top of page

Jónsmesheimsókn FsS


Félag skógareigenda á Suðurlandi

Sæl verið þið.

Um hverja Jónsmessu förum við í heimsókn til skógarbónda.

Við förum í þægilega göngu um skóginn hans og fáum að heyra söguna á bak við skóginn, sem alltaf er merkileg og skemmtileg. Síðan er grillað og við borðum saman, drekkum ketilkaffi, spjöllum mikið og gjarnan er söngheftið með í för.

Jónsmessuferðina okkar verður 21. júní.

Að þessu sinni heimsækjum við Guðmund A. Birgisson á Núpum, en skógræktin hans ber glöggt vitni mikils áhuga og mikillar natni við að rækta skóg. Mæting er um kl. 19:00

Það væri mjög ánægjulegt ef þið munduð þiggja þetta góða boð og eiga með okkur góða og skemmtilega kvöldstund á fallegu júníkvöldi í fallegum skógi.

Bestu kveðjur,

f.h. stjórnar FsS,

María form.

bottom of page