Aðalfundur FsS-FRESTAÐ
Félag skógareigenda á Suðurlandi
Frestun Aðalfundar Félags skógareigenda á Suðurlandi
Komið þið sæl.Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi félagsins, sem boðaður var 28. mars. Vonandi verður ekki langt í að samskipti fólks og daglegt líf færist í eðlilegt horf og þá blásum við aftur til fundar.
Samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, þá má vænta breytinga á veðri eftir 20. mars, við kjósum auðvitað að skilja það sem svo, að þann 20. mars muni vorið byrja að hreiðra um sig og taka yfirhöndina á tveimur til þremur vikum.Þangað til er góður tími til að fletta prentuðum bókum og vef bókum um sáningu, græðlinga, klippingar og allt það annað sem bíður okkar í vor. Það er góð grein eftir Guðríði Helgadóttur í Garðinum, frá febrúar 2011, sem gott er að renna yfir árlega í byrjun árs, http://gardurinn.blogspot.com/2011/02/vetrargrlingar-guriar.html . Svo er auðvitað alltaf gaman að velta fyrir sér nýjum trjátegundum, jafnvel að verða sér úti um fræ, til dæmis hjá Garðyrkjufélaginu, eða verslunum sem selja fræ, eða jafnvel að panta frá erlendum fræbönkum. Það má alltaf láta sig dreyma og það kemur lítið út úr því að reyna ekki.Vonandi verður ekki langt í að við höldum okkar fund.
Bestu kveðjur,
f.h. stjórnar FsS,
María E. Ingvadóttir, form.