Verkefnið „CE merkingar fyrir viðarvinnslur sem vinna með íslenskan efnivið“ hefur hlotið vilyrði fyrir styrk úr úthlutun úr Ask - mannvirkjarannsóknarsjóð að fjárhæð 4.000.000,- kr.
Viður um víða veröld er stimplaður CE merkingu. CE stendur fyrir Conformité Européenne og þýðir staðfesting á viðargæðum og viðskiptum.
Styrkurinn er veittur í það verkefni að innleiða CE staðla hjá viðarvinnslum vítt og breytt um landið. Í lok árs má reikna með að sögunarmillur / viðarvinnslur sem vinna með íslenskt hráefni munu hafa orðið þekkingu og réttindi til að gæðameta við til ýmissa verka.
Íslensk skógrækt hefur sannað sig og hafa elstu skógar landsins, þjóðskógar og skógræktarfélaga, skilað tekjum í formi viðarafurða og starfa þar af lútandi. Skógrækt á bújörðum hefur aukist jafnt og þétt og verður viður frá skógarbændum gjaldgengur til viðarvinnslu áður en langt um líður.
Uppgangur skógargeiransLand og Skógur er æðsta skógræktarstofnun þjóðarinnar þar sem þekking, reynsla og rannsóknir á skógarækt eru hvað mestar. Þjóðskógar, elstu skógar landsins, eru í umsjón Skógræktarinnar og hafa þeir selt timbur úr þeim í yfir hálfa öld, án nútíma viðurkenndra vottunar. Einnig hefur Skógræktin umsjón með skógum bænda fram að fyrsta inngripi umhirðu. Þá er átt við skóga sem eru oftast um 20 ára gamlir. Eldi skógar eru alfarið í umsjóna eigenda þeirra að teknu tilliti til skógræktarlaga frá 2019.
Skógræktarfélag Íslands hefur yfir að ráða um 70 landshlutabundum skógræktarfélögum sem telur um 8000 félaga. Í að minnsta kosti fjórum þeirra hefur skógarhögg verið stundað í miklum mæli. Þau tré hafa nýst í fjölmörgum tilgangi en hingað til hefur timbrið frá þeim ekki viðgengist vottun sem er samkeppnishæf við innflutt timbur, frekar en aðrir.
Skógarafurðir ehf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í sögun og sölu á timbri. Reynsla þeirra er sú að færst hefur í aukana að beðið er um vottað, samkeppnishæft timbur. Fleiri fyrirtæki í skógariðnaði eru að verða til vítt og breytt um landið og munu eflaust verða nokkur innan fárra áratuga.
Landshlutabundnu Skógarbændafélögin eru fimm: Félag skógarbænda á Austurlandi (FSA), Norðurlandi (FSN), Suðurlandi (FSS), Vesturlandi (FSV) og Vestfjörðum (FSVfj). Áætlaður fjöldi félagsmanna er 700 sem stunda skógrækt á 500 jörðum. Margir félagsmenn eru einnig félagar í BÍ.
Umhverfisstofnun (UST) og Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) hafa óbeina hagsmuni af bótum á nýtingarmöguleikum íslenskt timburs. Það er hlutverk UST að sinna umhverfisumbótum hverskonar og í samvinnu við skógargeirinn fékk UST í gegn samþykki við notkun íslensk timbur í svansvottaðar byggingar. Húsnæðis og mannvirkjastofnun gegnir lykil hlutverki við að vera milliliður framleiðenda við byrgja og byggingageirann.
Þetta er stórt skref í átt að sjálfbærni Íslands.
Síðustu ár hafa verið nýtt í undirbúning þessa skrefs, að gæðameta íslenskt timbur. Meðal annars var gefinn út flokkunarstaðallinn Gæðafjalir 2020 og í kjölfarið var samvinnan TREPROX Norðurlandaþjóðanna Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar með verklegri kennslu. Betur má kynna sér þá vinnu á
og treprox.ue
Σχόλια