru athugasemdir við orðalag eða ártal um tjaldsvæði, salerni. Þarf mögulega að laga.

  • Kafli 5. Tækjagreining í skógrækt. Þarf nýjan titil þar sem verið er að fjalla um skógarhögg í kaflanum, en ekki skógrækt sem heild.

  • Kafli 6. Mögulega á titill kaflans einfaldlega að vera „Viðarúrvinnsla“?

  • Ef tími gefst til að vinna veggspjald væri það æskilegt, en það mun mæta afgangi.

Fyrirhugaður fundur á föstudaginn er felldur niður.

Mánudagur TEAMs kl 9:00 Kafli 17 verður tekinn fyrir.

Samband rofnaði meðal fundarmanna og þeir duttu út einn af öðrum.

Fundi lauk kl 13:45

 

Skógarfang, 24. Teams-fjarfundur​​​​​​

24. fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar. Ísland, Teams-fjarfundabúnaður, 2.mars 2020 Mætt á Temas fjarfund voru: Björn B. Jónsson- Selfossi, Gunnar Sverrisson- Hrosshaga, Bergrún Arna Þorsteinsdóttir – Noregi, Johan Holst -Silfrastöðum, Ólafur Eggertsson – sóttkví heimafyrir og Hlynur Gauti Sigurðsson og Jóhann Gísli í Bændahöll/Rvk.

Fundur hófst kl 09:30

Efni fundar:

Skýrslan: Greining og stefna í afurða og markaðsmálum skógarafurða.

Fyrir fund hafði Björn sent nýjustu útgáfu skýrslunnar á fundarmenn.

Björn fer yfir stöðuna:

  • Flestir kaflar klárir

  • Kafli Johans Holst tekinn út.

  • Samþykkt að sameina kaflana Eftirfylgni og Lokaorð og hafa hann stuttan og hnitmiðaðan.

  • Kafli með trjátegundir mun væntanlega vera klár um miðja viku.

  • Skógartengdar myndir óskast áður en skýrslan fer í umbrot. Senda á BBJ.

  • OE og HGS fara yfir kafla 6

  • Veggspjald verður unnið úr kafla 3 ef tími vinnst.

  • Nýtt skjal verður sent á hópinn um hádegisbilið.

Fundi lauk kl 10:00

 

Skógarfang, 25. fjarfundur​​​​​​​​

25. fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar. Ísland, Teams-fjarfundabúnaður, 6.mars 2020 Mætt á Temas fjarfund voru: Björn B. Jónsson, Gunnar Sverrisson, Bergrún Arna Þorsteinsdóttir Johan Holst, Ólafur Eggertsson, Jóhann Gísli og Hlynur Gauti Sigurðsson.

Fundur hófst kl 11:15

Efni fundar:

Skýrslan til skoðunar eftir umbrot.

Fyrir fund hafði Björn sent fundarmönnum skýrsluna, ný upp setta af Þrúði Óskarsdóttur, þann 26.mars. ÓE og HGS skiluðu athugasemdum en vegna tæknilegra örðuleika var einungis leiðrétt eftir annarri þeirra. Önnur útgáfa skýrslunnar var send fundarmönnum stuttu síðar og var hún til umræðu á fundinum.

  • Fundarmenn voru almennt ánægðir með útlit skýrslunnar.

  • HGS mun fara yfir athugsemdir ÓE og bæta sínum inn í það skjal.

  • Ákveðið var að leita til atvinnu prófarkalesara. Hann myndi skila yfirlestri uppúr miðjum apríl. Reikningur verður sendur á LSE.

  • Ákveðið var að bíða með prentun fram í maí.

  • Lagt var til að gefa út kynningarplagg með skýrslunni. Það verður ákveðið eftir framgangi útgáfunnar. HGS beindir á að tilvalið er að vinna plaggið í samræmi við umrot á skýrslunni. JGJ vill að leitað verði tilboðs í útgáfuna kynningarplaggsins.

  • Stefnt verður á að halda stutta kynningu á skýrslunni á aðalfundi LSE í byrjun október 2020 en gera henni betri skil á Fagráðstefnu skógræktar hálfum mánuði síðar.

  • Ákveðið var að halda annan fjarfund eftir páska.

Fundi lauk kl 12:15


 

Skógarfang, 26. fjarfundur​​​​​​​​

26. fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar.

Teams-fjarfundabúnaður, 3.júní 2020 Mætt á Temas fjarfund voru: Björn B. Jónsson, Gunnar Sverrisson, Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, Ólafur Eggertsson, Jóhann Gísli og Hlynur Gauti Sigurðsson ritar fundinn. Johan Holst var upptekin við önnur störf.

Fundur hófst kl 13:00

Efni fundar:

1) Björn segir frá stöðunni á skýrslunni „Stefna í afurða og markaðsmálum“.

- Yfirlestri skýrslu er lokið og búið að greiða fyrir þann kostnað.

- Forsíða og frágangur skýrslu og auglýsingaspjalds er í höndum hönnuðarins Þrúðar Óskarsdóttur hjá Forsíðan . BBJ verður í sambandi við hana og færir teyminu fregnir eftir þörfum.

- Þröstur Eysteinsson skilaði inn kafla um trjátegundir. Ætlunin var að kaflinn yrði í upphafi skýrslunnar en vegna uppröðunarörðuleika þarf yfirlestur og yfirlegu til að aðlaga það. Allir í teyminu eru sammála um að kaflinn yrði helst að vera fyrstu í skýrslunni. BBJ og ÓE leitar úrlausna.

