top of page

Girðingaviðhald-styrkur

Ef einhver af ykkar félagsmönnum LSE hyggst sækja um bætur til Bjargráðasjóðs vegna girðinga- eða kaltjóns, þegar það er komið í ljós þá eru skrefin þessi.

1. Taka saman upplýsingar um tjónið þegar ætla má að það sé komið í ljós.

Tekið er þá saman tjónið ekki ólíkt því sem eyðublaðið segir þ.e. lengd girðinga, tegund og ástand s.s þarf að endurnýja alveg, eða að hluta o.s.frv.

2. Kal metið á svipaðan hátt fyrir hverja spildu fyrir sig.

Kal metið á svipaðan hátt fyrir hverja spildu fyrir sig. Ekki hefur verið bætt tjón nema að kal sé 25% eða meira á hverri spildu. Bætur vegna þess eru ekki greiddar fyrr en uppskerutölur 2020 liggja fyrir með samanburði við uppskeru síðustu tveggja ára á undan.

3. Sé um annað tjón af völdum náttúrhamfara þá má tilgreina það en gæta verður að því að aðeins er bætt tjón sem ekki fæst annarsstaðar bætt.

Staðfesting verður að fylgja frá tryggingafélagi viðkomandi að tjónið sé ekki tryggjanlegt. Ekki er nóg að staðfesta að tryggingar viðkomandi bæti það ekki, heldur að þarf að staðfesta að engin trygging sé fáanleg fyrir því yfirleitt og ekki fáist bætur frá Náttúrhamfaratryggingu Íslands eða annarsstaðar frá. Enginn vafi er á því varðandi kal og girðinga og þess vegna er það tekið sérstaklega og ekki þarf staðfestingar á því að það sé ekki tryggjanlegt.

4. Fá þarf einhvern óháðan til að taka tjónið út

– Við bendum á RML en það er hægt að leita til fleiri s.s. á sumum svæðum eru búnaðarsambönd að vinna úttektir. Fleiri geta mögulega gert þetta, en þetta þarf að vera óháður aðili. Úttekt er á kostnað umsækjanda. Líklega er skynsamlegt að hafa samráð við úttektaraðila strax í upphafi svo að ekki verði um tvíverknað að ræða.

5. Úttektin er svo send á bjargradasjodur@bondi.is

með bréfi þar sem sótt er um bætur í ljósi meðfylgjandi úttektar. Kennitala, netfang og símanúmer umsækjanda og á hvaða lögbýli tjónið varð.

6. Bætur eru greiddar þegar úttektarmaður hefur staðfest að lagfæringar hafi farið fram

s.s. girðing löguð og/eða tún hafi verið uppskorin sbr. lið 2 – eða það sem við á skv. lið 3 svo umsækjandi þarf alltaf að fjármagna lagfæringar sjálfur áður en bætur fást.

bottom of page