Aðalfundur LSE 15.maí 2021


Aðalfundur LSE verður fulltrúafundur í ár


Dagsetning: Laugardagurinn 15.maí 2021 (Hefst kl 10:00 og áætluð dagskrárlok kl 16:00)

Staðsetning: Borgarnes

Fundaraðstaða: Menntaskóli Borgarfjarðar- Hjálmakletti

Gisting: Framboð á næturgistingu er gott á svæðinu. T.d. Hótel B59 (handan götunnar), Hótel Hamar, Hótel Hafnarfjall. Verðbil er gjarnan um 10.000 -15.000 krónur.


Fundinum verður streymt á

Val fulltrúa

Fulltrúar fundarins eru valdir með eftirfarandi móti.

Miðað við fjöldatakmörkun 50 manns.

- LSE stjórn = 5 manns

- Hvert aðildarfélag má senda inn 3 fulltrúa, 15 alls.

- Starfsmenn fundarins eru 4 (Fundarstjóri, 2 ritarar og framkvæmdastjóri LSE)

- Aukafulltrúi fyrir hverja 25 félagsmenn á hvert félag:

FSS=7 FSN=6 FSA=5 FSV=4 FSVfj=4, 26 manns alls.

(mælst til að hafa jafna dreifingu um landsvæði félaganna)

Venjubundnum gestum aðalfundar LSE var ekki boðið til fundar að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana.Pappírslaus fundur

Lagt er til að fundarmenn hafi með sér tölvu því fundargögn verða rafræn.

Dagskrá

10:00 Setning fundar

10:15 Skýrsla stjórnar 2021 (Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE)

10:30 Ársreikningur 2020 (Rúnar Vífilsson, gjaldkeri LSE) (Ársreikningur 2019)

10:45 Umræður um skýrslu stjórnar

11:00 Tillögur fundarins lagðar fram (sjá neðar)

11:15 Megin mál fundarins -Sameining við Bændasamtök Íslands (Fulltrúi BÍ))

12:15 Hádegishlé

13:00 Aðsendar tillögur (sjá neðar)

13:30 Tillögur afgreiddar

15:00 Kaffihlé

15:20 Kynning á skýrslu Skógarfangs- Horft fram á við (Björn B. Jónsson)*

15:30 Umræður

15:40 Kynning á Kolefnisbrúnni (Hlynur Gauti Sigurðsson)

15:50 Umræður

16:00 Áætluð fundarlok


Engin árshátíð


Tillögur fyrir aðalfund LSE í Borgarnesi 2021

Lagðar fram af stjórn LSE


1. Sameining við Bændasamtök Íslands

„Aðalfundur Landssambands skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarbyggðar í Borgarnesi 15.maí 2021, leggur til að LSE sameinist Bændasamtökum Íslands, án slita LSE. Sameiningin taki gildi 1. júlí 2021. Nýjar samþykktir fyrir LSE með takmarkaða starfsemi liggja til grundvallar tillögunni ásamt fylgigögnum sem varða nýtt félagskerfi.“

Fylgigögn:

1. Nýjar samþykktir LSE

2. Tillaga um nýtt félagskerfi ásamt fylgigögnum sem samþykkt var á Búnaðarþingi 2021.

3. Tillaga um félagsgjöld miðað við nýtt félagskerfi, samþykkt á Búnaðarþingi 2021

4. Tillaga um fjárhagsáætlun miðað við nýtt félagskerfi, samþykkt á Búnaðarþingi 2021

5. Drög að nýjum samþykktum Bændasamtaka Íslands sem lögð verða fyrir til samþykktar á


Aukabúnaðarþingi 10. júní 2021


Tillaga lögð fram af stjórn LSE


Fylgiskjal 1

Samþykktir fyrir LSE_15
.maí 2021 skúffan
Download MAÍ 2021 SKÚFFAN • 293KB

Fylgiskjal 2

Tillaga BÞ 2021 - samþykktir þingsköp og
.
Download • 155KB

Fylgiskjal 3

Félagsgjöld BÍ 2021 - breytt kerfi
.pdf
Download PDF • 437KB

Fylgiskjal 4

Fjháætl sameinaðra BÍ 2021 - drög til ky
.
Download • 45KB

Fylgiskjal 5

Drög að nýjum saþykktum BÍ
.pdf
Download PDF • 358KB


2. Sameining við Bændasamtök Íslands, seta stjórnar

„Aðalfundur Landssambands skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarbyggðar í Borgarnesi 15.maí 2021, leggur til að ef fyrri tillaga (sameining við BÍ) verði samþykkt að núverandi stjórn og varastjórn LSE sitji óbreytt til Búgreinarþings 2022. Óháð lögum LSE.“


Greinargerð:

Í lögum LSE má stjórnarmaður sitja í stjórn í 8 ár eða skemur. Sitjandi formaður hefur setið í 8 ár í stjórn og hefði, við eðlilegar kringumstæðum, átt að stíga til hliðar á þessum fundi. Stjórn Bændasamtakanna hefur óskað eftir því að sitjandi stjórnir búgreina, sem vilja sameinast Bændasamtökunum, sitji a.m.k. til búnaðarþing 2022 til aðlögunar við breytt kerfi.“


Tillaga lögð fram af stjórn LSE


3. Árgjöld

,,Aðalfundur Landssambands skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarbyggðar í Borgarnesi 15.maí 2021, leggur til að ef tillaga 1 (sameining við Bændasamtök Íslands) er samþykkt verði ekki innheimt félagsgjöld til LSE þetta árið (2021).


Greinargerð

Þess í stað munu Bændasamtökin innheimta hálft árgjald um mitt þetta ár þar sem núverandi félögum í LSE er boðið að gerast félagsmenn Bændasamtaka Íslands. Ef tillaga 1 verður ekki samþykkt er lagt til að árgjöld verði óbreytt frá fyrra ári eða eða kr. 5000 á hverja jörð og kr. 1500 á hvern skráðan félaga. Eindagi félagsgjalda sé 1. nóvember.


Tillaga lögð fram af stjórn LSE4. Laun stjórnar

„Aðalfundur Landssambands skógareigenda, haldinn í Menntaskóla Borgarbyggðar í Borgarnesi 15.maí 2021, leggur til að ef tillögu 1 (sameining við Bændasamtökin) verður synjað að laun stjórnar verði með sama móti og fyrra ár, þ.e. taki mið af kjarasamningum FÍN og BHM; launaflokki FÍN25. Þannig verði árslaun formanns 50% af 100% mánaðarlaunum sem 1. október 2019 nema 684.056 og að laun almenns stjórnarmanns verði 35% af launum formanns og laun gjaldkera 40% af launum formanns. Árslaun formanns verða þá 342.028, laun gjaldkera 136.811 og laun almenns stjórnarmanns 119.710. Miða skal við laun 1. janúar ár hvert. Síðan verði greiddir dagpeningar fyrir fundarsetu og nefndarstörf. Ef tillaga 1 verður samþykkt verða laun stjórnar búgreinardeildar skógarbænda (ekki LSE) ákveðnar á auka búnaðarþingi í júní 2021“.


Tillaga lögð fram af stjórn LSE


Lögð til Fjárlaganefndar (1 fulltrúi frá hverju félagi)5. Fjárhagsáætlun

Lögð fram óbreytt og er á sérblaði með aðalfundargerð.

Tillaga lögð fram af stjórn LSE

Lagt til fjárhagsnefndar (1 fulltrúi úr hverju félagi)


Tillaga lögð fram af stjórn LSE


Fjárhagsáætlun LSE 2021
.pdf
Do