top of page

Stjórnarfundir FSN- 2020






Fundur 1

Stjórnarfundur, 30. mars 2021 kl. 21:15, í Teams-fjarfundarbúnaði

1. Stjórnin skiptir með sér verkum þannig:

Laufey Leifsdóttir tekur að sér formennsku, Sigrún Þorsteinsdóttir er varaformaður, Birgir Steingrímsson gjaldkeri, Þóra Margrét Lúthersdóttir sem ritari og Ólöf Hörn Erlingsdóttir meðstjórnandi. Sigrún heldur áfram í stjórn LSE f. hönd FsN.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 21:45.


 
2020 02 fundargerd_feb_2020_stjornarfund
.
Download • 172KB

Fundur 1

Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi

Stjórnarfundur í Félagi skógarbænda á Norðurlandi haldinn í gömlu gróðrarstöðinni á Akureyri kl. 13:30,

6. febrúar 2020

Fundinn sátu Sigurlína J. Jóhannesdóttir, Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, Baldvin Haraldsson, Birgir Steingrímsson og Laufey Leifsdóttir, og Valgerður Jónsdóttir.

Dagskrá:

1 Aðalfundur FsN

Aðalfundurinn verði haldinn á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, 1. apríl kl. 13:30-15. Rætt um að sameina aðalfund FsN og fyrirhugaða fundarlotu Sigríðar Júlíu og Þrastar Eysteinssonar til að nýta ferðir fundargesta. Aðalfundurinn verði þá fyrst og fundur Skógræktarinnar á eftir. Gæta að því að auglýsa fundinn með góðum fyrirvara, a.m.k. 10 dögum fyrr. Dagskrá fundar: skýrsla stjórnar, reikningar, kosningar og önnur mál Finna þarf fundarstjóra. Tillaga um árgjald að árgjald verði óbreytt. Kjósa þarf einn í stjórn, varamenn og skoðunarmenn reikninga.

2 Girðingarreglur og viðhaldsgreiðslur Skógræktarinnar

Fulltrúar skógarbænda og Skógræktarinnar eru að leita leiða til að ná samkomulagi um girðingarreglur. Óskað er eftir tillögum frá FsN þar um.

Tillaga send frá FsN til LSE: Félag skógarbænda á Norðurlandi krefst þess að haldnir verði þeir samningar sem búið er að gera enda sé ákvæði í núverandi samningi að gömul kerfi skuli halda sér. Frá síðasta ári, 2019, er ógreitt viðhaldsframlag útistandandi til skógarbænda á Norðurlandi.

Í ljósi þess að mjög takmarkað fjárframlag er veitt til nytjaskógræktar á lögbýlum er félagið tilbúið til að sætta sig við að hluti stofnkostnaðar sé greiddur út og afgangur í samræmi við framvindu gróðursetningar í stað þess að allur girðingarkostnaður sé greiddur í upphafi.

3 „Við skógareigendur“ og skrif í Bændablaðið

Ákveðið var á fundi LSE að stjórnir aðildarfélaganna séu ábyrgar fyrir tveimur greinum á ári í Bændablaðið. Anna Guðmundsdóttir í Reykhúsum skrifar næstu grein (þegar birt). Félagar eru hvattir til að leggja til greinar.

4 Skógarskoðun hjá félaga

Fyrirhuguð er skógarganga hjá Jóni Gíslasyni á Hofi í Vatnsdal. Skipulagið verði með svipuðu sniði og venjulega. Stefnt er að fimmtudeginum 13. ágúst 2020. Félagið leggi til ketilkaffi og veitingar. Gott að geta kynnt daginn á aðalfundi FsN.

5 Önnur mál

a) Uppgjör vegna aðalfundur LSE: Kynntar voru helstu tölur reikninga frá þeim fundi og ákveðið að gera helstu tölur og minnispunkta aðgengilega til að geta leitað í, t.d. um kostnað fyrir veislustjórn, veitingar o.s.frv.

b) Hvetja þarf nýja skógarbændur til að ganga í Félag skógarbænda á Norðurlandi. Reynum að koma hvatningu inn í vorbréf Skógræktarinnar til dæmis.

c) Bóksala: Teknar hafa verið 24 bækur og óseldar eru 7. Reynum að selja fleiri bækur á aðalfundi FsN í apríl.

d) Félagið tekur gjarnan þátt í skógardegi Skógræktarinnar í sumar.

Fundi slitið kl. 15:30.

Laufey Leifsdóttir, ritari


 
2020_08_Fundargerð_18_8_Þórisstöðum
.pdf
Download PDF • 119KB

Fundur 2

Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi



Stjórnarfundur, 18. ágúst 2020 kl. 17, að Þórisstöðum á Svalbarðströnd


1. Stjórnin skiptir með sér verkum þannig að stjórnarmenn gegni sömu embættum og síðasta ár.

Sigurlína heldur áfram sem formaður, Sigrún sem varaformaður, Birgir sem gjaldkeri, Laufey sem ritari og Baldvin meðstjórnandi. Sigrún heldur áfram í stjórn LSE f. hönd FsN.


2. Tillögur á aðalfund LSE í 2.-3. október.

Fyrirséð er að aðalfundurinn verður með breyttu sniði vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.

Tillaga frá FsN: Aðalfundur LSE, haldinn að Hamri 2.–3. október 2020, samþykkir að beina því til Skógræktarinnar að staðið verði við gerða samninga, hvað viðhaldskostnað girðinga, grisjun, slóðagerð og annað sem viðkemur viðhaldi og vexti skóga.

