top of page

Bændafundir

Bændafundir

Í næstu viku munu formaður búgreinardeildar skógarbænda (Skóg-BÍ) og starfsmaður BÍ bjóða félögum í búgreinardeild skógarbænda hjá BÍ (Skóg-BÍ) til tölvufundar. Fundirnir verða fimm og er markhópurinn hvers fundar miðaður við landsvæði hvers skógarbændafélags. Ætla má að fundirnir verði um klukkustund. Fundirnir verða auglýstir á skogarbondi.is.


Fundartímar

Fimmtudagur: 10. feb. Kl 20:00 Vesturland

Föstudagur: 11. feb. Kl 19:30 Vestfirðir

Föstudagur: 11. feb. Kl 21:00 Norðurland

Mánudagur: 14. feb. Kl 19:30 Austurland

Mánudagur: 14. feb. Kl 21:00 Suðurland



Búgreinarþing

Þann 3. mars n.k. verður haldið Búgreinaþing* í Reykjavík, ef Covid-reglur leyfa. Skógarbændur á búgreinarþingi skulu vera allt að 20 manns auk sitjandi stjórnar skógar deildarinnar, alls 25 manns.

Góðir félagar. Óskað er eftir tilnefningum úr ykkar hópi **, á Búgreinaþing 3. mars n.k..


Tillögur skulu berast á netfangið hlynur@bondi.is.


Stjórn Skóg-BÍ velur þingfulltrúa í samráði við viðkomandi skógarbændafélag*** og mun þurfa að taka tillit til kynjahlutfalls, deyfingu milli landshluta og munu því þingfulltrúar veljast með tilliti til þess. Ef margar tilnefningar berast verður kosið á milli þeirra sem tilnefndir hafa verið, en annars verða þeir sem tilnefndir verða sjálfkjörnir.


Meðal annars á dagskrá Búgreinarþings á Hótel Natura:


Kl. 11 Þingsetning fyrir allar búgreinar

Kl. 11.30 Hádegismatur

Kl. 12.30 Fundarsetning, kosning starfsmanna fundarins

Skýrsla stjórnar búgreinadeildar

Kl. 13.00 Drög að stefnumörkun BÍ

Afgreiðsla mála

- Samþykktir búgreinadeildadeildar skógarbænda BÍ

- Tillögur til umræðu og afgreiðslu

- Starfsáætlun til næsta árs

Kl. 14.00 Kaffi

Kl. 14.30 Kosning formanns, fulltrúa í stjórn deildar og fulltrúi á búnaðarþing

Kl. 15.00 Áætluð dagskrárlok






Tillaga stjórnar Skóg-BÍ, 25.jan 2022

Samþykktir búgreinadeildar skógarbænda Bændasamtaka Íslands

DRÖG!!! DRÖG!!! DRÖG!!! DRÖG!!! DRÖG!!! DRÖG!!! DRÖG!!! DRÖG!!!

1. gr. Almennt

Bændasamtök Íslands mynda deild sem heitir Búgreinadeild skógarbænda. Heimili og varnarþing þess er á skrifstofu Bændasamtaka Íslands.

2. gr. Tilgangur

Tilgangur búgreinadeildar skógarbænda er að sameina þá sem stunda skógrækt í atvinnuskyni, um hagsmunamál sín og vinna að framgangi þeirra innan Bændasamtaka Íslands.

3. gr. Félagsaðild

3.1.

Rétt til aðildar að Búgreinadeild skógarbænda hafa einstaklingar og lögaðilar sem stunda skógrækt, t.d. til nytja, landbóta, útivistar, skjólbelta, og fleira, enda séu þeir félagsmenn að Bændasamtökum Íslands.

3.2.

Einungis félagsmenn að skógarbændadeild Bændasamtaka Íslands sem hafa fulla aðild, sbr. liði 3.1, geta gegnt trúnaðarstörfum fyrir búgreinadeild skógarbænda.

3.3.

Full aðild að sbr. liði 3.1. fellur niður uppfylli félagsmenn ekki öll skilyrði um félagsaðild, skv. samþykktum Bændasamtaka Íslands.


4. gr. Búgreinarþing

4.1.

Búgreinarþing skal halda árlega í tengslum við Búnaðarþing.

4.2.

Búgreinarþing sitja með fullum réttindum þeir fulltrúar sem kosnir eru skv. 4.3.

Til að teljast fullgildur félagi skal viðkomandi hafa greitt félagsgjöld til BÍ um síðastliðin áramót skv. grein 3.1.

Félagsmenn skulu greiða veltutengt félagsgjald til Bændasamtaka Íslands, í samræmi við ákvörðun Búnaðarþings hverju sinni.

4.3.

Fulltrúar á Búgreinarþing er sitjandi stjórn búgreinardeildar ásamt kosnum fulltrúum sem koma af landinu öllu og endurspegla sem best landfræðilega dreifingu, þau sömu og skógarbændafélögin byggja á. Stjórn Skógardeildar B.Í. ákveður í upphafi hvers árs hvað margir fulltrúar eiga seturétt á Búgreinaþingi og hve margir af hverju svæði fyrir sig.

