top of page

Aðalfundur FSV 2023


Aðalfundur FsV nr :27 kl 18:00 Hótel Hamar 23 03 23


Fundarstjóri:

Guðmundur Sigurðsson

Ritari: Sigurkarl Stefánsson

Fjöldi fundarmanna : 28


1) Bergþóra Jónsdóttir formaður setti fundinn


2) Guðmundur fundarstjóri kynnti dagskrá


3) Skýrsla Formanns Bergþóru Jónsdóttur;

Ýmsir,, hittingar“ voru á árinu s.s. Afmælisdagurinn þegar Árni Þór Bjarnason, Stefán Bragi Bjarnason og Iðunn Bragadóttir skógarbændur á Ytri Kóngsbakka tóku vel á móti okkur. Þar hafa þau með trú útsjónarsemi og vinnu náð ótrúlega góðum árangri í skógræktinni við fremur erfiðar aðstæður. Í ágúst fórum við í dagsferð í Álfholtsskóg norðan Akrafjalls og að Mógilsá. Í Álfholtsskógi tók á móti okkur formaður Skógræktarfélags Skilmannahrepps Reynir Þorsteinsson. Hann gekk með okkur um þennan dásamlega skóg sem er alveg einstaklega vel ræktaður,fjölbreyttur og umhirðan til fyrirmyndar. Eftir góða máltíð á Laxárbakka heimsóttum við Mógilsá. Þar fengum við góðar móttökur, fræðslu og skógargöngu með þeim stöllum Eddu S. Oddsdóttur og Brynju Hrafnkelsdóttur. Gísli Karel fékk þakkir fyrir góða grein um ferðina sem hann skrifaði í bændablaðið.

Jólahlaðborðið á Hótel Basalti í Lundareykjadal gekk prýðilega, skógarbændurnir Þórarinn Svavarsson og Hjördís Geirdal í Tungufelli, hafa byggt þar fallegt og þægilegt hótel. Hlaðborðið fjölbreytt og hver rétturinn öðrum gómsætari.

Nóg hefur verið að gera hjá Skóg-BÍ stjórninni. Okkar maður þar er Guðmundur Sigurðsson sem tók við af Rúnari Vífilssyni og Bergþóra Jónsdóttir þar til vara. Rúnari eru þökkuð vinnan fyrir okkar hönd.

Vinnan í stjórn Skóg-BÍ er okkur mikilvæg því okkar hagsmunir eru innan BÍ og það skiptir máli að við skógarbændur göngum í BÍ til að styrkja stöðu okkar meðal íslenskra bænda.

Í febrúar var búgreinaþing BÍ og áttum við þar 5 fulltrúa, Guðmund Sigurðsson, Bergþóru Jónsdóttur, Margréti Guðmundsdóttur, Guðbrand Brynjúlfsson og Lárus Elíasson. Þau lögðu fram 5 tillögur til stjórnar Skóg BÍ sem aðlagaði þær að öðrum um sama málefni. Okkar tillögur snerust um:

· Afgreiðslu umsókna um framkvæmdaleyfi.

· Breytingar á reglugerðum og venjum um stýringu sauðfjárbeitar.

· Endurmenntun.

· Hagsmuni skógarbænda við sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar.

· Lagalegar forsendur á eignarhlut kolefnisbindingar.

Fræðslumál eru mikilvæg, ýmis námskeið eru í boði. Stefnan að bjóða félagsmönnum upp á áhugaverð og gagnleg námskeið.

Þrátt fyrir samkomutakmarkanir tókst okkur að halda innanfélagsfundi en ekki gekk að halda stærri fundi s.s. ,,LSE“ landsfund sem við þó reyndum að skipuleggja nokkrum sinnum.

Skógarbændur í hinum ýmsu landshlutum vilja bjóða frá ,,kollegum“ úr öðrum landshlutum á ,,sína“ skógardaga og munum við opna okkar skógardag.