2) Aðrar spurningar varðandi útgáfu skýrslunnar.

a Upplegg skýrslu verður 300 stykki. Allir fundarmenn samþykkir.

b. Lagt er upp með að biðja Bændablaðið að vera fyrstir að birta opinberlega frétt af skýrslunni í fyrsta tölublaði í október mánaðar (eða lok sept). HGS mun vera í sambandi við Hörð Kristjánsson ritstjóra og biðja hann um að vera í sambandi við BBJ um hvernig sé best að útfæra fréttina.

c. Kynna þarf skýrsluna fyrir öðrum fjölmiðlum í aðdraganda aðalfundar LSE og fagráðstefnu skógaræktar á Hótel Geysi. T.d. Rás1, Spegillinn, Fréttablaðið. Gera þarf fréttatilkyninngu og senda út er nær dregur. Einnig er mikilvægt nota okkar eigin miðla til kynningar.

d. Gera þarf lista yfir þá sem eiga að fá skýrsluna senda, svo sem ráðherrar og embættismenn. BBJ ætlar að gera drög að lista.

e. Teymi skógarfangs situr fram yfir að skýrslan er kynnt á fagráðstefnu skógræktar. Þá munu fulltrúar stýrihóps frá LSE, Skógræktinni og Skógræktarfélagi Íslands verða kynntir. Nánar útfært síðar.

3) Önnur mál

ÓE segir frá styrk sem hann fékk úr loftslagsjóði. Framhald af gæðaprófunum á íslenskum viði, athugun á gæðum trjátegunda sem eru ræktaðar hér eftir stöðlum. Unnið í samvinnu við Linné háskólann, LSE, Skógræktina, Límtré/Vírnet ofl.

BBJ og ÓE segja frá stöðu TreProx.

-Öllum TreProx námskeiðunum „fólkið á söginni“ hefur verið frestað um hálft ár.

-Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi, tekur formlega við hlutverki BBJ um áramót.

-Eiríkur Þorsteins eru að vinna staðlaverkefnum. Útlitsflokkun á timbri, leiðarvísir kemur út á næstu vikum.

Grænni skógar námskeiðaröðin eru í endurskoðun.

Næsti fundartími var ekki ákveðinn að öðru leiti en að hann yrði áður en skýrslan færi í prentun.

Fundi lauk kl 13:45



 

Skógarfang, 27. fjarfundur​​​​​​​​

27. fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar.

Teams-fjarfundabúnaður, föstudaginn 9. október 2020

Mætt á Temas fjarfund voru: Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, Björn B. Jónsson, Gunnar Sverrisson, Jóhann Gísli Jóhannsson, Johan Holst, Ólafur Eggertsson og Hlynur Gauti Sigurðsson ritar fundinn.

Fundur hófst kl 10:00 – 10:50


1. Umræður um innihald skýrslu Skógarfangs

Fundarmenn voru almennt ánægðir með útkomuna og minniháttar athugasemdir voru til umræðu.


- Héraðsprent hefur Svansvottaða prentun og því mikilvægt að hafa logo í skýrslunni.

- Á forsíðu fer betur að hafa október 2020, fremur en 10:2020. Það lítur út eins og tíunda tölublað ársins 2020 og gæti því valdið misskilningi.

- Í lokasíðu skýrslu er þarf að breyta útgáfudegi. Hann skal vera október, en ekki mars.

BBJ kemur fyrrgreindum athugasemdum í réttan farveg.

- HGS ætlar að kanna hjá Héraðsprent verðmun á stærra upplagi, allt að 400 eintökum og því sem fyrra tilboð hljóðaði upp á fyrir 250 eintök.


Fundarmenn samþykktu að eftir þessar breytingar mætti skýrslan fara í prentun.



2. Kynning

Huga þarf að kynningu á skýrslunni. Covid19 setur strik í reikninginn hvað varðar samkomur en nota má annarskonar miðlun.


Fundarmenn fólu HGS og Pétri Halldórssyni (PH), Skógræktinni, að gera kynningarmyndband um skýrsluna.


HGS og PH munu gera skýrslunni skil á heimasíðum LSE og Skógræktarinnar.


Senda þarf tilkynningu á fjölmiðla þegar myndband er klárt.


Skrifa þarf umfjöllun í Bændablaðið.


Viðbúið er að fleiri fjölmiðlar muni sækjast í viðtöl.


3. Dreifing

Lagt er til að senda skýrslu á einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki sem koma að skógrækt og viðarafurðum og/eða hafa starfshópi og skýrslu lið. Fjöldi áætlaður um 100 eintök.


4. Næstu mál

BBJ ræddi við Gunnlaug Guðjónsson hjá Skógræktinni um mögulega stöðu viðarafurða á Íslandi og eftirfylgni meðal Skógræktarinnar, skógræktarfélaga og skógabænda. Ýmsar hugmyndir eru til umræðu og er ein þeirra að ráðinn verði starfsmaður sem sér um þróun og markarðsmál á landsvísu fyrir þá sem framleiða skógarafurðir. Engin ákvörðun hefur verið tekin eða hver eigi að leiða það starf eða hvar það yrði hýst.


Rætt var um að fá fulltrúa stærstu viðarframleiðenda að borðinu og fara yfir næstu skref.


Næsti fundur Skógarfangs er fyrirhugaður fyrir eftirfylgni skýrslunnar eftir að hún kemur út.


Fundi lauk kl. 10:50


bottom of page