Viðmiðunarfjöldi fulltrúa á búgreinarþingi skal vera 20 manns auk sitjandi stjórnar skógardeildar, sem hefur málfrelsi og atkvæðisrétt. Miða skal við að hafa sem jafnasta skiptingu milli kynja.

4.4.

Búgreinaþing er opið til áheyrnar öllum félagsmönnum. Óski fleiri aðilar, en kosnir hafa verið til þingsetu, eftir að sitja búgreinaþing með málfrelsi og tillögurétt skal það borið undir fundinn.

4.5.

Staðfest félagatal skógarbændadeildar skal liggja fyrir hjá stjórn búgreinadeildar og á Bændatorgi eigi síðar en 10. janúar ár hvert. Frá þeim tíma hafa félagsmenn deildarinnar 7 daga til að gera athugasemdir við fulltrúatöluna. Komi upp álitamál skal stjórn búgreinadeildar skógarbænda úrskurða um málið samkvæmt grein. 4.3. svo fljótt sem kostur er.

Mál sem taka á til afgreiðslu á búgreinarþingi, skulu hafa borist skrifstofu búgreinadeildar skógarbænda eigi síðar en 20 dögum fyrir búgreinarþing. Öll gögn sem leggja á fram, til umfjöllunar eða afgreiðslu skulu birt fulltrúum búgreinarþings eigi síðar en 10 dögum fyrir setningu þingsins. Búgreinarþing getur þó ákveðið að taka til afgreiðslu mál sem koma síðar fram.

Tillögur sem liggja fyrir þinginu skulu kynntar stjórnum landshlutabundnu skógarbændafélaganna eigi síðar en 20 dögum fyrir búnaðarþing. Nefndarstörf vegna tillagna eru ákveðin hverju sinni.

Meðan stjórn búgreinadeildar skógarbænda fer með málefni Landssamtaka skógareigenda (LSE) skal aðalfundur LSE haldinn sama dag og búgreinarþingið.

4.6.

Á dagskrá búgreinarþings skal m.a. vera:

a) Skýrslur stjórnar.

b) Samþykktir búgreinadeildadeildar skógarbænda BÍ

c) Tillögur til umræðu og afgreiðslu.

d) Kosning stjórnar skv. grein 7 í samþykktum þessum

e) Kosning fulltrúa á Búnaðarþing

f) Starfsáætlun til næsta árs.

g) Önnur mál.

4.7.

Stjórn deildarinnar, í samráði við framkvæmdastjóra BÍ, boðar til búgreinarþings skógarbænda eigi síðar en 10. janúar ár hvert. Búgreinaþing skógarbænda er löglegt sé löglega til þess boðað.

5. gr. Aukaþing

Aukaþing skal halda þyki stjórn búgreinadeildar skógarbænda sérstök nauðsyn bera til og jafnan þegar a.m.k ¼ félagsmanna búgreinadeildar skógarbænda óska þess, enda sé þá fundarefni tilgreint. Aukaþing skal boða með minnst 7 daga fyrirvara. Um rétt til fundarsetu á aukaþingi gilda sömu reglur og á búgreinarþingi.

6. gr. Skipan stjórnar

Búgreinadeild skógarbænda skipar fimm manna stjórn: formaður og fjórir meðstjórnendur og fimm varamenn með sem jafnastri dreifingu milli landshluta.

7. gr. Hlutverk stjórnar

Hlutverk stjórnar er að vinna að framgangi félagsmanna innan Bændasamtaka Íslands í gegnum búgreinadeild skógarbænda, annast málefni deildarinnar milli búgreinarþinga og sjá um að þau málefni séu jafnan í sem bestu horfi.

8. gr. Störf stjórnar búgreinadeildar

8.1.

Formaður boðar til stjórnarfunda þegar ástæða þykir til og stjórnar þeim. Þó er honum skylt að boða fund ef tveir stjórnarmenn óska þess, enda sé þá fundarefnið tilgreint. Stjórnarfundur er lögmætur sé þrír stjórnarliðar á fundi.

8.2.

Stjórn búgreinadeildar skógarbænda skal skrá fundargerðir á fundum sínum. Fundargerðir skulu birtar á vefsvæði búgreinadeildarinnar svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en að loknum næsta stjórnarfundi. Stjórnarmenn skulu staðfesta afrit af fundargerðinni og hún varðveitt með tryggilegum hætti.

9. gr. Samþykktar breytingar

Samþykktum þessum má aðeins breyta á búgreinarþingi eða aukaþingi, sem boðað er til þess sérstaklega. Ná þær því aðeins fram að ganga að meirihluti kjörinna fulltrúa greiði þeim atkvæði.

10.gr. Gildistími samþykkta

Ákvæði samþykkta þessara gilda frá og með búgreinarþingi þann 3.mars 2022.

Comentarios


bottom of page