Mikið er um að vera í skógargeiranum s.s. v kolefnisbindingu, og er þróun verkferla þar á fleygiferð.

FsV verður 26 ára á árinu og hefur verið talsverð ,,rótasjón“ á stjórnarmönnum en Bergþóra ,,gleymdi“ að rótera sér, hefur verið formaður í samtals 13 ár. En raunverulegar ástæður þess eru væntanlega annars vegar að félagsmenn voru mjög ánægðir með hennar störf og hins vegar að erfitt var að fá einhverja til að taka við keflinu.


4) Laufey kynnti reikninga. Staðan er góð! 330.000ISK í hagnað. Félagsgjöld hafa skilað sér vel, þau lækkuðu um það sem áður fóru til LSE. Viðburðir ársins voru ekki dýrir.

Reikningar samþykktir.

Laufey segir af sér sem gjaldkeri vegna tímaskorts og eru henni þökkuð góð störf fyrir félagið.


5) Gestir : Sæmundur Þorvaldsson frá Skógræktinni, sagði frá starfi skógræktarinnar á Vesturlandi. Þar eru 139 virkir samningar við skógarbændur með um 12.000 ha undir ( um 21% samningsbundinna svæða á landinu) Þegar hefur verið plantað í 5.200 ha. Nokkrir aðilar eru að bætast við. Samskipti við sveitarfélög eru víða góð en þó ekki allstaðar nægilega góð.

Ýmsar breytingar eru í farvatninu; framboð frosinna plantna mun aukast. Sérstakt asparræktunar-átak er á döfinni. Lítil von er um að framboð á Hrym aukist á allra næstu árum. Framkvæmdir á Vöglum tefjast. Skortur er á sitkabastarði en nóg af sitkagreni. Þar spilar m.a. inn í samkeppni við kolefnisbindingarverkefni. Nýr ráðgjafi væntanlegur; Aron Zachary Charer, frá Englandi hann tekur við af Sæmundi.

Um 1000.000 plantna var úthlutað til okkar í fyrra. Pantanir ársins eru um 1400.000 en eins og stendur

Stóra Málið: Ný stofnun frá næstu áramótum! Land og Skógur. Á eftir að mótast.


6) Næsti gestur var Valdimar Reynisson frá Skógræktinni, Hann er sjaldan aðgerðarlaus og m.a. tengist hann hugmyndum Arnórs Björnssonar í Ljárskógum um mikil skógræktaráform á 11.000ha jörðinni. Nú er jörðin mest nýtt sem affréttur en Arnór og Valdimar vilja breyta því að einhverju leiti m.a. vegna þess að sem beitiland, er gróðurþekjan þar fremur rýr. Hugmyndin er að skipuleggja um 5000ha sem skógræktarsvæði. Girða af hólf meðan plönturnar eru litlar, hleypa síðan stýrðum fjölda kinda á svæðið. Og stýra árstímanum!

Fá þannig allt í senn beitarskóg, nytjaskóg, aukna gróðurþekju og vopn gegn loftlagsvá. Landið er innan 300 m.y.s., taka þarf tillit til ýmissa þátta s.s. fugla o.fl. Fyrirhugað er að votta allan skóginn sem kolefnisbindingarskóg og fjármagna plöntunina þannig. Til að þetta gangi þarf talsverða plöntuframleiðslu! Helst í Dölunum! Nýta aðstöðu og mannauð. Aðaltegundir yrðu Stafafura, Lerki (Hrymur) og Greni.

Einnig er kolefnisbindingarverkefni í bígerð á jörðinni en skipulagsmál eru ekki komin á hreint.

Spennandi verkefni, en getur tekið tíma að komast í gegnum kerfið? Sveitarstjórnin þekkir til málsins. Þetta er prívat verkefni sem truflar ekki skógarbændur og skógræktina. Verið að leita að samstarfsaðilum innlendum sem erlendum.


