top of page

Aðalfundi FsS lokið

Aðalfundur Félags skógarbænda á Suðurlandi (FsS) var haldinn á Hótel Stracta laugardaginn 4. maí.  Á fundinn mættu alls 21 gestur.


Gestir fundarins voru Ágúst Sigurðsson, forstjóri Lands og Skóga, og Hjörtur Bergmann Jónsson, nýkjörinn formaður Skógardeildar BÍ. Í upphafi fundar flutti Ágúst erindi og fór yfir starfið sem unnið er hjá stofnuninni og þá aðlögun sem framundan er, eftir sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Að því loknu svaraði hann spurningum úr sal. Í lok fundar flutti Hjörtur einnig erindi um starfið hjá SkógBÍ og áskoranirnar sem framundan eru  og svaraði spurningum. Var almenn ánægja fundargesta með bæði erindin.


Formaður FsS fór yfir starfið á árinu og er þar helst að nefna Skógardaginn sem haldinn var í einmuna veðurblíðu á Suðurlandi 23. ágúst. Farið var í ferð um nytjaskógrækt í uppsveitir Árnessýslu.  Heiti skógardagsins var  „Skógur nú og til framtíðar“ og var öllum helstu aðilum í skógargeiranum á Suðurlandi boðið í ferðina, sem heppnaðist einstaklega vel. Ferðin var  kostuð af Félagi skógarbænda á Suðurlandi  og var frítt fyrir alla þátttakendur. Þá má næst nefna hina árlegu skógargöngu í júní sem að þessu sinni var farin að Uppsölum í Fljótshlíð þar sem Steinunn og Ísólfur Gylfi tóku á móti gestum og sýndu skóginn sinn. Þá var fræðslu og umræðufundur haldinn á Reykjum á vormánuðum þar sem umræðuefnið var umhirða skóga og var sá fundur vel sóttur. Þrír leshópar eru starfandi innan félagsins og er áhugi fyrir því að stofna fjórða leshópinn fljótlega. Leshóparnir koma saman nokkrum sinnum á ári og fjalla um málefni sem varða hina ýmsu þætti skógræktar í víðu samhengi og skoða skógræktina hjá félögum sínum. Unnið er að þriggja ári verkefni í afurða- og markaðsmál sem félagið stendur fyrir.  Leitað skal að  vöruflokkum/úrvinnsluleiðum sem koma til greina í úrvinnslu skógarafurða. Verkefnið, sem fékk nafnið „Úr skógi“  verður unnið í þremur þrepum á jafnmörgum árum. Haldinn var almennur fundur um skógrækt á Hótel Höfn 23. apríl s.l. Fundarefni var staðan í skógrækt í Sveitarfélaginu Hornafirði. Horft til framtíðar.


Breytingar á stjórn frá fyrra ári eru þær að í stað Rafns A Sigurðssonar í aðalstjórn kemur inn Októ Einarsson en Rafn fer í varastjórn. Þórarinn Þorfinnsson víkur úr varastjórn. Stjórnina skipa þá, í aðalstjórn eru Björn Bjarndal Jónsson, formaður, Ragnheiður Aradóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Októ Einarsson. Varastjórn skipa Rafn A Sigurðsson, Agnes Geirdal og Sigríður J. Sigurfinnsdóttir.

 

Höfundur: Ragnheiður Aradóttir


Björn Bjarndal, formaður FsS setur Aðalfund á Hótel Stracta.



Hótel Straca á fallegum sólskyns degi.


Björn les tillögu fyrir fundinn.

Björn og skýsla stjórnar

Björn og Heiða við störf



Alls mættu 21 inn á á Hótel Stracta.

Björn Bjarndal formaður fer yfir skýrslu stjórnar.

Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður búgreinadeildar skógarbænda BÍ var gestur fundarins.

Októ Einarsson, nýr meðlimur í stjórn FsS les tillögu sína fyrir fundinn.

Ágúst Sigurðsson, forstöðuamaður Land og skóg hélt erindi.

Comments


bottom of page