Skógargöngur


Skógargöngur í júní 2020

Skógræktarstjóri og sviðsstjóri skógarþjónustu verða á ferð um landið í júnímánuði.

Því hefur verið ákveðið að blása til samráðsfunda í formi skógargöngu í samstarfi við félög skógarbænda í hverjum landshluta.

Á Suðurlandi verður skógarganga að Núpum í Ölfusi 21.júní kl 19:00

Á Vesturlandi verður skógarganga að Ferstiklu í Hvalfirði 23.júní kl 18:00

Á Norðurlandi verður skógarganga á Hofi í Vatnsdal 24. júní kl 17:00

Á Vestfjörðum verður skógarganga í kjölfarið á aðalfundi Félags skógarbænda á Vestfjörðum sem haldinn verður 26.júní að Svanshóli í Bjarnarfirði, aðalfundurinn hefst kl 12:30

Á Austurlandi verður skógarganga á Mýrum í Skriðdal 30.júní kl 18:00

Vakin er athygli á að þessir viðburðir er utandyra og fólk beðið að vera klætt eftir veðri.

Hlökkum til að sjá sem flesta skógarbændur!

Þröstur og Sigga Júlla

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089