top of page

Aðalfundur FsS 2020


Aðalfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi 2020

Boðaður

11.júní að Reykjum í Ölfusi kl 17:00

Bréf frá formanni FsS

Akurbrekku, 1. júní 2020

Komið þið sæl.

Nú þegar daglegt líf er að færast í nokkuð eðlilegt horf, er mál til komið að halda aðalfund. Hann er hér með boðaður þann 11. júní 2020, kl. 17, að Reykjum í Ölfusi.

Að loknum aðalfundarstörfum munum við snæða saman, síðan munum við fá kynningu og leiðsögn um gróðurhúsin á Reykjum og athafnasvæði Garðyrkjuskólans.

Við höfum í huga, að hver og einn geti haft það sem best hann vill og við virðum leiðbeiningar um samskiptamáta.

Dagskrá aðalfundar.

  1. Skýrsla stjórnar

  2. Reikningar félagsins

  3. Kosning stjórnar og skoðunarmanna.

Kosnir verð 5 aðalmenn, þar með talinn formaður. Formaður verður kosinn til 2ja ára, tveir stjórnarmenn til eins árs, einn stjórnarmaður til tveggja ára, einn stjórnarmaður til þriggja ára. Einnig verða kosnir 3 varamenn til eins árs.

Þá skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga og tvo til vara.

  1. Kosning fulltrúa í stjórnir, ráð og félagasamtök sem félagið er aðili að hverju sinni.

  2. Árgjöld félagsins

  3. Önnur mál.

  4. Staða úrvinnsluverkefnis

  5. Niðurstaða úr viðhorfskönnun kynnt

  6. Önnur mál

Eins og fram kemur í fundarboði, verður ný stjórn kosin, formaður og fjórir stjórnarmenn. Félagsmenn eru hvattir til að gefa kost á sér í stjórn. Þetta er gott félag og áhugavert og gefandi að starfa fyrir. Það þarf að standa vörð um hagsmuni skógarbænda og taka þátt í að móta skógræktarstarfið.

Nú eru skógarbændur önnum kafnir við vorverkin, þess vegna var ákveðið að halda aðalfundinn seinni part virks dags, en ekki á laugardegi, „þegar allt er að gerast“.

Við væntum þess að mæting verði góð og að skógarbændur muni eiga ánægjulega stund í friðsælu og fallegu umhverfi og með skemmtilegu fólki.

Við hlökkum til að sjá ykkur,

Kveðja,

f.h. stjórnar

María E. Ingvadóttir, formaður FsS.

bottom of page