Greinargerð: Miklu hefur verið kostað til í þeim skógum sem þegar er búið að planta, bæði af almannafé og vinnu og atlæti skógarbænda. Það er óumdeilt að þeir skila ekki því hlutverki sem þeim er ætlað ef ekki er um þá sinnt með grisjun, viðhaldi á slóðum og almennri umhirðu; og brýnt að staðið verði við gerða samninga við bændur svo fjárfestingarnar verði ekki til ónýtis.

Tillaga 2: Aðalfundur LSE, haldinn að Hamri 2.–3. október 2020, skorar á þingheim að tryggja Skógræktinni það fjármagn sem til þarf svo mögulegt sé að tryggja sem besta nýtingu þess þeirra skóga sem þegar hefur verið kostað til.

Greinargerð: Nýting skóga veltur mikið á þeirri umhirðu sem þeir fá og ómögulegt að nýta þá að fullu ef ekki er til fjármagn í grisjun, slóðagerð o.þ.h. Undanfarin ár hefur meiri áhersla verið lögð á nýgróðursetningar heldur en viðhald þeirra skóga sem þegar hefur verið stofnað til og nú er svo komið að það stefnir í óefni. Frekari fjárveitinga er þörf hið snarasta.


3. Rætt um girðingar og niðurfellingu á viðhaldsgreiðslum og það er í ferli hjá lögfræðingi BÍ.


4. Rætt um leiðir til að fjölga félagsmönnum. Stjórnarmenn ætla að leita leiða til að lokka nýja félagsmenn að, t.d. með fræðsluerindi, ef og þegar aðstæður leyfa.


Fundi slitið kl. 19:30

 

Fundur 3

FSN_fundargerd_8_des_2020_fjarfundur
.pdf
Download PDF • 191KB

Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi


Stjórnarfundur, 8. desember 2020 kl. 19:30, fjarfundur með Teams-búnaði

Á dagskrá voru tvö mál. 1) Tillögur LSE um mögulegan samstarfssamning LSE og BÍ 2) Áframhaldandi starfsemi FsN


1. Ræddar voru tillögur LSE um mögulegan samstarfssamning LSE og BÍ:

Efnisatriði samstarfssamnings LSE og BÍ.

  • LSE sameinast BÍ á sömu forsendum og önnur búgreinafélög.

  • Sett verður á fót deild skógarbænda innan BÍ. Deildin mun njóta allra sömu réttinda og aðrar búgreinadeildir sem stofnaðar verða innan BÍ.

  • Deild skógarbænda yfirtekur skyldur samkvæmt samningi við ANR um framlag úr rammasamningi. Fjármunir skv. samningnum renna til verkefna deildarinnar.

  • Í deildinni verða þeir félagsmenn Bændasamtakanna sem skrá sig í deild skógarbænda innan BÍ. Félagar í deildinni sem eru með ársveltu í landbúnaði undir 5 m. kr. fá skv. samningnum afslátt af félagsgjöldum BÍ í þrjú ár. Greiðsla þessara skógarbænda verður 15.000 kr á ári.

  • Deild skógarbænda mun hafa málefni sem snúa sérstaklega að skógrækt á sínu forræði, þar á meðal málefni kolefnisbrúarinnar með samráði við yfirstjórn BÍ. Samtökin munu vinna að því að koma á fót og tryggja rekstur kolefnisbrúarinnar til framtíðar þannig að hún feli í sér viðskiptatækifæri fyrir skógarbændur og aðra félagsmenn BÍ.


Miklar umræður voru um kosti og galla ofangreindra efnisatriða. Ljóst er að félagsgjald BÍ er nokkuð hátt á mælikvarða skógarbænda sem margir hverjir eru algerlega veltulausir árum saman frá því að plöntun lýkur og þar til að nýtingu afurða kemur. Þar af leiðir að það getur reynst erfitt að sannfæra félagsmenn um inngöngu í BÍ. Tilboð um fast árgjald til þriggja ára á 15.000 kr. er gott en engu að síður er hætta á því að það fæli félagsmenn frá ef það er ekki tryggt til lengri tíma eða einhver leið að átta sig á því hvernig félagskerfið þróast. Skógarbændur þurfa að sjá sér hag í því að vera í BÍ. Rædd voru málefni Kolefnisbrúarinnar því hún getur skotið stoðum undir tekjur skógarbænda, og mikilvægi þess að skýra svo ótvírætt sé hvort ríki eða skógarbændur eigi þær kolefniseiningar sem reikna megi út úr skógum sem þegar hefur verið plantað.

Fundarmenn voru þó sammála því að ganga ætti í Bændasamtök Íslands og með því móti verði betur tryggður slagkraftur og hagsmunagæsla búgreinasamtakanna allra, en senda frá sér neðangreinda ályktun til stjórnar LSE með tilteknum fyrirvörum.

Ályktun fundar: Stjórn FsN styður tillögur um að skógarbændur gangi í Bændasamtök Íslands og LSE verði að skógarbændadeild í BÍ. Stjórnin ítrekar jafnframt að stilla verði félagsgjöldum skógarbænda í hóf og tryggja að þau verði veltutengd til frambúðar, jafnvel með lægra viðmiði en nú er í lægsta þrepi félagskerfis BÍ enda sé velta skógarbænda á löngum árabilum engin.


2. Ekki er gert ráð fyrir að starfsemi FsN breytist nokkuð þótt af inngöngu í BÍ verði, enda þurfi FsN að kjósa sinn fulltrúa í skógarbændadeild BÍ og sinna sömu verkefnum og verið hefur.


Fundi slitið kl. 20:45



bottom of page