Aðalfundur LSE 2008

PDF

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda 2008

Fundargerð

Haldinn að Hvoli á Hvolsvelli 4. og 5. apríl 2008

Stjórn LSE 2007/2008

Edda Kristín Björnsdóttir – Formaður

Ásvaldur Magnússon – varaformaður

Þórarinn Svavarsson – Gjaldkeri

Reynir Ásgeirsson- Ritari

Stefán Jónsson –Meðstjórnandi

Þorsteinn Pétursson –Varamaður

Rafn F.Johnson – Varamaður

Álfhildur Ólafsóttir –Varamaður

Skoðunarmenn reikninga eru;

Ásmundur Guðmundsson

Jóhanna H. Sigurðardóttir

Fulltrúi á Búnaðarþingi er

Edda Kr. Björnsdóttir

Fulltrúi LSE í nefnd um landsáætlun í skógrækt 2009 –2020

Álfhildur Ólafsdóttir/ við tók Karólína Hulda Guðmundsdóttir

Fulltrúi LSE í um Grænni skóga er

Þórarinn Svavarsson

Aðalfundir LSE.

Fundarstaðir, dagsetning og ár.

1997 28. júní Stofnfundur, Hallormsstaður.

1998 25. - 27. september Haukadalur, Árnessýslu.

1999 27. - 28. ágúst Hrafnagil, Eyjafirði.

2000 11. - 12. ágúst Hvanneyri, Borgarfirði.

2001 10. - 11. ágúst Hallormsstaður, Fljótsdalshéraði.

2002 09. - 10. ágúst Núpur, Dýrafirði.

2003 05. - 06. september Goðaland, Fljótshlíð.

2004 13. - 15. ágúst Húnavellir, A-Hún.

2005 19. - 20. ágúst Laugar Sælingsdal.

2006 23. - 24. júní Hallormsstaður, Fljótsdalshéraði.

2007 24. - 26. ágúst Reykhólar, Barðaströnd.

2008 04.- 05. apríl Hvolsvöllur, Rangárþingi

Dagskrá

aðalfundar Landssamtaka skógareigenda

að Hvoli á Hvolsvelli 4. og 5. apríl 2008.

Dagskrá :

Föstudagur 4. apríl

16:00 Fundur settur í Hvolnum Hvolsvelli.

16:15 Kosnir starfsmenn fundarins.

16:15 Mál lögð fyrir fundinn.

17:00 Nýjar áherslur í skógrækt – brunavarnir í skógi/erindi og umræður.

18:00 Skipað í nefndir fundarins og málum vísað til nefnda.

18:15 Fundi frestað. Nefndir hefja störf.

19:30 Kvöldmatur.

20:30 Framhald nefndarstarfa.

20:30 Hvolsvöllur - Menning og saga. Ætlað mökum fundarmanna og öðrum

fundargestum sem hafa lokið nefndarstörfum.

Laugardagur 5. apríl

08:00 Morgunverður.

09:00 Framhald aðalfundar. Skýrsla stjórnar.

09:45 Ávörp gesta.

Kaffi.

10:30 Nefndir skila álitum.

11:15 Kosningar:

  • Ein aðalmaður í stjórn,

  • þrír menn í varastjórn,

  • tveir endurskoðendur.

11:30 Önnur mál.

12:00 Fundarlok.

12:15 Hádegismatur.

13:00 Ferð í Haukadal - skógarskoðun.

20:15 Árshátíð skógarbænda.

Fundur var settur 4. apríl, kl. 16.00. Fundarstjóri var kosinn Drífa Hjartardóttir, fundarritarar Margrét Þórðardóttir og María E. Ingvadóttir.

Edda Kristín Björnsdóttir, formaður samtakanna flutti skýrslu stjórnar. ( fskj.1) Nefndi hún breyttan fundartíma, en fundur snemma vors hentar flestum vel, þ.e., áður en vorannir byrja í skógum landsins. Einnig sagði hún frá fundi stjórnar um kolefnismál, með fulltrúum Skógræktar ríkisins og Bændasamtakanna. Í framhaldi þess fundar var umhverfisráðherra, Þórunni Sveinbjarnardóttur og landbúnaðarráðherra, Einar Guðfinnssyni, send yfirlýsing, (fskj.2), þar sem mótmælt var úthlutun losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda af hálfu stjórnvalda þann 28. september 2007. Það svar fékkst, að engum losunarheimildum, sem orðið hafi til með skógrækt, hafi verið úthlutað.

