
Félag skógareigenda á Suðurlandi
Heimsókn í Límtré á Flúðum og félagsfundur á Efra-Seli, föstudaginn 6. mars kl. 17.00
Komið þið sæl.
Föstudaginn 6. mars, kl. 17.00, er okkur skógarbændum boðið að heimsækja verksmiðjuna Límtré Vírnet á Flúðum.
Eins og þið hafið efalaust heyrt áður, þá hafa þeir hjá Límtré verið að gera tilraunir með að nota íslensku öspina í límtré.
Það verður fróðlegt að heyra af þeirri vöruþróun sem og öðrum.
Upp úr kl. 18, verður svo haldið að Efra-Seli, við Flúðir. Margir kannast við Golfvöllinn að Efra-Seli.
Þar verður stuttur félagsfundur, meðal annars verður kynnt viðhorfskönnun, en með henni gefst félagsmönnum tækifæri til að tjá sig um starf og tilgang félagsins.
Þar næst verður boðið upp á ljúffengan pottrétt, í skemmtilegum og góðum félagsskap.
Nauðsynlegt er að vita nokkurnveginn um fjöldann, þannig að endilega látið vita í tölvupósti, að þið ætlið að mæta.
Við vonumst eftir góðri mætingu.

Bestu kveðjur,
f.h. stjórnar FsS
María E. Ingvadóttir, formaður
