top of page

"Ísland er land þitt". Stolt?

Skógarbóndinn Ívar Ingimarsson á Óseyri í Stöðvarfirði myndaði yfir land sitt síðsumars 2019 til að sýna ástand landgæða þess. Þegar horft er á myndbandið sérst vel hve mikilvægt er að við vanrækjum ekki landinu okkar. Það er mikilvægt að hlúa að því og að mati undirritaðs er það best gert með skógrækt. Erlendir ferðamenn undrast á því hvað Ísland á bágt við svörð. Almenningur á Íslandi er hlynntur skógrækt. Skógrækt klæðir ekki bara landið skógi, heldur má hafa af því góða atvinnu með timburframleiðslu, efling lýðheilsu, kolefnisbinding og efling lands til beitar.

Í meðfylgjandi videoi má sjá glöggt hvað við er að eiga við fallegan ættjarðar óð synginn af Agli Ólafssyni.

Verum stolt af landi og þjóð og búum í haginn fyrir komandi kynslóðir þessarar jarðar.

- Hlynur Gauti Sigurðsson

Þetta er land Óseyrar Stöðvarfirði. Á þessu svæði hefur verið plantað um 500.000 skógarplöntum frá 2007. Sauðfjárrækt lagðist niður í Stöðvarfirði um 2003 þó fé leiti þanngað frá öðrum svæðum. Í 16 ár hefur verið lítið um fé á þessu landi, það hefur verið plantað í það og borið á áburð samt sem áður er það ekki betur farið en raun ber vitni. Í ár varð mikil fjölgun á fé í skóræktinni sem er án girðingar, til að verja þetta svæði þyrfti skóræktin að leggja til 10 miljónir, það er 10 ára framlag stofnunarinnar á svæðinu til girðingamála, aðra eins fármuni þyrfti eigandi að leggja fram til að girða af annað land Óseyrar. Allt viðhald og kosntaður af því fellur svo á landeiganda. Við teljum að þetta land sé ekki hæft til beitar og að lög um lausagöngu fjárs sé barn síns tíma því eigi þeir sem eiga féð að girða það af á sínu land

- Ívar Ingimarsson

bottom of page