Fundað var með landshlutaverkefnum í skógrækt og fjallað um flutning Skógræktar ríkisins yfir til umhverfisráðuneytis. Heimasíða samtakanna er orðin að veruleika og starfshópur um verðmat á skógum, sem Björn B. Jónsson leiðir, hefur tekið til starfa. Björn B. Jónsson situr einnig í nefnd sem vinnur að undirbúningi trygginga á skógum og brunavörnum í skóglendi.

Eftir fund með landbúnaðarráðherra og beiðni til fjárlaganefndar, fskj.5, um fjármagn, vegna ráðningar starfsmanns til samtakanna, fékkst jákvætt svar, þannig að hægt var að ráða í hálfa stöðu þetta árið. Þetta er stórt skref, þótt hálfur sigur sé og var Björn B. Jónsson ráðinn í hálfa stöðu framkvæmdastjóra LSE út þetta árið.

Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Einar Guðfinnsson var gestur fundarins. Nefndi hann að staða skógræktar í sögu landsins hefði verið mörkuð á sínum tíma með stofnun Skógræktar ríkisins. Mikill metnaður hafi fylgt stofnun landshlutaverkefnanna í skógrækt og nefna má 17 ára gömul lög um Héraðsskóga. Aðrar áherslur eru í skógrækt í dag en áður, þar sem hugað er að annarri nýtingu og er ábyrgð skógarbænda mikil, til að vel takist. Fyrir utan nytjaskóg, er lögð áhersla á skjólskóga og svæði til útivistar, einnig horft til kolefnisbindingar og allar leiða þessar breyttu áherslur til meiri fjölbreytni í landbúnaði. Miklu fjármagni er veitt til skógræktar, enda um að ræða fjárfestingu til framtíðar. Verðmat á landi hefur hækkað og í framhaldi af því verður til ný sýn á verðmæti lands og skógrækt, kolefnisbindingu og eignarétt.

Réttur skógareigenda verður virtur í þeirri umræðu, enda er staða skógræktar í dag til orðin vegna atorku skógareigenda og skógrækt orðin atvinnugrein sem skiptir máli.

Mál lögð fyrir fundinn:

  1. Edda, formaður samtakanna, kynnti áskorun, fskj.3, til umhverfisráðherra um að LSE ætti fulltrúa í fagráði í skógrækt og landgræðslu og brýna nauðsyn á því.

  2. Kynnti hún tillögu um lagabreytingu, fskj.5, þar sem lagt er til að setning í 4. grein laga LSE falli niður.

Einnig voru bornar upp og samþykktar tillögur, fskj.5 um að plöntuframleiðendur noti aðeins viðurkennd fræ til framleiðslu sinnar og að þeir uppruna merki plöntur sínar, fskj.9.

Einnig var samþykkt áskorun fskj.5, til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra um að stórauka framlög til landshlutaverkefna. Einnig fagnar LSE þeim áfanga að hafa fengið fjárráð til ráðningar starfsmanns í hálft starf. Stjórn LSE var falið að tilkynna Viðlagatryggingu Íslands, að vel komi til greina að brunatryggja nytjaskóga hér á landi.

2. Björn B. Jónsson kynnti kynningarefni Suðurlandsskóga og kortlagningu þess. Kynnti starf sitt, en hann hefur unnið að undirbúningi á tryggingum skóga og verðmati á þeim. Hann sagði frá heimsóknum sínum til allra landshlutaskógarfélaga, nema Vestfirðinga. Hann vinnur að því að fá styrki frá EB vegna skoðunar- og fræðsluferða skógarbænda til nágrannalanda. Nefndi að ef skógarbændur sæktu námskeiðið Grænni skógar, gætu þeir talist sérfræðingar og þar með yrði auðveldara að fá styrki fyrir þá. Úrvinnsla er það sem vekur mesta athygli um þessar mundir þar sem verð á timbri fer hækkandi. Skjólbelti þarf að klippa niður og blanda öðrum tegundum innan um og spurning hvernig hægt er að nýta það sem til fellur.

3. Guðmundur Magnússon kynnti nýja möguleika á nýtingu smáviðar, hvernig nýta má litla búta til að framleiða flögur til klæðingar á veggi. Guðmundur hefur kynnt sér þetta í Kanada og taldi mögulegt að nýta lerkið okkar á þennan hátt.

