top of page

Aðalfundur FSS 2022

Aðalfundur FSS 2022

Aðalfundur Félags skógarbænda á Suðurlandi var haldinn að Reykjum við Hveragerði, föstudaginn 29.apríl 2022. Fundur hófst kl 15:00 og lauk 17:30

FSS bauð fundargerstum upp á kaffi og kleinur. Ísólfur Gylfi Pálmason stýrði fundi. Björn Bjarndal Jónsson, formaður FSS, flutti skýrslu stjórnar. Hrönn Guðmundsdóttir, gjaldkeri FSS, fór yfir reikninga. Ein breyting var á aðalstrjórn FSS, Rafn A. Sigurðsson kom í stjórn í stað Ísólfs Gylfa. Erindi : Hallur Björgvinsson ráðgjafi Skógræktarinnar, fór yfir gróðursetningar vorsins og fleira slíkt.

Drög að framtíðarstefnu FsS kynnt. Andrea Rafnar ráðgjafi í stefnumótun.

Leshópar FsS. Starf hópanna kynnt.

Skógardagur og Jónsmessuganga.

Starfið framundan og önnur mál

Hlynur Gauti Sigurðsson sagði frá Búgreinadeild skógarbænda innan BÍ og Kolefnisbrú.



Breytingar urðu á lögum FSS, sjá nánar í fundargerð, síðar.


Ein tillaga var rædd og afgreidd á fundinum.

Aðalfundur FsS haldinn að Reykjum 29. apríl 2022, skorar á aðalfund LSE, sem halda á 16. maí n.k., að tryggja að allir félagsmenn í LSE eigi sama rétt til að gegna trúnaðarstörfum fyrir samtökin. Þar eru margir skógarbændur sem ekki eru í bændasamtökunum og einkennilegt að þeir sem ekki eru þar inni hafa ekkert um LSE að segja.

Sex greindu atkvæði með, þrír á móti og margir greiddu ekki atkvæði.












Comments


bottom of page