Aðalfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi 2020
Boðaður
11.júní að Reykjum í Ölfusi kl 17:00
Bréf frá formanni FsS
Akurbrekku, 1. júní 2020
Komið þið sæl.
Nú þegar daglegt líf er að færast í nokkuð eðlilegt horf, er mál til komið að halda aðalfund. Hann er hér með boðaður þann 11. júní 2020, kl. 17, að Reykjum í Ölfusi.
Að loknum aðalfundarstörfum munum við snæða saman, síðan munum við fá kynningu og leiðsögn um gróðurhúsin á Reykjum og athafnasvæði Garðyrkjuskólans.
Við höfum í huga, að hver og einn geti haft það sem best hann vill og við virðum leiðbeiningar um samskiptamáta.
Dagskrá aðalfundar.
Skýrsla stjórnar
Reikningar félagsins
Kosning stjórnar og skoðunarmanna.
Kosnir verð 5 aðalmenn, þar með talinn formaður. Formaður verður kosinn til 2ja ára, tveir stjórnarmenn til eins árs, einn stjórnarmaður til tveggja ára, einn stjórnarmaður til þriggja ára. Einnig verða kosnir 3 varamenn til eins árs.
Þá skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga og tvo til vara.
Kosning fulltrúa í stjórnir, ráð og félagasamtök sem félagið er aðili að hverju sinni.
Árgjöld félagsins
Önnur mál.
Staða úrvinnsluverkefnis
Niðurstaða úr viðhorfskönnun kynnt
Önnur mál
Eins og fram kemur í fundarboði, verður ný stjórn kosin, formaður og fjórir stjórnarmenn. Félagsmenn eru hvattir til að gefa kost á sér í stjórn. Þetta er gott félag og áhugavert og gefandi að starfa fyrir. Það þarf að standa vörð um hagsmuni skógarbænda og taka þátt í að móta skógræktarstarfið.
Nú eru skógarbændur önnum kafnir við vorverkin, þess vegna var ákveðið að halda aðalfundinn seinni part virks dags, en ekki á laugardegi, „þegar allt er að gerast“.
Við væntum þess að mæting verði góð og að skógarbændur muni eiga ánægjulega stund í friðsælu og fallegu umhverfi og með skemmtilegu fólki.
Við hlökkum til að sjá ykkur,
Kveðja,
f.h. stjórnar
María E. Ingvadóttir, formaður FsS.