Til upplýsinga og frjálsra afnota
Ef einhver hyggst sækja um bætur til Bjargráðasjóðs vegna girðinga- eða kaltjóns, þegar það er komið í ljós þá er rétt að hafa eftirfarandi í huga.
1. Taka saman upplýsingar um girðingatjón þegar ætla má að það sé komið í ljós. Tekið er þá saman tjónið þ.e. lengd girðinga, tegund og ástand s.s þarf að endurnýja alveg, eða að hluta o.s.frv. Eigin áhætta í girðingatjónum er 150.000 kr. Tjón umfram það er bætt um 80% af metnum girðingakostnaði. Ætla má að einhverjar bætur fáist ef altjón verður á netgirðingu lengri en 170 m. og á rafgirðingu sem er tvöfalt lengri, sjá þó 8. tölulið.
2. Kal metið á svipaðan hátt fyrir hverja spildu fyrir sig. Eigin áhætta er 25% svo ekki fást bætur nema að tjón á viðkomandi búi fari umfram það. Bætur eru reiknaðar út frá metnum kostnaði við endurræktun
3. Komi til fóðurvöntunar vegna kals eða náttúrhamfara er hún metin á grundvelli uppskeru 2018-2019 sem og bústofns á sama tíma, samkvæmt skráningu hjá MAST, samanborið við uppskeru og bústofn 2020. Uppskerutölur 2020 verða því að liggja fyrir áður en sótt er um bætur vegna þessa. Eigin áhætta er 20% vegna fóðurvöntunar.
4. Sé um annað tjón af völdum náttúrhamfara þá má tilgreina það en gæta verður að því að aðeins er bætt tjón sem ekki fæst annarsstaðar bætt. Staðfesting verður að fylgja frá tryggingafélagi viðkomandi að tjónið sé ekki tryggjanlegt. Ekki er nóg að staðfesta að tryggingar viðkomandi bæti það ekki, heldur að þarf að staðfesta að engin trygging sé fáanleg fyrir því yfirleitt og ekki fáist bætur frá Náttúrhamfaratryggingu Íslands eða annarsstaðar frá. Enginn vafi er á því varðandi kaltjón, girðingatjón og fóðurvöntun og þess vegna er það tekið sérstaklega fram og ekki þarf staðfestingar á því að það sé ekki tryggjanlegt.
5. Fá þarf óháðan aðila til að taka tjónið út. Úttekt er á kostnað umsækjanda. Skynsamlegt er að hafa samráð við úttektaraðila strax í upphafi svo að ekki verði um tvíverknað að ræða. Listi yfir úttektaraðila sem mælt er með að leita til fylgir hér að neðan.
6. Úttektin er svo send á bjargradasjodur@bondi.is með bréfi þar sem sótt er um bætur í ljósi meðfylgjandi úttektar. Með umsókn skulu fylgja upplýsingar um nafn, heimili, kennitölu, netfang og síma umsækjanda auk ÍSAT númers og VSk númers búsins.
7. Bætur eru greiddar þegar úttektarmaður hefur staðfest að lagfæringar hafi farið fram s.s. girðing löguð sbr. 1. tölulið, tún hafi verið endurræktuð sbr. 2. tölulið – gögn um fóðuröflun skv. 3. tölulið eða það sem við á skv. 4. tölulið Umsækjandi þarf því alltaf að fjármagna lagfæringar sjálfur áður en bætur fást.
8. Öll fyrirheit um bótagreiðslur eru með fyrirvara um fjármögnun. Stjórn sjóðsins getur vikið frá ofangreindum viðmiðum ef fjármunir hrökkva ekki til.
Úttektaraðilar.
Kjalarnes, Vesturland, Vestfirðir (utan Stranda)
Búnaðarsamtök Vesturlands
Anton Torfi Bergsson
atb@bondi.is
892 0517
437 1215
Húnavatnssýslur og Strandir
Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda
Anna Margrét Jónsdóttir
amj@bondi.is
848 6774
451 2602
Skagafjörður
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins útvegar úttektarmenn á svæðinu
rml@rml.is
516 5000
Eyjafjörður
Búnaðarsamband Eyjafjarðar
Sigurgeir B. Hreinsson
sigurgeir@bugardur.is
863 1356
460 4477
Guðmundur Helgi Gunnarsson
ghg@bugardur.is
866 3295
460 4477
Suður Þingeyjarsýsla
Búnaðarsamband S-Þingeyinga
Aðalsteinn J. Halldórsson
allihall67@gmail.com
863 6629
Norður Þingeyjarsýsla og Austurland
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins útvegar úttektarmenn á svæðinu
rml@rml.is
516 5000
Suðurland og Austur Skaftafellssýsla
Búnaðarsamband Suðurlands.
Sveinn Sigurmundsson
sveinn@bssl.is
894 7146
480 1800
Gunnar Ríkharðsson
gunnar@bssl.is
895 4365
480 1800
F.h. Bjargráðasjóðs
Sigurður Eyþórsson.
Bjargráðasjóður er í eigu ríkisins og starfar skv. lögum nr. 49/2009 með síðari breytingum. Aðsetur og umsjón rekstrar er í höndum Bændasamtaka Íslands skv. þjónustusamningi