4. Björn B. Jónsson og Júlía Arulcheyan Björnsson kynntu brunavarnir í skógum, hvað gera má með einföldum hætti til varnar þessum vágesti. Mikilvægt er að flokka skógarsvæði niður eftir eiginleikum og hættustigi, kortleggja vegi og slóða og hvar er fært fyrir stærri tæki, gera áætlun um aðkomu, verkaskiptingu, eftirlit og aðgerðir, einnig hvar verkfæri og áhöld eru geymd og hvaðan aðgerðum yrði stjórnað.

5. Edda kynnti formenn málefnanefnda. Sigurður Jónsson stýrir fjármálanefnd, laga- og allsherjarnefnd er stýrt af Agnesi Geirdal, nefnd um brunavarnir í höndum K. Huldu Guðmundsdóttur og úrvinnslunefnd mun Björn Ármann Ólafsson leiða.

Fundi frestað og boðið til kvöldverðar.

Laugardagur 5. apríl, fundi framhaldið.

Þórarinn Svavarsson, gjaldkeri samtakanna gerði grein fyrir reikningum og áætlun ársins 2008, fskj.4.

Eftir umræður, var skýrsla formanns og reikningar félagsins bornir upp og samþykktir.

Umræður: Drífa Hjartardóttir benti á mögulega styrki sem hægt væri að sækja um.

Björn ræddi um kolefnisjöfnunarmálið og að ætlunin hefði verið að vinna að þeim málum með vottunarstofu, en það hefði breyst og nú væri unnið með Landsbankanum að því að finna annan vinnufarveg. Kannski mætti hugsa sér kolefnisjöfnunarfélög álíka og veiðifélög og að eignaréttur bænda sé viðurkenndur.

Vífill Búason ræddi um fundartímann og hvatti til betri fundarsóknar næst. Sigurður Jónsson sagði frá blaðaútgáfunni og Helga Dóra ræddi um mætinguna. Sigurbjörg benti á mikilvægi upplýsinga frá fagmönnum og Björn Jónsson bað fólk að leggja við hlustir hvað Jón Loftsson hefði um það að segja. Lilja Magnúsdóttir, Tálknafirði, taldi að ef rannsóknir ættu að gefa trúverðugar niðurstöður, þá tækju þær sinn tíma. Hún hvatti skógarbændur til að reka á eftir vísindalegum niðurstöðum fræðimanna. Ásvaldur Magnússon þakkaði góða fagráðstefnu og Sæmundur hvað það undarlegt ef vísindamenn treystu sér ekki til að votta skóginn. Fræðimenn mættu hlusta betur á skógareigendur og mikið af gagnlegum upplýsingum hefðu aldrei birst og þyrfti að ráða bót á því, t.d. varðandi Evrópulerkið.

Gestir fundarins:

Jón Loftsson ræddi um breytta vistun málefna skógræktar og taldi að betra hefði verið að málaflokkurinn væri á einum stað. Spurning hversu miklu Mógilsá gæti áorkað með sína 14 starfsmenn, en áður hefðu skógræktarfélögin verið aðal samstarfsaðilar en nú væru það landshlutasamtökin. Betra líf, er samtök verkefna og sérfræðinga og er meiningin að miðla út upplýsingum. Mógilsá mun leggja 5 milljónir í þetta verkefni og koma því í gang. Farið verður um landið og fundað með fulltrúum verkefnanna og sérfræðingar hitta skógarbændur, sjá hvar skóinn kreppir að. Skógrækt verður mikilvæg atvinnugrein á Íslandi. Mikilvægt er að halda áfram umræðu um kolefnisbindingu, en meta má skóg um leið og séð verður að vel hafi tekist til með gróðursetningu.

Ólöf Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Héraðs- og Austurlandsskóga þakkaði fyrir góðan fund.

Nefndir skila af sér:

Fjármálanefnd:

Sigurður Jónsson ræddi fjárhagsstöðu samtakanna fskj. 4. og fjárhagsáætlun. Kynnti hann tillögur um laun stjórnar og fjárhagsáætlun.

Tillaga 1.

Aðalfundur LSE haldinn á Hvolsvelli dagana 4. og 5. apríl 2008 samþykkir að stjórn LSE fái laun fyrir árið 2008 sem hér segir:

Formaður 100.000.- 100.000.-

Gjaldkeri 75.000.- 75.000.-

Aðrir stjórnarmenn 60.000.- 180.000.-

355.000.-

Samþykkt.