7) Í forföllum Hlyns Gauta kynnti Guðmundur Sigurðsson glærur frá honum ;

Búgrein ný og Góð ; Skóg-BÍ-

Innan BÍ er búgreinaþing einu sinni á ári Í ár vorum við með átta fulltrúa á fundinum [tveir hafa atkvæðisrétt] og eru 5 í stjórn Skóg-BÍ einn frá hverjum landshluta.

Skógarbændur lögðu fram nokkrar tillögur m.a. um skjólbeltagerð, skógarplöntuframleiðslu,kolefnisbindingu,kolefni viðurkennt sem skógarafurð, innflutning, rammasamning,bindingarvottun grisjunarviðar,endurgreiðslu VSK og stýrða sauðfjárbeit.

Tryggja þarf að starfsmaður skógarbænda hjá BÍ fái laun frá BÍ almennt.

Fyrirhugaður er fundur Skóg-BÍ stjórnar og stjórnar Bændasamtakanna um skipulagsmál og hlutverk skógarbænda innan samtakanna.

Vefsíðan : skogarbondi.is er enn virk en notkun hefur minnkað. Síðu FsV þarf að laga.

Vottanir bændaskóga eru mikilvægar.

Taxtamál eru í deiglunni hjá taxtanefnd. Einhverjar hækkanir í samræmi við vísitölur [9.1%]


Málþing: Matur og Loft, sótt um styrki (m.a. til Landsvirkjunar) t.a. halda ráðstefnu væntanlega um miðjan október. Hvað fæst ætt o.fl úr skógi.. svo eitthvað húllumhæ.


FSC/CE-samkeppnishæft timbur, vottunarmál. Leitað út fyrir landsteina.


Kolefnisbrúin; vekur áhuga margra en nokkuð eftir að skipuleggja. T.d. Sveinatunga komin af stað.


Óklárað myndband verður sett á vefinn.


Mikilvægt að sem flest okkar skrái sig í bændasamtökin til að rödd okkar og vægi verði sterkara.

8) Bergþóra sýndi íslenskt myndband frá skógræktinni sem gert var um hlutverk og mikilvægi skóga í tilefni af alþjóðadegi skóga.

9) Tillögur lagðar fram:

Stjórn leggur til óbreytt félagsgjald 4000 kr / ár.

Tillaga um stjórn:

Aðalstjórn: Sigurkarl Stefánsson, Jakob Kristjánsson og Kristín Magnúsdóttir

Varastjórn: Rúnar Vífilsson, Guðrún Dóra Gísladóttir og Þröstur Theódórsson

Skoðunarmenn reikninga: Guðmundur Sigurðsson og Haraldur Magnússon og til vara Sigurður Oddur Ragnarsson


Samþykkt með lófaklappi.

Guðmundur Sigurðsson ræddi um jólatrésölu furu. Í ár var eftirspurn meiri en framboð. Mælir með samvinnu um þetta , hann býðst til þess að vera tengiliður um þetta verkefni .

Þá þarf að huga að gæða málum, velja söluvæn tré. Meðaltalsverð um 6000 kr/tré

Laufey sagði að Skógræktarfélag Borgarfjarðar hafi selt skógræktarfélagi Hafnarfjarðar tré með góðum árangri.

Gott er að velja ,,jólatrén“ í ágúst september. Þarf ekki að vera mikill fjöldi frá hverjum og einum.

Önnur mál:

Margrét Guðmundsdóttir þakkaði Bergþóru fyrir hennar vinnu öll þessi ár. Tóku fundarmenn undir það með lófaklappi. Bergþóra þakkaði fyrir og minnti á skógardaginn okkar 23. Júní og það að þótt tré séu smá í byrjun þá vaxa þau með tímanum😊
Nýir félagar:

Hamar í Þverárhlíð:

Sigtryggur Páll Sigtryggson : 180759 2049 Netf: sigtryggur.pall@gmail.com

Helga Ragnarsdóttir : 060762 5629 Netfang: helga.ragnarsd@gmail.com

Leiðrétt Netfang: Pétur Jónsson : pétur@pjbygg.is

Comments


bottom of page